Innlent

Hugmyndir Illuga falla í grýttan jarðveg

Elimar Hauksson skrifar
Ráðherra telur fjármunum sem ætlaðir voru til RÚV betur varið til dæmis hjá háskólunum.
Ráðherra telur fjármunum sem ætlaðir voru til RÚV betur varið til dæmis hjá háskólunum. mynd/GVA
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í þættinum Sunnudagsmorgun á RÚV í gær að hann hygðist lækka framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um rúmlega tvö hundruð milljónir króna.

Þess í stað yrði RÚV heimilt að afla sér tekna á auglýsingamarkaði. Þannig megi sýna um tólf mínútur af auglýsingum á klukkustund en þær mega aðeins vera átta mínútur eins og reglur segja til um núna.

Hugmyndir Illuga hafa fallið í grýttan jarðveg hjá þeim sem eru á sama auglýsingamarkaði og RÚV. Ingvi Hrafn, framkvæmdastjóri ÍNN sagði í gær að honum þætti fyririlitlegt af ráðherra að gefa ríkinu frítt spil í auglýsingum.

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla segir það hafa tekið mörg ár að ná fram takmörkunum á samkeppnismarkaði gagnvart RÚV.

„Eftirlitsstofnun Efta hefur gert athugasemdir við fyrirkomulagið og taldi það ekki standast EES-samninginn. Nú þegar blekið er varla þornað af þeirri niðurstöðu ætla íslensk stjórnvöld að snúa til baka og opna fyrir meiri óeðlilega þáttöku RÚV,“ segir Ari. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×