Innlent

Mæla súrnun sjávar í Íslandshafi

Svavar Hávarðsson skrifar
Mælingadufl Hafró vinnur með bandarísku loft- og hafrannsóknastofnuninni.
Mælingadufl Hafró vinnur með bandarísku loft- og hafrannsóknastofnuninni. mynd/hafró
Skip Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Sæmundsson, lagði í leiðangri í ágúst út dufl til mælinga á koltvísýringi og sýrustigi í Íslandshafi.

Ljóst þykir að súrnun sjávar muni hafa skaðleg áhrif á ýmsar lífverur hafsins og vistkerfi.

Þess er vænst að mælingarnar auki þekkingu á aðstæðum sem ráða miklu um flæði koltvísýrings milli lofts og sjávar og á náttúrulegum, árstíðabundnum breytingum á sýrustigi sem tengjast bæði vexti þörunga og árstíðasveiflum í sjávarhita. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×