Innlent

Rúmlega 1.500 sitja í nefndum menntamálaráðuneytisins

Brjánn Jónasson skrifar
Mennta- og menningarráðuneytið hefur flesta nefndarmenn í sínum nefndum samkvæmt samantekt Spyr.is.
Mennta- og menningarráðuneytið hefur flesta nefndarmenn í sínum nefndum samkvæmt samantekt Spyr.is. Fréttablaðið/GVA
Alls eru 211 nefndir starfandi hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og í þeim sitja 1.516 einstaklingar. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn vefjarins Spyr.is.

Ekki fengust upplýsingar um hversu margir nefndarmenn fá greitt fyrir nefndarstörf sín hjá ráðuneytinu. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Spyr kemur fram að opinberir starfsmenn fái ekki greitt fyrir nefndarsetur.

Í sumum tilvikum greiða þeir sem tilnefna fólk í nefndir þeim þóknun, og stundum greiða stofnanir fyrir nefndarstörf.

Ráðuneytið hafnaði því að upplýsa um nákvæmar greiðslur og vísaði í ákvæði upplýsingalaga. Þar kemur fram að heimilt sé að hafna beiðni ef meðferð hennar taki svo langan tíma eða krefjist svo mikillar vinnu að ekki teljist fært að verða við henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×