Vilja friðlýsa sjö hús á Ingólfstorgi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. október 2013 07:00 Mörg hús við Ingólfstorg verða friðlýst samkvæmt tillögu Minjastofnunar Íslands. Mynd/Loftmyndir „Það er ekki það að nokkurt af þessum húsum sé í bráðri hættu enda eiga þau öll að standa samkvæmt skipulagi en það er verið að árétta að þarna sé um að ræða mjög mikilvæga heild,“ segir Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands sem leggur til friðlýsingu sjö timburhúsa við Ingólfstorg. Öll húsin sjö eru þegar friðuð enda orðin eitt hundrað ára. „Það er verið að árétta að þarna er ein varðveisluheild sem liggur á þrjá vegu í kring um aðaltorg bæjarins og liggur líka að elstu götu hans, Aðalstræti,“ útskýrir Pétur nánar.Vallarstræti 4 til vinstri og Aðalstræti 7 til hægri á að friðlýsa.Fréttablaðið/Stefán Húsin sem um ræðir eru Aðalstræti 7, Austurstræti 3, Austurstræti 4, Hafnarstræti 4. Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4, Veltusund 3 og 3b. „Það eru tvö hús við Ingólfstorg sem þegar eru friðlýst; Aðalstræti 2 og Fálkahúsið í Hafnarstræti 1 til 3. Þetta eru heillegustu leifarnar af gömlu Reykjavík í Kvosinni,“ segir Pétur. Þá bendir Minjastofnun á að þessu tengist tvö friðlýst hús sem ekki standa uppi við sjálft torgið, Thorvaldsensstræti 2 og austurhluti Hafnarstrætis 4. Þá sé göturými Vallarstrætis, milli Thorvaldsensstrætis og Veltusunds, eina dæmið sem til er um þrönga hliðargötu í Kvosinni.Fálkahúsið er við Hafnarstræti 1-3 til vinstri á myndinni. Það er friðlýst.Fréttablaðið/Stefán Sigurður Einarsson, einn fimm nefndarmanna í húsfriðunarnefnd, greiddi atkvæði á móti friðlýsinguni og segir hana óþarfa. Tilvist húsanna sé fest í sessi í deiliskipulagi og skipulagstillögu fyrir Landsímareit. Þau séu einnig friðuð samkvæmt lögum um menningarminjar. Allar tillögur að framkvæmdum sem tengjast þeim muni því koma inn á borð Minjastofnunar Íslands.Austurtræti 3 er eitt húsanna sem lagt er til að friðlýsa.Fréttablaðið/Stefán Þá bætir Sigurður við að atriði í umsögn Minjastofnunar um skipulagstillögu fyrir Landsímareitinn gefi „tilefni til að óttast frekari íhlutun stofnunarinnar í útlit og frágang nýbygginga en eðlilegt getur talist fyrir þróun byggingarlistarinnar“. Pétur segir friðlýsingu taka til ytra byrðis húsa og takmarka á mjög óverulegan hátt nýtingu þeirra. „Það er aðallega verið að að varðveita útlit þeirra og samhengi. Auðvitað hefur þetta áhrif þegar verið er að meta nýbyggingar sem tengjast inn í þessa röð þannig að þær falli vel að því sem fyrir er.“„Um er að ræða eina heillegustu þyrpingu reisulegra timburhúsa í elsta hluta Reykjavíkur,“ segir í rökstuðningi fyrir friðlýsingu húsa við Ingólfstorg.Fréttablaðið/Stefán Pétur segir friðlýsingu taka til ytra byrðis húsa og takmarka á mjög óverulegan hátt nýtingu þeirra. „Það er aðallega verið að að varðveita útlit þeirra og samhengi. Auðvitað hefur þetta áhrif þegar verið er að meta nýbyggingar sem tengjast inn í þessa röð þannig að þær falli vel að því sem fyrir er.“ Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
„Það er ekki það að nokkurt af þessum húsum sé í bráðri hættu enda eiga þau öll að standa samkvæmt skipulagi en það er verið að árétta að þarna sé um að ræða mjög mikilvæga heild,“ segir Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands sem leggur til friðlýsingu sjö timburhúsa við Ingólfstorg. Öll húsin sjö eru þegar friðuð enda orðin eitt hundrað ára. „Það er verið að árétta að þarna er ein varðveisluheild sem liggur á þrjá vegu í kring um aðaltorg bæjarins og liggur líka að elstu götu hans, Aðalstræti,“ útskýrir Pétur nánar.Vallarstræti 4 til vinstri og Aðalstræti 7 til hægri á að friðlýsa.Fréttablaðið/Stefán Húsin sem um ræðir eru Aðalstræti 7, Austurstræti 3, Austurstræti 4, Hafnarstræti 4. Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4, Veltusund 3 og 3b. „Það eru tvö hús við Ingólfstorg sem þegar eru friðlýst; Aðalstræti 2 og Fálkahúsið í Hafnarstræti 1 til 3. Þetta eru heillegustu leifarnar af gömlu Reykjavík í Kvosinni,“ segir Pétur. Þá bendir Minjastofnun á að þessu tengist tvö friðlýst hús sem ekki standa uppi við sjálft torgið, Thorvaldsensstræti 2 og austurhluti Hafnarstrætis 4. Þá sé göturými Vallarstrætis, milli Thorvaldsensstrætis og Veltusunds, eina dæmið sem til er um þrönga hliðargötu í Kvosinni.Fálkahúsið er við Hafnarstræti 1-3 til vinstri á myndinni. Það er friðlýst.Fréttablaðið/Stefán Sigurður Einarsson, einn fimm nefndarmanna í húsfriðunarnefnd, greiddi atkvæði á móti friðlýsinguni og segir hana óþarfa. Tilvist húsanna sé fest í sessi í deiliskipulagi og skipulagstillögu fyrir Landsímareit. Þau séu einnig friðuð samkvæmt lögum um menningarminjar. Allar tillögur að framkvæmdum sem tengjast þeim muni því koma inn á borð Minjastofnunar Íslands.Austurtræti 3 er eitt húsanna sem lagt er til að friðlýsa.Fréttablaðið/Stefán Þá bætir Sigurður við að atriði í umsögn Minjastofnunar um skipulagstillögu fyrir Landsímareitinn gefi „tilefni til að óttast frekari íhlutun stofnunarinnar í útlit og frágang nýbygginga en eðlilegt getur talist fyrir þróun byggingarlistarinnar“. Pétur segir friðlýsingu taka til ytra byrðis húsa og takmarka á mjög óverulegan hátt nýtingu þeirra. „Það er aðallega verið að að varðveita útlit þeirra og samhengi. Auðvitað hefur þetta áhrif þegar verið er að meta nýbyggingar sem tengjast inn í þessa röð þannig að þær falli vel að því sem fyrir er.“„Um er að ræða eina heillegustu þyrpingu reisulegra timburhúsa í elsta hluta Reykjavíkur,“ segir í rökstuðningi fyrir friðlýsingu húsa við Ingólfstorg.Fréttablaðið/Stefán Pétur segir friðlýsingu taka til ytra byrðis húsa og takmarka á mjög óverulegan hátt nýtingu þeirra. „Það er aðallega verið að að varðveita útlit þeirra og samhengi. Auðvitað hefur þetta áhrif þegar verið er að meta nýbyggingar sem tengjast inn í þessa röð þannig að þær falli vel að því sem fyrir er.“
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira