Alltaf sömu lögmál í fótbolta Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2013 08:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liði ÍBV um helgina en hann hefur aldrei áður stýrt karlaliði. fréttablaðið/óskar Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV um helgina og hann mun stjórna liðinu næstu þrjú árin. Sigurður stýrði kvennaliði Íslands frá árinu 2007 fram yfir Evrópumótið í sumar, þar sem hann kom liðinu í 8-liða úrslit keppninnar. Sigurður náði því besta árangri í sögu kvennalandsliðsins í sumar og kom liðinu í tvígang á stórmót á þeim sex árum sem hann var með liðið. Núna hefur hann tekið skref í aðra átt og mun stýra karlaliði á næsta tímabili. „Mér líst bara rosalega vel á þetta og ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun á mínum þjálfaraferli,“ segir Sigurður Ragnar en hann tekur við liðinu af Hermanni Hreiðarssyni sem hætti í ÍBV á dögunum, en hann hafði aðeins þjálfað liðið í eitt tímabil. Hermann hætti af persónulegum ástæðum og var ráðinn til framtíðar á sínum tíma. „Þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að færa mig yfir í félagslið og fá þá að vera með liðið á hverjum degi. Það er allt annað að vera með landslið og félagslið og núna get ég verið meira í sambandi við mína leikmenn. Þegar maður er með landslið þá hittir þú kannski leikmenn í fjóra daga og síðan ekki aftur fyrir en eftir tvo til þrjá mánuði og því verður þetta skemmtileg breyting fyrir mig.“ Sigurður Ragnar hefur að undanförnu starfað sem fræðslufulltrúi Knattspyrnusambands Íslands en hann lætur nú af störfum hjá sambandinu. „Núna eru jafnframt mínar skyldur meiri og ábyrgð mín á líkamlegu atgervi leikmanna er mun meiri þegar ég er með liðið allt árið um kring. Þetta er samt sem áður breyting til hins betra og það verður frábært að geta unnið með leikmönnum reglulega.“Þurfum að styrkja hópinn Eyjamenn höfnuðu í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð og liðið lék oft á tíðum nokkuð vel þrátt fyrri nokkuð þunnskipaðan hóp. „Það er á dagskránni að styrkja hópinn á réttum stöðum. Það er frábær efniviður hjá ÍBV eins og staðan er í dag en engu að síður viljum við styrkja okkur og komast lengra með liðið á næsta tímabili. Það er allt til alls hjá þessu félagi og góður grunnur til að byggja á. Það spilaði mikið inn í mína ákvörðun að taka við liðinu.“ Sigurður vann síðast með karlalið í upphafi ferilsins þegar hann þjálfaði í yngri flokkum KR fyrir um áratug síðan. Hann hætti með kvennalandsliðið eftir Evrópumótið í Svíþjóð og þótti kominn tími til að snúa sér að öðru. „Ég var síðast með litla gutta hjá KR og vissulega verður þetta nokkuð frábrugðið því að vera með kvennalið. Það gilda alltaf sömu lögmál í fótbolta og því margt mjög svipað en leikurinn er til að mynda mun hraðari karlamegin og líkamlegur styrkur þeirra töluvert meiri en kvennamegin.“ Þjálfarinn var inni í myndinni um stöðu landsliðsþjálfara enska kvennalandsliðsins en Hope Powell var sagt upp störfum fyrir skömmu eftir að hafa stýrt enska liðinu í 15 ár. Sigurður dró umsókn sína um starfið til baka og ákvað þá að taka við liði ÍBV. „Það var kominn tími á að ég myndi stíga til hliðar með landsliðinu og taka að mér annað verkefni. Ég er virkilega sáttur með þessa ákvörðun mína og tilhlökkunin er mikil að hefjast handa í Vestmannaeyjum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV um helgina og hann mun stjórna liðinu næstu þrjú árin. Sigurður stýrði kvennaliði Íslands frá árinu 2007 fram yfir Evrópumótið í sumar, þar sem hann kom liðinu í 8-liða úrslit keppninnar. Sigurður náði því besta árangri í sögu kvennalandsliðsins í sumar og kom liðinu í tvígang á stórmót á þeim sex árum sem hann var með liðið. Núna hefur hann tekið skref í aðra átt og mun stýra karlaliði á næsta tímabili. „Mér líst bara rosalega vel á þetta og ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun á mínum þjálfaraferli,“ segir Sigurður Ragnar en hann tekur við liðinu af Hermanni Hreiðarssyni sem hætti í ÍBV á dögunum, en hann hafði aðeins þjálfað liðið í eitt tímabil. Hermann hætti af persónulegum ástæðum og var ráðinn til framtíðar á sínum tíma. „Þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að færa mig yfir í félagslið og fá þá að vera með liðið á hverjum degi. Það er allt annað að vera með landslið og félagslið og núna get ég verið meira í sambandi við mína leikmenn. Þegar maður er með landslið þá hittir þú kannski leikmenn í fjóra daga og síðan ekki aftur fyrir en eftir tvo til þrjá mánuði og því verður þetta skemmtileg breyting fyrir mig.“ Sigurður Ragnar hefur að undanförnu starfað sem fræðslufulltrúi Knattspyrnusambands Íslands en hann lætur nú af störfum hjá sambandinu. „Núna eru jafnframt mínar skyldur meiri og ábyrgð mín á líkamlegu atgervi leikmanna er mun meiri þegar ég er með liðið allt árið um kring. Þetta er samt sem áður breyting til hins betra og það verður frábært að geta unnið með leikmönnum reglulega.“Þurfum að styrkja hópinn Eyjamenn höfnuðu í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð og liðið lék oft á tíðum nokkuð vel þrátt fyrri nokkuð þunnskipaðan hóp. „Það er á dagskránni að styrkja hópinn á réttum stöðum. Það er frábær efniviður hjá ÍBV eins og staðan er í dag en engu að síður viljum við styrkja okkur og komast lengra með liðið á næsta tímabili. Það er allt til alls hjá þessu félagi og góður grunnur til að byggja á. Það spilaði mikið inn í mína ákvörðun að taka við liðinu.“ Sigurður vann síðast með karlalið í upphafi ferilsins þegar hann þjálfaði í yngri flokkum KR fyrir um áratug síðan. Hann hætti með kvennalandsliðið eftir Evrópumótið í Svíþjóð og þótti kominn tími til að snúa sér að öðru. „Ég var síðast með litla gutta hjá KR og vissulega verður þetta nokkuð frábrugðið því að vera með kvennalið. Það gilda alltaf sömu lögmál í fótbolta og því margt mjög svipað en leikurinn er til að mynda mun hraðari karlamegin og líkamlegur styrkur þeirra töluvert meiri en kvennamegin.“ Þjálfarinn var inni í myndinni um stöðu landsliðsþjálfara enska kvennalandsliðsins en Hope Powell var sagt upp störfum fyrir skömmu eftir að hafa stýrt enska liðinu í 15 ár. Sigurður dró umsókn sína um starfið til baka og ákvað þá að taka við liði ÍBV. „Það var kominn tími á að ég myndi stíga til hliðar með landsliðinu og taka að mér annað verkefni. Ég er virkilega sáttur með þessa ákvörðun mína og tilhlökkunin er mikil að hefjast handa í Vestmannaeyjum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira