Ný ilmvatnsmenning á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. október 2013 22:00 Lísa Ólafsdóttir, eigandi Madison Ilmhús, boðar nýja ilmvatnsmenningu á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við viljum breyta ilmvatnsmenningunni hér á landi,“ segir Lísa Ólafsdóttir, eigandi Madison Ilmhús, sem opnar nýja verslun í Aðalstræti 9 undir lok vikunnar. Madison Ilmhús er ný ilmvatnsverslun með vörur og merki sem fæst hafa verið til sölu á Íslandi áður. Þar verða engin ilmvötn frá stóru ilmvatnskeðjunum, hvorki á lægri enda skalans líkt og ilmvötn merkt söngkonunum Christinu Aguilera og Britney Spears, eða hærri enda hans líkt og frá tískuhúsunum Prada og Chanel. Einungis verða vörur frá smærri framleiðendum, sem líta ekki á ilmvatnsgerð sem iðnað heldur listgrein og telja að ilmvatnsmeistarinn sé listamaður. „Við viljum gera ilmvatnskaupin að meiri og persónulegri fjárfestingu, að þetta sé í raun eins og að kaupa sér listaverk. Það er auðvitað persónulegt hvernig fólk upplifir þetta en við viljum að fólk taki sér tíma í að velja sér ilm,“ segir Lísa um stefnu verslunarinnar. Í versluninni verða svokölluð Artistic perfumes í boði, sem eru gæðailmvötn frá framleiðendum sem eiga það sameiginlegt að telja að ilmvatnsgerð sé listgrein og að ilmvatnsmeistarinn sé listamaður sem á að fá að tjá sig. Þróunin á iðnaðarilmvörum hefur verið að búa til ilm sem fellur sem flestum í geð og eru vörurnar seldar í umhverfi þar sem áreitið er mikið, því er ilmurinn hannaður þannig að hann á að grípa kaupandann strax við fyrstu prufu. Madison er verslun fyrir alla, og þótt vörurnar sem þar fást séu framleiddar af listrænum metnaði og oft í mjög takmörkuðu magni þýðir það ekki að þær séu dýrari en fjöldaframleidd ilmvötn. Í versluninni verða vörur frá fjölmörgum framleiðendum frá öllum heimshornum. Auk ilmvatna verður úrval af snyrtivörum, kremi og öðrum húðvörum sem framleiddar eru samkvæmt sömu hugmyndafræði og ilmvötnin. Þá verður einnig snyrtistofa í versluninni. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira
„Við viljum breyta ilmvatnsmenningunni hér á landi,“ segir Lísa Ólafsdóttir, eigandi Madison Ilmhús, sem opnar nýja verslun í Aðalstræti 9 undir lok vikunnar. Madison Ilmhús er ný ilmvatnsverslun með vörur og merki sem fæst hafa verið til sölu á Íslandi áður. Þar verða engin ilmvötn frá stóru ilmvatnskeðjunum, hvorki á lægri enda skalans líkt og ilmvötn merkt söngkonunum Christinu Aguilera og Britney Spears, eða hærri enda hans líkt og frá tískuhúsunum Prada og Chanel. Einungis verða vörur frá smærri framleiðendum, sem líta ekki á ilmvatnsgerð sem iðnað heldur listgrein og telja að ilmvatnsmeistarinn sé listamaður. „Við viljum gera ilmvatnskaupin að meiri og persónulegri fjárfestingu, að þetta sé í raun eins og að kaupa sér listaverk. Það er auðvitað persónulegt hvernig fólk upplifir þetta en við viljum að fólk taki sér tíma í að velja sér ilm,“ segir Lísa um stefnu verslunarinnar. Í versluninni verða svokölluð Artistic perfumes í boði, sem eru gæðailmvötn frá framleiðendum sem eiga það sameiginlegt að telja að ilmvatnsgerð sé listgrein og að ilmvatnsmeistarinn sé listamaður sem á að fá að tjá sig. Þróunin á iðnaðarilmvörum hefur verið að búa til ilm sem fellur sem flestum í geð og eru vörurnar seldar í umhverfi þar sem áreitið er mikið, því er ilmurinn hannaður þannig að hann á að grípa kaupandann strax við fyrstu prufu. Madison er verslun fyrir alla, og þótt vörurnar sem þar fást séu framleiddar af listrænum metnaði og oft í mjög takmörkuðu magni þýðir það ekki að þær séu dýrari en fjöldaframleidd ilmvötn. Í versluninni verða vörur frá fjölmörgum framleiðendum frá öllum heimshornum. Auk ilmvatna verður úrval af snyrtivörum, kremi og öðrum húðvörum sem framleiddar eru samkvæmt sömu hugmyndafræði og ilmvötnin. Þá verður einnig snyrtistofa í versluninni.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira