Grátt á herrana, vítt fyrir dömurnar Sara McMahon skrifar 17. október 2013 13:00 Grátt vinsælt Fatahönnuðurinn Damir Doma notaði gráa litinn mikið í haustlínu sinni fyrir karla þetta haust. Nordicphotos/getty Grátt fyrir herrana Herrarnir skulu klæðast gráu en dömurnar skósíðum buxum og stórum peysum. Klæðaburður fólks tekur breytingum samhliða árstíðaskiptunum. Í haust og vetur verða nokkrir tískustraumar sérlega áberandi og fór Fréttablaðið yfir nokkra þeirra. Hvað herrana varðar verður grái liturinn í forgrunni í vetur, sem og vínrauðir og dökkbláir litatónar. Bomber-jakkinn svonefndi heldur vinsældum sínum inn í mitt næsta ár. Gönguskór í öllum stærðum og gerðum verða einnig áberandi og sé tekið mið af tískusýningum stóru tískuhúsanna má nota þann fótabúnað hvort heldur við jakkaföt eða gallabuxur.Vítt og þægilegt Hólkvíðar og skósíðar buxur verða áberandi í dömutískunni í haust og vetur. Þessar buxur eru þó úr vorlínu Yang Li 2014.Nordicphotos/gettyVítt fyrir dömurnar Þegar kemur að dömutískunni eru skósíðar og hólkvíðar dragtarbuxur sérlega vinsælar, bæði til hversdagsbrúks og sem spariklæðnaður. Dökkblár litur, eða „navy“ eins og hann kallast á ensku, verður sömuleiðis áberandi í vetur. Sá litur gæti hentað þeim sem kjósa helst svartar flíkur því dökkblá flík mun lífga upp á heildarútlitið án þess að draga að sér of mikla athygli. Stórar peysur, og þá sérstaklega kragapeysur, sáust einnig víða á tískupöllunum fyrir veturinn. Slíkar peysur koma sér sannarlega vel á köldum, íslenskum vetrardögum. Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Grátt fyrir herrana Herrarnir skulu klæðast gráu en dömurnar skósíðum buxum og stórum peysum. Klæðaburður fólks tekur breytingum samhliða árstíðaskiptunum. Í haust og vetur verða nokkrir tískustraumar sérlega áberandi og fór Fréttablaðið yfir nokkra þeirra. Hvað herrana varðar verður grái liturinn í forgrunni í vetur, sem og vínrauðir og dökkbláir litatónar. Bomber-jakkinn svonefndi heldur vinsældum sínum inn í mitt næsta ár. Gönguskór í öllum stærðum og gerðum verða einnig áberandi og sé tekið mið af tískusýningum stóru tískuhúsanna má nota þann fótabúnað hvort heldur við jakkaföt eða gallabuxur.Vítt og þægilegt Hólkvíðar og skósíðar buxur verða áberandi í dömutískunni í haust og vetur. Þessar buxur eru þó úr vorlínu Yang Li 2014.Nordicphotos/gettyVítt fyrir dömurnar Þegar kemur að dömutískunni eru skósíðar og hólkvíðar dragtarbuxur sérlega vinsælar, bæði til hversdagsbrúks og sem spariklæðnaður. Dökkblár litur, eða „navy“ eins og hann kallast á ensku, verður sömuleiðis áberandi í vetur. Sá litur gæti hentað þeim sem kjósa helst svartar flíkur því dökkblá flík mun lífga upp á heildarútlitið án þess að draga að sér of mikla athygli. Stórar peysur, og þá sérstaklega kragapeysur, sáust einnig víða á tískupöllunum fyrir veturinn. Slíkar peysur koma sér sannarlega vel á köldum, íslenskum vetrardögum.
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira