Mikilvægt að efla Rannsóknasjóð Háskólakennarar skrifar 25. september 2013 06:00 Mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi er Rannsóknasjóður. Hann úthlutar fjármagni til vísindarannsókna samkvæmt vönduðu alþjóðlegu mati á gæðum verkefna. Þannig er tryggt að bestu vísindaverkefnin eru fjármögnuð hverju sinni og öflugustu rannsóknarhóparnir geti sinnt verkefnum sínum. Um mikilvægi þessa sjóðs þarf vart að fjölyrða, enda hefur ríkt mikil pólitísk sátt um starfsemi hans í fjölda ára. Í stefnu flestra stjórnmálaflokka er talað um að auka hlutfall samkeppnissjóða við fjármögnun vísinda á Íslandi. Eftir mjög erfiða tíma í kjölfar efnahagshruns tókst loks á þessu ári að tryggja aukna fjármögnun til Rannsóknasjóðs með svokallaðri Fjárfestingaráætlun en hún bætti 550 milljónum við þær u.þ.b. 800 milljónir sem áður voru í sjóðnum. Sú ráðstöfun kom honum í sambærilega stöðu og hann var í fyrir hrun.Hópar vísindamanna í hættu Við núverandi fjárlagagerð er mikil hætta á að þessi mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi verði ekki fjármagnaður eins og áætlað var þar sem tekjustofnar Fjárfestingaráætlunar eru ekki lengur fyrir hendi. Ef vexti sjóðsins verður snúið við er líklegt að engir nýir styrkir verði veittir til vísindarannsókna á Íslandi árið 2014 og jafnvel árið 2015. Þetta skýrist af því að úthlutanir ársins 2013 leiða til skuldbindinga tvö til þrjú ár fram í tímann og ljóst að fasta framlagið dugar tæplega fyrir þeim. Ef engir nýir styrkir fást til rannsókna eru rannsóknarhópar fjölda vísindamanna í hættu. Slíkt ástand mun bitna sérstaklega á ungum vísindamönnum sem eru að hasla sér völl við rannsóknir. Þessi hópur getur ekki beðið í eitt eða tvö ár eftir að sjóðurinn rétti úr kútnum. Ekki er ljóst hvað gerist ef engir nýir styrkir eru veittir á næstu árum enda hefur sú staða ekki komið upp áður.Stórjuku framlög Bandarísk samtök leiðtoga í viðskiptum og menntun (Committee for Economic Development) hafa komist að þeirri niðurstöðu að 50% af hagvexti Bandaríkjanna eftir seinna stríð megi rekja beint til grunnrannsókna sem að stærstum hluta eru fjármagnaðar af opinberum rannsóknasjóðum. Í efnahagsþrengingum sínum fyrir tveimur áratugum ákváðu Finnar að stórauka áherslu sína á grunnrannsóknir og völdu þá leið að nota samkeppnissjóði til að ná markmiðum sínum um aukin gæði grunnvísinda og aukna nýsköpunarstarfsemi. Þeir útbjuggu því samkeppnissjóði um alla rannsóknatengda starfsemi háskóla og stofnana og stórjuku framlög til sjóðanna. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa enda eru Finnar meðal fremstu þjóða Evrópu á þessu sviði (sjá t.d. European Innovation Scoreboard). Eftir efnahagsþrengingar á Íslandi hefur verið rætt um mikilvægi þess að efla nýsköpunarstarf. Rannsóknatengd nýsköpun er afar mikilvæg enda getur hún leitt til mikillar verðmætasköpunar í formi verðmætra afurða, atvinnu fyrir vel menntað starfsfólk og aukinna skatttekna fyrir hið opinbera. Íslensk dæmi um slíka nýsköpun eru vel þekkt. Á Íslandi hafa samkeppnissjóðirnir alltaf verið lítið hlutfall af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi eða um 15%. Á Norðurlöndunum eru samkeppnissjóðirnir hins vegar 30-50% af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi. Stefna Vísinda- og tækniráðs hefur verið að breyta þessu. Mikilvægt er að láta ekki tímabundna efnahagsörðugleika koma í veg fyrir vöxt í framtíðinni. Við hvetjum Alþingi til að snúa ekki af þeirri braut að treysta grunnrannsóknir í samfélaginu. Efling Rannsóknasjóðs mun skila sér margfaldlega á öllum sviðum mannlífs á Íslandi. Anna Ingólfsdóttir, prófessor, HR Ástríður Pálsdóttir, sérfræðingur, Keldum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, HÍ Eiríkur Steingrímsson, prófessor, HÍ Hafliði Pétur Gíslason, prófessor, HÍ Höskuldur Þráinsson, prófessor, HÍ Jórunn Eyfjörð, prófessor, HÍ Karl Ægir Karlsson, dósent, HR Luca Aceto, prófessor, HR Magnús Karl Magnússon, prófessor, HÍ Oddur Vilhelmsson, dósent, HA Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor, HÍ Unnur Valdimarsdóttir, prófessor, HÍ Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor, HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi er Rannsóknasjóður. Hann úthlutar fjármagni til vísindarannsókna samkvæmt vönduðu alþjóðlegu mati á gæðum verkefna. Þannig er tryggt að bestu vísindaverkefnin eru fjármögnuð hverju sinni og öflugustu rannsóknarhóparnir geti sinnt verkefnum sínum. Um mikilvægi þessa sjóðs þarf vart að fjölyrða, enda hefur ríkt mikil pólitísk sátt um starfsemi hans í fjölda ára. Í stefnu flestra stjórnmálaflokka er talað um að auka hlutfall samkeppnissjóða við fjármögnun vísinda á Íslandi. Eftir mjög erfiða tíma í kjölfar efnahagshruns tókst loks á þessu ári að tryggja aukna fjármögnun til Rannsóknasjóðs með svokallaðri Fjárfestingaráætlun en hún bætti 550 milljónum við þær u.þ.b. 800 milljónir sem áður voru í sjóðnum. Sú ráðstöfun kom honum í sambærilega stöðu og hann var í fyrir hrun.Hópar vísindamanna í hættu Við núverandi fjárlagagerð er mikil hætta á að þessi mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi verði ekki fjármagnaður eins og áætlað var þar sem tekjustofnar Fjárfestingaráætlunar eru ekki lengur fyrir hendi. Ef vexti sjóðsins verður snúið við er líklegt að engir nýir styrkir verði veittir til vísindarannsókna á Íslandi árið 2014 og jafnvel árið 2015. Þetta skýrist af því að úthlutanir ársins 2013 leiða til skuldbindinga tvö til þrjú ár fram í tímann og ljóst að fasta framlagið dugar tæplega fyrir þeim. Ef engir nýir styrkir fást til rannsókna eru rannsóknarhópar fjölda vísindamanna í hættu. Slíkt ástand mun bitna sérstaklega á ungum vísindamönnum sem eru að hasla sér völl við rannsóknir. Þessi hópur getur ekki beðið í eitt eða tvö ár eftir að sjóðurinn rétti úr kútnum. Ekki er ljóst hvað gerist ef engir nýir styrkir eru veittir á næstu árum enda hefur sú staða ekki komið upp áður.Stórjuku framlög Bandarísk samtök leiðtoga í viðskiptum og menntun (Committee for Economic Development) hafa komist að þeirri niðurstöðu að 50% af hagvexti Bandaríkjanna eftir seinna stríð megi rekja beint til grunnrannsókna sem að stærstum hluta eru fjármagnaðar af opinberum rannsóknasjóðum. Í efnahagsþrengingum sínum fyrir tveimur áratugum ákváðu Finnar að stórauka áherslu sína á grunnrannsóknir og völdu þá leið að nota samkeppnissjóði til að ná markmiðum sínum um aukin gæði grunnvísinda og aukna nýsköpunarstarfsemi. Þeir útbjuggu því samkeppnissjóði um alla rannsóknatengda starfsemi háskóla og stofnana og stórjuku framlög til sjóðanna. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa enda eru Finnar meðal fremstu þjóða Evrópu á þessu sviði (sjá t.d. European Innovation Scoreboard). Eftir efnahagsþrengingar á Íslandi hefur verið rætt um mikilvægi þess að efla nýsköpunarstarf. Rannsóknatengd nýsköpun er afar mikilvæg enda getur hún leitt til mikillar verðmætasköpunar í formi verðmætra afurða, atvinnu fyrir vel menntað starfsfólk og aukinna skatttekna fyrir hið opinbera. Íslensk dæmi um slíka nýsköpun eru vel þekkt. Á Íslandi hafa samkeppnissjóðirnir alltaf verið lítið hlutfall af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi eða um 15%. Á Norðurlöndunum eru samkeppnissjóðirnir hins vegar 30-50% af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi. Stefna Vísinda- og tækniráðs hefur verið að breyta þessu. Mikilvægt er að láta ekki tímabundna efnahagsörðugleika koma í veg fyrir vöxt í framtíðinni. Við hvetjum Alþingi til að snúa ekki af þeirri braut að treysta grunnrannsóknir í samfélaginu. Efling Rannsóknasjóðs mun skila sér margfaldlega á öllum sviðum mannlífs á Íslandi. Anna Ingólfsdóttir, prófessor, HR Ástríður Pálsdóttir, sérfræðingur, Keldum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, HÍ Eiríkur Steingrímsson, prófessor, HÍ Hafliði Pétur Gíslason, prófessor, HÍ Höskuldur Þráinsson, prófessor, HÍ Jórunn Eyfjörð, prófessor, HÍ Karl Ægir Karlsson, dósent, HR Luca Aceto, prófessor, HR Magnús Karl Magnússon, prófessor, HÍ Oddur Vilhelmsson, dósent, HA Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor, HÍ Unnur Valdimarsdóttir, prófessor, HÍ Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor, HÍ
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun