Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar 1. október 2025 13:02 Viðbúnaður og aðgerðir lögreglu vegna hingaðkomu erlendra mótórhjólasamtaka hafa vakið athygli undanfarið. Hvað vitum við um þessi samtök? Talsvert er til af rannsóknum erlendis en minna hér á landi. Hells Angels, Bandidos, Outlaws og önnur samtök af þessu tagi eiga sér langa sögu í BNA og Evrópu. Hvarvetna sem þau hafa fest rætur hefur slóð afbrota fylgt þeim. Skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Talsmenn þeirra segja aftur á móti að samtökin sjálf stundi ekki afbrot þótt sumir félagsmenn eigi sér brotasögu. Samtökin séu einungis félagsskapur fólks með áhuga á mótórhjólum eða óhefðbundnu lífi, mestmegnis í dag reyndar gamalla karla. Samtök sem einkennast af bræðralagi og eru ekki í virkri brotastarfsemi. Skilgreina sig eigi að síður oft með svokölluðum 1% mótórhjólasamtökum til aðgreiningar frá öðrum löghlýðnum samtökum. Líta á sig sem útlaga, ekki hefðbundna borgara og afbrot hafa óneitanlega oft þrifist í skjóli þeirra. Mikil leynd hvílir yfir innra starfinu. Inntaka lengi háð ýmsum skilyrðum, ekki fyrir hvern sem er að gerast meðlimur í td Hells Angels. Drýgja verður einhverja dáð sem ekki er alltaf lögleg. Karlremba var oft nátengd samtökunum, konur fengu lengi ekki fulla aðild að Hells Angels. Og þú hættir ekki auðveldlega í samtökum af þessu tagi. Í einstaka tilfellum hafa fyrrum félagar einfaldlega verið drepnir. Ógnin fyrir Ísland getur falist í ýmsu. Samtökin verða athvarf fyrir jaðarhópa einkum yngri karla. Aðdráttarafl fyrir ungt fólk sem lent hefur utangarðs. Tækifæri bjóðast á félagsskap og til að brjóta af sér eins og dæmin sanna. Börn hafa td nýlega á Norðurlöndum verið nýtt á vegum meðlima samtaka af þessu tagi til að fremja margvísleg ódæðisverk. Meðlimir samtaka og annarra gengja hafa í þessu samhengi boðið upp á framlengingu á brotaferli ungmenna inn í fullorðinsárin. Ofbeldi, auðgunarbrot, handrukkun og fíkniefnaviðskipti eru allt hluti af iðju meðlima. Peningaþvottur gegnum margvísleg lögleg fyrirtæki er sömuleiðis algengur. Brotastarfsemi er samt ekki yfirlýstur tilgangur samtakanna. Höfuðstöðvar eða aðsetur klúbbanna eru hvergi velkomin í hverfi borga eða svæða. Talin svartur blettur, fasteignaverð lækkar og öryggi borgaranna minnkar. Og þar sem mörg samtök af þessu tagi þrífast hafa iðulega komið upp átök um yfirráðasvæði þar sem venjulegir borgarar lenda á milli eins og nýlega gerðist í Danmörku. Þessi samtök eru hvergi aufúsugestir. Staðan á Íslandi Lögreglunni á Íslandi hefur hingað til að mestu tekist að koma í veg fyrir samtök af þessu tagi. Hefur haft vakandi auga í mörg ár með hingaðkomu meðlima gengja erlendis frá og vísað mörgum þeirra frá. Stundum hafa erlendir lögfræðingar samtakanna, td frá Noregi sem sýnir fjárhagslegan styrk þeirra, komið til að verja rétt sinn til að heimsækja Ísland, bent á ferða- og fundafrelsi, en yfirleitt hafnað. Einhverjir Íslendingar hafa náð því að verða „prospects“ þrepið á undan fullri aðild en óvíst hversu margir hafa náð fullri aðild. Áhugi á að tengjast hópum af þessu tagi virðist vera fyrir hendi á Íslandi og ef til vill eru einhverjir þegar komnir inn. Þykir flott í ákveðnum kreðsum. Óttablandin virðing borin fyrir meðlimum, í áberandi glitrandi leðurklæðnaði, skreyttir alls kyns táknrænum merkjum. Alþjóðleg samtök með langa sögu, félagsmönnum stundum hjálpað í vanda, eiga til að gefa fé í góðgerðaskyni. Hugsanlega er meiri áhugi hér á landi núna fyrir að tengjast samtökum af þessu tagi sem skýrir meiri þunga hjá lögreglunni og aukinn viðbúnað að koma í veg fyrir þau. Mikilvægt fyrir yfirvöld að vera á varðbergi og ekki slá slöku við. Hvernig á að bregðast við? Í Danmörku hafa refsingar við brotum sem tengjast gengjum og útlaga mótórhjólasamtökum nýlega verið hertar, fela í sér jafnvel tvöfalt þyngri refsingar en ella. Svíar eru með sambærileg áform í undirbúningi. Það er ein möguleg leið til að sporna við hópunum sem hægt er að grípa til, þyngja viðurlög þar sem gengi koma við sögu. Réttarvörslukerfið er eigi að síður ekki eina aflið í samfélaginu sem þarf að vera vakandi. Draga þarf úr aðdráttarafli samtaka af þessu tagi einkum meðal þeirra sem e-a hluta vegna standa höllum fæti. Fyrir þorra fólks eru gengi og alþjóðleg mótórhjólasamtök hvorki spennandi né eftirsóknarverð, en fyrir suma virðist þetta samt vera kúl. Við þurfum að draga úr ljóma sem svona samtök kunna að hafa. Og byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í, forvarnir og stuðningur við jaðarsetta hópa er mikilvægur. Leitast við að skapa raunhæfar leiðir út hjá þeim sem þegar hafa ratað í félagsskap af þessu tagi. Svíar til að mynda eru með markvisst starf í þessum tilgangi í hverfum þar sem gengi og 1% mótórhjólasamtök eru áberandi. Höfundur er prófessor í félagsfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Viðbúnaður og aðgerðir lögreglu vegna hingaðkomu erlendra mótórhjólasamtaka hafa vakið athygli undanfarið. Hvað vitum við um þessi samtök? Talsvert er til af rannsóknum erlendis en minna hér á landi. Hells Angels, Bandidos, Outlaws og önnur samtök af þessu tagi eiga sér langa sögu í BNA og Evrópu. Hvarvetna sem þau hafa fest rætur hefur slóð afbrota fylgt þeim. Skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Talsmenn þeirra segja aftur á móti að samtökin sjálf stundi ekki afbrot þótt sumir félagsmenn eigi sér brotasögu. Samtökin séu einungis félagsskapur fólks með áhuga á mótórhjólum eða óhefðbundnu lífi, mestmegnis í dag reyndar gamalla karla. Samtök sem einkennast af bræðralagi og eru ekki í virkri brotastarfsemi. Skilgreina sig eigi að síður oft með svokölluðum 1% mótórhjólasamtökum til aðgreiningar frá öðrum löghlýðnum samtökum. Líta á sig sem útlaga, ekki hefðbundna borgara og afbrot hafa óneitanlega oft þrifist í skjóli þeirra. Mikil leynd hvílir yfir innra starfinu. Inntaka lengi háð ýmsum skilyrðum, ekki fyrir hvern sem er að gerast meðlimur í td Hells Angels. Drýgja verður einhverja dáð sem ekki er alltaf lögleg. Karlremba var oft nátengd samtökunum, konur fengu lengi ekki fulla aðild að Hells Angels. Og þú hættir ekki auðveldlega í samtökum af þessu tagi. Í einstaka tilfellum hafa fyrrum félagar einfaldlega verið drepnir. Ógnin fyrir Ísland getur falist í ýmsu. Samtökin verða athvarf fyrir jaðarhópa einkum yngri karla. Aðdráttarafl fyrir ungt fólk sem lent hefur utangarðs. Tækifæri bjóðast á félagsskap og til að brjóta af sér eins og dæmin sanna. Börn hafa td nýlega á Norðurlöndum verið nýtt á vegum meðlima samtaka af þessu tagi til að fremja margvísleg ódæðisverk. Meðlimir samtaka og annarra gengja hafa í þessu samhengi boðið upp á framlengingu á brotaferli ungmenna inn í fullorðinsárin. Ofbeldi, auðgunarbrot, handrukkun og fíkniefnaviðskipti eru allt hluti af iðju meðlima. Peningaþvottur gegnum margvísleg lögleg fyrirtæki er sömuleiðis algengur. Brotastarfsemi er samt ekki yfirlýstur tilgangur samtakanna. Höfuðstöðvar eða aðsetur klúbbanna eru hvergi velkomin í hverfi borga eða svæða. Talin svartur blettur, fasteignaverð lækkar og öryggi borgaranna minnkar. Og þar sem mörg samtök af þessu tagi þrífast hafa iðulega komið upp átök um yfirráðasvæði þar sem venjulegir borgarar lenda á milli eins og nýlega gerðist í Danmörku. Þessi samtök eru hvergi aufúsugestir. Staðan á Íslandi Lögreglunni á Íslandi hefur hingað til að mestu tekist að koma í veg fyrir samtök af þessu tagi. Hefur haft vakandi auga í mörg ár með hingaðkomu meðlima gengja erlendis frá og vísað mörgum þeirra frá. Stundum hafa erlendir lögfræðingar samtakanna, td frá Noregi sem sýnir fjárhagslegan styrk þeirra, komið til að verja rétt sinn til að heimsækja Ísland, bent á ferða- og fundafrelsi, en yfirleitt hafnað. Einhverjir Íslendingar hafa náð því að verða „prospects“ þrepið á undan fullri aðild en óvíst hversu margir hafa náð fullri aðild. Áhugi á að tengjast hópum af þessu tagi virðist vera fyrir hendi á Íslandi og ef til vill eru einhverjir þegar komnir inn. Þykir flott í ákveðnum kreðsum. Óttablandin virðing borin fyrir meðlimum, í áberandi glitrandi leðurklæðnaði, skreyttir alls kyns táknrænum merkjum. Alþjóðleg samtök með langa sögu, félagsmönnum stundum hjálpað í vanda, eiga til að gefa fé í góðgerðaskyni. Hugsanlega er meiri áhugi hér á landi núna fyrir að tengjast samtökum af þessu tagi sem skýrir meiri þunga hjá lögreglunni og aukinn viðbúnað að koma í veg fyrir þau. Mikilvægt fyrir yfirvöld að vera á varðbergi og ekki slá slöku við. Hvernig á að bregðast við? Í Danmörku hafa refsingar við brotum sem tengjast gengjum og útlaga mótórhjólasamtökum nýlega verið hertar, fela í sér jafnvel tvöfalt þyngri refsingar en ella. Svíar eru með sambærileg áform í undirbúningi. Það er ein möguleg leið til að sporna við hópunum sem hægt er að grípa til, þyngja viðurlög þar sem gengi koma við sögu. Réttarvörslukerfið er eigi að síður ekki eina aflið í samfélaginu sem þarf að vera vakandi. Draga þarf úr aðdráttarafli samtaka af þessu tagi einkum meðal þeirra sem e-a hluta vegna standa höllum fæti. Fyrir þorra fólks eru gengi og alþjóðleg mótórhjólasamtök hvorki spennandi né eftirsóknarverð, en fyrir suma virðist þetta samt vera kúl. Við þurfum að draga úr ljóma sem svona samtök kunna að hafa. Og byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í, forvarnir og stuðningur við jaðarsetta hópa er mikilvægur. Leitast við að skapa raunhæfar leiðir út hjá þeim sem þegar hafa ratað í félagsskap af þessu tagi. Svíar til að mynda eru með markvisst starf í þessum tilgangi í hverfum þar sem gengi og 1% mótórhjólasamtök eru áberandi. Höfundur er prófessor í félagsfræði við HÍ.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar