Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir og Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifa 2. október 2025 14:02 Íslenskt þjóðfélag stendur nú á krossgötum með ómetanleg tækifæri í höndunum. Samt eru þau lítt rædd og fáir gera sér grein fyrir þeim. Undanfarna áratugi hafa orðið framfarir í líf- og heilbrigðisvísindum sem okkur hefði ekki órað fyrir á síðustu öld, framfarir sem gætu gerbreytt nálgun okkar á meðhöndlun sjúkdóma. Framlag íslensku þjóðarinnar til þessara framfara hefur verið mikið vegna þeirra erfða- og faraldsfræðirannsókna sem hafa verið gerðar hér með þátttöku þjóðarinnar og hafa varpað ljósi á eðli ýmissa sjúkdóma. Samfara því að þekkingu okkar á erfðafræði hefur fleygt fram hefur orðið bylting á öðrum sviðum lífvísinda sem veldur því að unnt verður að nota erfða- og faraldsfræðilegar upplýsingar á mun nákvæmari og fullkomnari hátt en áður. Sem dæmi má nefna er að stofnfrumutæknin hefur gert okkur kleift að að búa til smásæ þrívíddarlíkön af líffærum manna í tilraunaglösum til þess að rannsaka heilbrigð líffæri og sjúk án inngrips í vefi einstaklinga, bæði til að skilja tilurð sjúkdóma og prófa á þeim lyf til meðferðar. Tækni til erfðabreytinga hefur svo gert okkur kleift að líkja eftir sjúkdómsvaldandi stökkbreytingum í örlíffærum og kanna áhrif þeirra beint án inngrips. Gjörbylting í greiningum á DNA olli því ekki einungis að unnt væri að raðgreina erfðamengi stórs hluta íslensku þjóðarinnar, heldur halda þær áfram að auka skilning á áhrifum erfðabreytileika á þróun og framvindu sjúkdóma. Í dag er íslenska þjóðin líklega sú mest rannsakaða í erfðafræðilegum skilningi á heimsvísu og innsýn okkar í erfðafræðilegar orsakir sjúkdóma er einstök. Einnig búum við yfir miklu af faraldsfræðilegum upplýsingum um þjóðina vegna öflugra faraldsfræðilegra rannsókna og þátttöku landsmanna í þeim sem á sér engan líka í heiminum. Við höfum einnig yfir að búa einstakri krabbameinsskrá sem hefur verið haldin hér lengur en í flestum öðrum löndum. Saman mynda þessar skrár og rannsóknir heild sem skapar tækifæri í heilbrigðisvísindum og sjúkdómsmeðferðum sem fæstar þjóðir hafa. Á sama tíma stendur heimurinn á barmi byltingar sem felst í því að nýta þekkingu og tækniframfarir til þess að sníða sjúkdómsmeðferðir á einstaklingsbundinn hátt og auka þannig árangur læknismeðferða. Þessar meðferðir eru oft kallaðar sniðlækningar (e. personalized medicine) vegna þess að þær eru sniðnar að hverjum einstaklingi fyrir sig. Vegna þess hversu vel skilgreind íslensk þjóð er erfða- og faraldsfræðilega og hversu góð sjúkragögn við höfum á hér, þá horfir heimurinn til Íslands og bíður eftir því að við ríðum á vaðið og byrjum að beita sniðlækningum á kerfisbundinn hátt. Einnig er horft til þess hversu sterkur líftækniiðnaðurinn er hér á landi, en á fáum stöðum í heiminum vinna jafnmargir í líftækni miðað við höfðatölu og hér, og þá sérstaklega við þróun og framleiðslu líftæknilyfja, sem hafa mörg hver þá eiginleika að þau er hægt að aðlaga sérstaklega að sniðlækningum. Líftæknilyf hafa nú þegar gerbylt meðferðum við sjúkdómum eins og krabbameinum og sjálfsofnæmissjúkdómum, svo eitthvað sé nefnt, og notkun við sniðlækningar býður upp á enn fleiri möguleika. Í raun ættu því hvergi að vera betri aðstæður en á Íslandi til þess að hefja kerfisbundna nálgun á nýtingu einstaklingsmiðaðra meðferða í heilbrigðisþjónustu. Verðmætin sem slík bylting myndi skapa fyrir þjóðina og heiminn yrðu ekki einungis í formi bættrar heilsu, líðunar og lifunar þeirra sem veikjast, heldur yrðu þau áþreifanleg í þeim mannauði sem skapast í samfélaginu. Við myndum laða til okkar besta heilbrigðisstarfsfólk sem völ er á og verðmætasköpun í atvinnulífinu myndi stóraukast með fleiri störfum í heilbrigðis- og líftækni. En er þetta raunhæfur metnaður fyrir hönd þjóðarinnar varðandi afkomu og lífsgæði okkar allra? Munu næstu árgangar sem útskrifast úr háskólum taka þátt í samfélagi framtíðar og velmegunar sem á sér enga hliðstæðu í Íslandssögunni? Okkur langar til að segja já, en þó þarf að staldra við. Þessar framfarir verða ekki sjálfkrafa og til að úr þeim geti orðið þarf sterka framtíðarsýn stjórnvalda sem þora að taka skrefið og treysta stoðir heilbrigðisvísinda á Íslandi. Það er nefnilega staðreynd að þessi sýn verður ekki að veruleika nema með fjármögnun íslenskra líf- og heilbrigðisvísinda, allt frá grunnrannsóknum yfir í rannsóknir sem miða að því að koma þekkingu grunnrannsókna í klíníska notkun. Það hugvit og mannauður sem verður að vera til staðar byggir allt á þeirri þjálfun sem ungt vísindafólk fær í gegnum nám og störf við rannsóknir. Eftir að grunnámi lýkur í líf- og heilbrigðisvísindum taka við námsstig sem byggja á sífellt sérhæfðari og einstaklingsmiðaðri þjálfun sem oft nýtir sér allar þær framfarir lífvísinda sem ofan eru taldar. Sem dæmi má nefna er að við Lífvísindasetur HÍ stunda ungir vísindamenn rannsóknir með erfðabreytingum örlíffæra úr sjúklingum og stofnfrumum, greina þau með nýjustu raðgreiningartækni og greina út frá þekktum erfðabreytileikum. Þetta er að mestu leyti gert í krafti fjármögnunar úr íslenskum samkeppnissjóðum á vegum hins opinbera, eins og Innviðasjóðs sem fjármagnar þann tækjabúnað sem þarf til rannsókna og Rannsóknasjóðs sem fjármagnar laun ungra vísindamanna og þann efnivið sem þau nota. Þegar þjálfun lýkur er vísindafólk með dýrmæta reynslu í farteskinu sem nýtist ekki einungis til rannsókna í framtíðinni heldur gerir þau sérstaklega dýrmætan starfskraft fyrir líftæknifyrirtæki á Íslandi sem og fyrir nýsköpun í læknismeðferðum sem krefjast þverfræðilegrar nálgunar sniðlækninga. Ef ekki eru stundaðar hérna öflugar grunnrannsóknir munum við ekki geta mætt þeirri kröfu sem heilbrigðiskerfi næstu kynslóðar gerir kröfu um, hvað þá áskorun alþjóðasamfélagsins að láta á kerfisbundna beitingu sniðlækninga reyna. Því miður er fátt sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn skilji hvað þarf til að raungera þessa sýn á Ísland sem land líftækni og fullkominna einstaklingsmiðaðra meðferða, hvað þá að við gætum verið í fararbroddi þeirrar byltingar. Hér er því bráð hætta á að tækifærin séu að renna okkur úr greipum. Fyrstu merki þess að núverandi ríkisstjórn ætli sér ekki háleit markmið hvað varðar atvinnu- og nýsköpun í heilbrigðis- og líftæknimálum er fjármögnun samkeppnissjóða á næstu fjárlögum. Við blasir krísa í Rannsóknasjóði þar sem í janúar mun einungis 10% umsækjenda um styrk hljóta brautargengi. Þetta er lægsta árangurshlutfall frá upphafi og mun verðmæti nýveitinga verða lægra en það sem gerðist á árunum eftir fjármálahrun. Í stað þess að auka hæfni okkar til þess að leiða þá byltingu sem fram undan er, hefur ríkisstjórnin ákveðið að halda til streitu hörgulstefnu síðustu ríkisstjórnar í vísindamálum og halda áfram samdrætti á sviðinu, þrátt fyrir yfirlýstan vilja um að auka verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi. En einmitt vegna þeirra yfirlýsinga höfum við trú á því að ríkisstjórnin muni átta sig á þeim mistökum sem nú eru í uppsiglingu og hversu alvarlegar afleiðingar þau munu hafa, ekki einungis fyrir vísindastarf á landinu, heldur einnig fyrir framfarir í heilbrigðiskerfinu og verðmætasköpun íslensks atvinnulífs. Erna Magnúsdóttir er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs Stefán Þórarinn Sigurðsson er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt þjóðfélag stendur nú á krossgötum með ómetanleg tækifæri í höndunum. Samt eru þau lítt rædd og fáir gera sér grein fyrir þeim. Undanfarna áratugi hafa orðið framfarir í líf- og heilbrigðisvísindum sem okkur hefði ekki órað fyrir á síðustu öld, framfarir sem gætu gerbreytt nálgun okkar á meðhöndlun sjúkdóma. Framlag íslensku þjóðarinnar til þessara framfara hefur verið mikið vegna þeirra erfða- og faraldsfræðirannsókna sem hafa verið gerðar hér með þátttöku þjóðarinnar og hafa varpað ljósi á eðli ýmissa sjúkdóma. Samfara því að þekkingu okkar á erfðafræði hefur fleygt fram hefur orðið bylting á öðrum sviðum lífvísinda sem veldur því að unnt verður að nota erfða- og faraldsfræðilegar upplýsingar á mun nákvæmari og fullkomnari hátt en áður. Sem dæmi má nefna er að stofnfrumutæknin hefur gert okkur kleift að að búa til smásæ þrívíddarlíkön af líffærum manna í tilraunaglösum til þess að rannsaka heilbrigð líffæri og sjúk án inngrips í vefi einstaklinga, bæði til að skilja tilurð sjúkdóma og prófa á þeim lyf til meðferðar. Tækni til erfðabreytinga hefur svo gert okkur kleift að líkja eftir sjúkdómsvaldandi stökkbreytingum í örlíffærum og kanna áhrif þeirra beint án inngrips. Gjörbylting í greiningum á DNA olli því ekki einungis að unnt væri að raðgreina erfðamengi stórs hluta íslensku þjóðarinnar, heldur halda þær áfram að auka skilning á áhrifum erfðabreytileika á þróun og framvindu sjúkdóma. Í dag er íslenska þjóðin líklega sú mest rannsakaða í erfðafræðilegum skilningi á heimsvísu og innsýn okkar í erfðafræðilegar orsakir sjúkdóma er einstök. Einnig búum við yfir miklu af faraldsfræðilegum upplýsingum um þjóðina vegna öflugra faraldsfræðilegra rannsókna og þátttöku landsmanna í þeim sem á sér engan líka í heiminum. Við höfum einnig yfir að búa einstakri krabbameinsskrá sem hefur verið haldin hér lengur en í flestum öðrum löndum. Saman mynda þessar skrár og rannsóknir heild sem skapar tækifæri í heilbrigðisvísindum og sjúkdómsmeðferðum sem fæstar þjóðir hafa. Á sama tíma stendur heimurinn á barmi byltingar sem felst í því að nýta þekkingu og tækniframfarir til þess að sníða sjúkdómsmeðferðir á einstaklingsbundinn hátt og auka þannig árangur læknismeðferða. Þessar meðferðir eru oft kallaðar sniðlækningar (e. personalized medicine) vegna þess að þær eru sniðnar að hverjum einstaklingi fyrir sig. Vegna þess hversu vel skilgreind íslensk þjóð er erfða- og faraldsfræðilega og hversu góð sjúkragögn við höfum á hér, þá horfir heimurinn til Íslands og bíður eftir því að við ríðum á vaðið og byrjum að beita sniðlækningum á kerfisbundinn hátt. Einnig er horft til þess hversu sterkur líftækniiðnaðurinn er hér á landi, en á fáum stöðum í heiminum vinna jafnmargir í líftækni miðað við höfðatölu og hér, og þá sérstaklega við þróun og framleiðslu líftæknilyfja, sem hafa mörg hver þá eiginleika að þau er hægt að aðlaga sérstaklega að sniðlækningum. Líftæknilyf hafa nú þegar gerbylt meðferðum við sjúkdómum eins og krabbameinum og sjálfsofnæmissjúkdómum, svo eitthvað sé nefnt, og notkun við sniðlækningar býður upp á enn fleiri möguleika. Í raun ættu því hvergi að vera betri aðstæður en á Íslandi til þess að hefja kerfisbundna nálgun á nýtingu einstaklingsmiðaðra meðferða í heilbrigðisþjónustu. Verðmætin sem slík bylting myndi skapa fyrir þjóðina og heiminn yrðu ekki einungis í formi bættrar heilsu, líðunar og lifunar þeirra sem veikjast, heldur yrðu þau áþreifanleg í þeim mannauði sem skapast í samfélaginu. Við myndum laða til okkar besta heilbrigðisstarfsfólk sem völ er á og verðmætasköpun í atvinnulífinu myndi stóraukast með fleiri störfum í heilbrigðis- og líftækni. En er þetta raunhæfur metnaður fyrir hönd þjóðarinnar varðandi afkomu og lífsgæði okkar allra? Munu næstu árgangar sem útskrifast úr háskólum taka þátt í samfélagi framtíðar og velmegunar sem á sér enga hliðstæðu í Íslandssögunni? Okkur langar til að segja já, en þó þarf að staldra við. Þessar framfarir verða ekki sjálfkrafa og til að úr þeim geti orðið þarf sterka framtíðarsýn stjórnvalda sem þora að taka skrefið og treysta stoðir heilbrigðisvísinda á Íslandi. Það er nefnilega staðreynd að þessi sýn verður ekki að veruleika nema með fjármögnun íslenskra líf- og heilbrigðisvísinda, allt frá grunnrannsóknum yfir í rannsóknir sem miða að því að koma þekkingu grunnrannsókna í klíníska notkun. Það hugvit og mannauður sem verður að vera til staðar byggir allt á þeirri þjálfun sem ungt vísindafólk fær í gegnum nám og störf við rannsóknir. Eftir að grunnámi lýkur í líf- og heilbrigðisvísindum taka við námsstig sem byggja á sífellt sérhæfðari og einstaklingsmiðaðri þjálfun sem oft nýtir sér allar þær framfarir lífvísinda sem ofan eru taldar. Sem dæmi má nefna er að við Lífvísindasetur HÍ stunda ungir vísindamenn rannsóknir með erfðabreytingum örlíffæra úr sjúklingum og stofnfrumum, greina þau með nýjustu raðgreiningartækni og greina út frá þekktum erfðabreytileikum. Þetta er að mestu leyti gert í krafti fjármögnunar úr íslenskum samkeppnissjóðum á vegum hins opinbera, eins og Innviðasjóðs sem fjármagnar þann tækjabúnað sem þarf til rannsókna og Rannsóknasjóðs sem fjármagnar laun ungra vísindamanna og þann efnivið sem þau nota. Þegar þjálfun lýkur er vísindafólk með dýrmæta reynslu í farteskinu sem nýtist ekki einungis til rannsókna í framtíðinni heldur gerir þau sérstaklega dýrmætan starfskraft fyrir líftæknifyrirtæki á Íslandi sem og fyrir nýsköpun í læknismeðferðum sem krefjast þverfræðilegrar nálgunar sniðlækninga. Ef ekki eru stundaðar hérna öflugar grunnrannsóknir munum við ekki geta mætt þeirri kröfu sem heilbrigðiskerfi næstu kynslóðar gerir kröfu um, hvað þá áskorun alþjóðasamfélagsins að láta á kerfisbundna beitingu sniðlækninga reyna. Því miður er fátt sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn skilji hvað þarf til að raungera þessa sýn á Ísland sem land líftækni og fullkominna einstaklingsmiðaðra meðferða, hvað þá að við gætum verið í fararbroddi þeirrar byltingar. Hér er því bráð hætta á að tækifærin séu að renna okkur úr greipum. Fyrstu merki þess að núverandi ríkisstjórn ætli sér ekki háleit markmið hvað varðar atvinnu- og nýsköpun í heilbrigðis- og líftæknimálum er fjármögnun samkeppnissjóða á næstu fjárlögum. Við blasir krísa í Rannsóknasjóði þar sem í janúar mun einungis 10% umsækjenda um styrk hljóta brautargengi. Þetta er lægsta árangurshlutfall frá upphafi og mun verðmæti nýveitinga verða lægra en það sem gerðist á árunum eftir fjármálahrun. Í stað þess að auka hæfni okkar til þess að leiða þá byltingu sem fram undan er, hefur ríkisstjórnin ákveðið að halda til streitu hörgulstefnu síðustu ríkisstjórnar í vísindamálum og halda áfram samdrætti á sviðinu, þrátt fyrir yfirlýstan vilja um að auka verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi. En einmitt vegna þeirra yfirlýsinga höfum við trú á því að ríkisstjórnin muni átta sig á þeim mistökum sem nú eru í uppsiglingu og hversu alvarlegar afleiðingar þau munu hafa, ekki einungis fyrir vísindastarf á landinu, heldur einnig fyrir framfarir í heilbrigðiskerfinu og verðmætasköpun íslensks atvinnulífs. Erna Magnúsdóttir er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs Stefán Þórarinn Sigurðsson er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar