Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar 2. október 2025 13:45 Heilbrigðisráðuneytið og menningar, - nýsköpunar - og háskólaráðuneytið héldu í gær ráðstefnu þar sem fjallað var um hvernig heilsutæknilausnir og nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins geta stuðlað að betri og skilvirkari heilbrigðisþjónustu. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá og ber þar sérstaklega að nefna erindi Markus Lingman sem fjallaði um gagnamiðaða heilbrigðisþjónustu. Lykillinn að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar liggur nefnilega að stórum hluta í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu þar sem árangur, þarfir og rétt nýting heilbrigðisþjónustu er keyrð áfram af gögnum. Miðlæg heilbrigðisgögn mikilvægt framfaraskref Í aðdraganda ráðstefnunnar gaf heilbrigðisráðuneytið út skýrslu um stafræna þróun heilbrigðiskerfisins. Skýrslan tekur saman stöðu stafrænnar þróunar, tækifærin og þröskuldana sem kerfið stendur frammi fyrir. Hún segir okkur nokkuð sem við sem störfum innan heilsutæknigeirans vitum vel. Hér eru sterkir innviðir, framúrskarandi fagfólk og mikill vilji til að nýta tæknina og heilbrigðistengda nýsköpun. Í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að til standi að heilbrigðisgögnum skuli safnað í nýja miðlæga sjúkraskrá. Miðlæg sjúkraskrá mun tryggja að öll heilbrigðisgögn séu aðgengileg á einum stað, á miðlægu sniði, aðskilið frá ólíkum lausnum sem heilbrigðisþjónustan notar í daglegu starfi t.d. við skráningu upplýsinga og samskipti sín á milli. Sú breyting er afar þýðingarmikil fyrir heilbrigðiskerfið í heild, bæði fyrir þau sem veita þjónustuna og þau sem hana þiggja. Þetta gefur öllu vistkerfi heilsutækninnar ný tækifæri til innleiðinga og þróunar á nýsköpun. Tæknin mun tala betur saman og heilbrigðisstarfsfólk fær heildstæðari mynd af heilsufari sjúklinga. Skýrslan er stórt skref í stefnumótun hins opinbera varðandi stafræna heilsutækni og getur haft mótandi áhrif á þá aðila sem þróa hugbúnaðarlausnir innan kerfisins - ef rétt er haldið á spöðunum. Betri upplýsingar um eigin heilsu Samhliða þessu stendur til á næstu árum mikilvæg innleiðing á evrópskum reglum sem tryggja einstaklingum sjálfum aukinn aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum. Með þeim breytingum skapast tækifæri til að setja einstaklinginn í forgrunn. Gögnin munu geta fylgt okkur á öruggan hátt milli heilbrigðisstofnana og yfir landamæri. Þetta gefur okkur aukið sjálfstæði yfir eigin heilsu og bætir heilsulæsi landsmanna. Miðlæg sjúkragögn skipta þarna höfuðmáli og tryggja að allar okkar upplýsingar séu til staðar á stöðluðu formi sem nýtist þeim sem þurfa, hvort sem er innan heilbrigðisþjónustunnar til þess að auka yfirsýn og flæði mikilvægra upplýsinga eða hjá einstaklingnum sjálfum sem hefur þá aðgang að öllum sínum upplýsingum á einum stað. Við erum að færast í átt að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og þróun heilsutækni og hagnýting gagna spilar þar lykilhlutverk. Sú þróun ætti að miða heilbrigðisþjónustuna meira að hverjum og einum en ekki einstaka heilbrigðisstofnunum eða spítölum. Heilsutækni framtíðarinnar verður hönnuð í kringum þarfir sjúklinga og gögnin þurfa að styðja við það. Undirbúningur miðlægrar sjúkraskrár er mikilvægt skref í þá átt. Ráðstefna ráðuneytanna sýndi skýrt að það er sameiginlegur vilji allra; heilbrigðisyfirvalda, heilsutæknifyrirtækja og þjónustuveitenda að róa í sömu átt að hagkvæmari og öruggari heilbrigðisþjónustu. Nú er tækifæri fyrir Ísland að sýna að við getum staðið fremst í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu eins og erlendir fyrirlesarar ráðstefnunnar tóku sérstaklega fram. Vegna smæðar, stuttra boðleika og hugvitsins sem hér býr er litla Ísland í lykilstöðu til að vera ,,test tube” fyrir heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Látum verkin tala. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið og menningar, - nýsköpunar - og háskólaráðuneytið héldu í gær ráðstefnu þar sem fjallað var um hvernig heilsutæknilausnir og nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins geta stuðlað að betri og skilvirkari heilbrigðisþjónustu. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá og ber þar sérstaklega að nefna erindi Markus Lingman sem fjallaði um gagnamiðaða heilbrigðisþjónustu. Lykillinn að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar liggur nefnilega að stórum hluta í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu þar sem árangur, þarfir og rétt nýting heilbrigðisþjónustu er keyrð áfram af gögnum. Miðlæg heilbrigðisgögn mikilvægt framfaraskref Í aðdraganda ráðstefnunnar gaf heilbrigðisráðuneytið út skýrslu um stafræna þróun heilbrigðiskerfisins. Skýrslan tekur saman stöðu stafrænnar þróunar, tækifærin og þröskuldana sem kerfið stendur frammi fyrir. Hún segir okkur nokkuð sem við sem störfum innan heilsutæknigeirans vitum vel. Hér eru sterkir innviðir, framúrskarandi fagfólk og mikill vilji til að nýta tæknina og heilbrigðistengda nýsköpun. Í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að til standi að heilbrigðisgögnum skuli safnað í nýja miðlæga sjúkraskrá. Miðlæg sjúkraskrá mun tryggja að öll heilbrigðisgögn séu aðgengileg á einum stað, á miðlægu sniði, aðskilið frá ólíkum lausnum sem heilbrigðisþjónustan notar í daglegu starfi t.d. við skráningu upplýsinga og samskipti sín á milli. Sú breyting er afar þýðingarmikil fyrir heilbrigðiskerfið í heild, bæði fyrir þau sem veita þjónustuna og þau sem hana þiggja. Þetta gefur öllu vistkerfi heilsutækninnar ný tækifæri til innleiðinga og þróunar á nýsköpun. Tæknin mun tala betur saman og heilbrigðisstarfsfólk fær heildstæðari mynd af heilsufari sjúklinga. Skýrslan er stórt skref í stefnumótun hins opinbera varðandi stafræna heilsutækni og getur haft mótandi áhrif á þá aðila sem þróa hugbúnaðarlausnir innan kerfisins - ef rétt er haldið á spöðunum. Betri upplýsingar um eigin heilsu Samhliða þessu stendur til á næstu árum mikilvæg innleiðing á evrópskum reglum sem tryggja einstaklingum sjálfum aukinn aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum. Með þeim breytingum skapast tækifæri til að setja einstaklinginn í forgrunn. Gögnin munu geta fylgt okkur á öruggan hátt milli heilbrigðisstofnana og yfir landamæri. Þetta gefur okkur aukið sjálfstæði yfir eigin heilsu og bætir heilsulæsi landsmanna. Miðlæg sjúkragögn skipta þarna höfuðmáli og tryggja að allar okkar upplýsingar séu til staðar á stöðluðu formi sem nýtist þeim sem þurfa, hvort sem er innan heilbrigðisþjónustunnar til þess að auka yfirsýn og flæði mikilvægra upplýsinga eða hjá einstaklingnum sjálfum sem hefur þá aðgang að öllum sínum upplýsingum á einum stað. Við erum að færast í átt að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og þróun heilsutækni og hagnýting gagna spilar þar lykilhlutverk. Sú þróun ætti að miða heilbrigðisþjónustuna meira að hverjum og einum en ekki einstaka heilbrigðisstofnunum eða spítölum. Heilsutækni framtíðarinnar verður hönnuð í kringum þarfir sjúklinga og gögnin þurfa að styðja við það. Undirbúningur miðlægrar sjúkraskrár er mikilvægt skref í þá átt. Ráðstefna ráðuneytanna sýndi skýrt að það er sameiginlegur vilji allra; heilbrigðisyfirvalda, heilsutæknifyrirtækja og þjónustuveitenda að róa í sömu átt að hagkvæmari og öruggari heilbrigðisþjónustu. Nú er tækifæri fyrir Ísland að sýna að við getum staðið fremst í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu eins og erlendir fyrirlesarar ráðstefnunnar tóku sérstaklega fram. Vegna smæðar, stuttra boðleika og hugvitsins sem hér býr er litla Ísland í lykilstöðu til að vera ,,test tube” fyrir heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Látum verkin tala. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun