Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar 1. október 2025 15:01 Það hefur lengi verið hefð í sveitarfélögum á Íslandi að styðja íþróttafólk til æfinga og keppni, bæði hér heima og erlendis. Sú hefð hefur skilað miklu t.d. styrkt íþróttalíf, aukið samstöðu og gefið ungu fólki tækifæri til að blómstra. En nú er tími til kominn að stíga næsta skref. Hæfileikar ungs fólks takmarkast ekki við íþróttir. Viðreisn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu í Fræðsluráði um að stofna sérstakan sjóð sem styður framúrskarandi ungmenni í öllum greinum tómstundastarfs. Markmið sjóðsins er að veita fjárhagslegan styrk til ungs fólks með lögheimili í Hafnarfirði sem leggur hart að sér í listum, skapandi greinum, nýsköpun eða öðrum vettvangi - ekki bara í íþróttum. Með slíku framtaki myndum við jafna leikinn. Því miður hafa mörg ungmenni sem hafa náð langt í listum eða öðrum greinum ekki notið sama stuðnings eða viðurkenningar og jafnaldrar þeirra í íþróttum. Með sjóðnum yrði loksins viðurkennt að samfélagið metur jafnt fjölbreytta hæfileika og afreksíþróttir. Samfélagið stendur sterkara þegar við leggjum rækt við ólíkar leiðir til tjáningar og sköpunar. Börn og ungmenni sem fá hvatningu og raunveruleg tækifæri, óháð því hvort þau velja sér sviðsljós leiklistarinnar, strengina í hljóðfærum eða knattspyrnuvöllinn, eru líklegri til að fylgja draumum sínum, efla sjálfstraust sitt og gefa samfélaginu afrakstur sem við öll njótum. Þetta er ekki spurning um annaðhvort íþróttir eða listir. Þetta er spurning um jafnræði. Við eigum að standa saman í því að styðja öll ungmenni og gefa þeim byr undir báða vængi. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og situr í Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið hefð í sveitarfélögum á Íslandi að styðja íþróttafólk til æfinga og keppni, bæði hér heima og erlendis. Sú hefð hefur skilað miklu t.d. styrkt íþróttalíf, aukið samstöðu og gefið ungu fólki tækifæri til að blómstra. En nú er tími til kominn að stíga næsta skref. Hæfileikar ungs fólks takmarkast ekki við íþróttir. Viðreisn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu í Fræðsluráði um að stofna sérstakan sjóð sem styður framúrskarandi ungmenni í öllum greinum tómstundastarfs. Markmið sjóðsins er að veita fjárhagslegan styrk til ungs fólks með lögheimili í Hafnarfirði sem leggur hart að sér í listum, skapandi greinum, nýsköpun eða öðrum vettvangi - ekki bara í íþróttum. Með slíku framtaki myndum við jafna leikinn. Því miður hafa mörg ungmenni sem hafa náð langt í listum eða öðrum greinum ekki notið sama stuðnings eða viðurkenningar og jafnaldrar þeirra í íþróttum. Með sjóðnum yrði loksins viðurkennt að samfélagið metur jafnt fjölbreytta hæfileika og afreksíþróttir. Samfélagið stendur sterkara þegar við leggjum rækt við ólíkar leiðir til tjáningar og sköpunar. Börn og ungmenni sem fá hvatningu og raunveruleg tækifæri, óháð því hvort þau velja sér sviðsljós leiklistarinnar, strengina í hljóðfærum eða knattspyrnuvöllinn, eru líklegri til að fylgja draumum sínum, efla sjálfstraust sitt og gefa samfélaginu afrakstur sem við öll njótum. Þetta er ekki spurning um annaðhvort íþróttir eða listir. Þetta er spurning um jafnræði. Við eigum að standa saman í því að styðja öll ungmenni og gefa þeim byr undir báða vængi. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og situr í Fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun