Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar 2. október 2025 11:01 Árið 2019 var blásið til sóknar í menntamálum með loforðum um aukin fjárframlög á hvern framhaldsskólanema, uppbyggingu iðn- og verknáms og aukna áherslu á íslenskukennslu fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál svo fáein atriði séu talin (Morgunblaðið, 9.9. 2019). Þetta eru kunnugleg kosningaloforð en til þess að greina raunverulegar áherslur stjórnvalda þarf að skoða fjárhagslega mælikvarða og bókhaldsgöng nokkur ár aftur í tímann. Byrjum á að skoða styttingu námstíma til stúdentsprófs. Áhrif styttingarinnar Ætla má að stytting námstíma til stúdentsprófs „spari“ ríkinu 8-9 milljarða árlega. Þessi breyting fór ekki fram hjá neinum og er jafnan talin sú stærsta sem gerð hefur verið á framhaldsskólastiginu í seinni tíð. Árið 2022 var verg landsframleiðsla (VLF) 4 billjónir. Hlutfall fræðsluútgjalda ríkisins til framhaldsskólanna var 0,93% af henni eða um 37,2 milljarðar. Hlutfall fræðsluútgjalda ríkisins til framhaldsskólanna af VLF árið 2012 var 1,15% sem er 24% hærra hlutfall (sjá mynd 1 og 2). Ef sama hlutfall af VLF hefði runnið til framhaldsskólastigsins 2022 og það gerði 2012 værum við að tala um 45,7 milljarða framlag. Hér erum við að ræða um 8,5 milljarða mismun og ýmislegt hægt að gera fyrir þá fjárhæð. Árið 2012 reyndist ekkert sérstakt gullaldarár, síður en svo. Það voru þó hlutfallslega fleiri nemendur sem nutu þeirra menntunarlegu gæða sem skólastigið bauð, við hærra gæðastig og í lengri tíma. Hækkun leigugjalda Næststærsta breyting á framhaldsskólakerfinu átti sér stað árið 2019 og fáir sem þekkja til hennar. Einhver kann að spyrja hvort hér sé átt við áðurnefnda uppbyggingu iðnáms eða hið veglega átak í íslenskukennslu fyrir stóraukinn fjölda nemenda með íslensku sem annað tungumál. Svarið við þessari spurningu er því miður nei. Áherslan á að hækka fjárframlög á hvern nemanda og fela hagræðingaráhrif styttingarinnar og annarra sparnaðaraðgerða í framhaldsskólakerfinu, leiddu forystumenn menntamála í ómótstæðilega freistni. Eftir styttingu námstíma til stúdentsprófs var mest aðkallandi forgangsverkefni stjórnvalda að hækka leigugjöld ríkisreknu skólanna um 126% eða úr 2 milljörðum króna í 4,6. Þetta er hækkun upp á 2,6 milljarða. Þetta þýðir að leigugjöldin eru núna að meðaltali 19% af fjárframlögum ríkisins en voru fyrir 2019 um 9%. Þetta kann að hljóma eins og sakleysisleg ráðstöfun þar sem þetta er jú bara ríkið að færa pening úr einum vasa í annan. Þetta er þó ekki svo einfalt þar sem hér er með einu pennastriki verið að ofmeta menntunarleg útgjöld. Dæmi er um að himinhá leigugjöld hafi verið rukkuð af húsnæði sem er ónothæft. Forsvarsmenn ríkisins lofuðu að rekstrinum yrði tryggður fjármunir þannig að skólarnir stæðu undir leigugjöldum en það hefur ekki reynst vera raunin. Leigan hækkaði t.a.m. hjá ríkisreknu skólunum um 503 milljónir kr. á milli áranna 2023 og 2024 en tap framhaldsskólanna 2024 var nálægt þeirri upphæð eða 511 milljónir. Húsaleiga Menntaskólans í Reykjavík hækkaði um 77 milljónir milli áranna 2022 og 2023 eða um 50% sem skilaði sér í 115 milljón króna neikvæðri afkomu árið 2023 (sjá töflu 1 – 3). Svona mætti lengi halda upptalningunni áfram. Leigugjöldin éta svo upp allar sértekjur framhaldsskólanna sem stjórnendum þeirra er gert að afla. Nú fá skólameistararnir í andlitið á sér eins og blauta tusku að þeir standi sig ekki nógu vel og að stofna þurfi nýtt stjórnsýslustig. Hækkun leigugjaldsins árið 2019 skekkir samanburð á útgjöldum ríkisins til framhaldsskólanna sem nemur 10% ofmati. Útgjöld á hvern nemanda eru ofmetin um sennilega allt að 200.000 krónum. Innbyrðissamanburður á ríkisútgjöldum til framhaldsskólanna skekkist og ekki er hægt að meta t.d. áhrif styttingar námstímans fjárhagslega nema að draga þetta álag frá. Alþjóðlegur samanburður verður svo að taka mið af þessu þar sem íslenska húsaleigan er orðin verulega stór breyta. Hver veit svo hvað Fjársýslan gerði við fjármunina sem skólastjórnendur ríkisreknu framhaldsskólanna afhentu þeim? Iðnaðarmenn sjást dytta að mannvirkjum sem er vissulega eitthvað betur viðhaldið en mér er til efs að fjármunirnir skili sér að öllu leyti til menntunarlegra þarfa. Athuga þarf að með leigugjöldum hefur ekki að fullu verið gert grein fyrir öllum kostnaði við húsnæði starfseminnar svo sem rafmagni, hita, fasteignaumsjón og ræstingu. En hvað er til ráða? Fyrsta tillaga mín væri að lækka hlutfall leigugjalda niður í fyrra horf, þ.e. úr 19% í 9% af fjárframlögum ríkisins en það væri um þriggja milljarðarða innspýting inn í rekstur ríkisreknu framhaldsskólanna. Með því mætti standa við öll loforð og fagurgala stjórnmálamanna og leysa stjórnunarleg vandamál sem kalla nú á nýtt stjórnsýslustig. Við þessar draumaaðstæður væri auðvelt að afskrifa vinnutímaskuldir sem nema árlega 150 milljónum og eru dregnar úr vösum hnýpinnar stéttar framhaldsskólakennara. Önnur tillaga væri að lækka leiguhlutfallið niður í fyrra horf, þ.e. 9% ásamt því að lækka framlög til framhaldsskóla. Með þessu fengist réttari mynd af því sem raunverulega varið af fjármunum til skólastigsins. Þriðja tillagan væri að spyrja hvert hlutverk og markmið forystumanna menntakerfisins sé. Markmið stjórnenda í menntakerfinu og stjórnsýslu menntamála er að tryggja að nægilegu fjármagni sé varið til málaflokksins þannig að skólastigið sinni sínu lögbundna hlutverki. Skólayfirvöldum ber að standa vörð um menntunarlegt inntak og gild. Þetta hafa þau ekki gert enda markmiðið að ná fram sem mestum niðurskurð. Lágmarkskrafa hlýtur þó að vera að birt sé rétt og sönn mynd af stöðu mála. Hér að neðan eru upplýsingar sem unnar eru úr ársreikningum framhaldsskólanna frá árunum 2017-2024 ásamt samanburð á fræðslugjöldum ríkisins til framhaldsskóla. Höfundur er framhaldsskólakennari. Heimildir Morgunblaðið. (2019, 9. september). 36 milljarðar til framhaldsskólastigsins. Mbl.is. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/09/09/36_milljardar_til_framhaldsskolastigsins/ Unnar Þór Bachmann. (2020, 18. nóvember). Húsaleiga framhaldsskólanna. Kjarninn. Sótt af https://kjarninn.is/skodun/2020-11-18-husaleiga-framhaldsskolanna/ Talaefni sótt af vef Fjársýslunnar og vef Hagstofu Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2019 var blásið til sóknar í menntamálum með loforðum um aukin fjárframlög á hvern framhaldsskólanema, uppbyggingu iðn- og verknáms og aukna áherslu á íslenskukennslu fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál svo fáein atriði séu talin (Morgunblaðið, 9.9. 2019). Þetta eru kunnugleg kosningaloforð en til þess að greina raunverulegar áherslur stjórnvalda þarf að skoða fjárhagslega mælikvarða og bókhaldsgöng nokkur ár aftur í tímann. Byrjum á að skoða styttingu námstíma til stúdentsprófs. Áhrif styttingarinnar Ætla má að stytting námstíma til stúdentsprófs „spari“ ríkinu 8-9 milljarða árlega. Þessi breyting fór ekki fram hjá neinum og er jafnan talin sú stærsta sem gerð hefur verið á framhaldsskólastiginu í seinni tíð. Árið 2022 var verg landsframleiðsla (VLF) 4 billjónir. Hlutfall fræðsluútgjalda ríkisins til framhaldsskólanna var 0,93% af henni eða um 37,2 milljarðar. Hlutfall fræðsluútgjalda ríkisins til framhaldsskólanna af VLF árið 2012 var 1,15% sem er 24% hærra hlutfall (sjá mynd 1 og 2). Ef sama hlutfall af VLF hefði runnið til framhaldsskólastigsins 2022 og það gerði 2012 værum við að tala um 45,7 milljarða framlag. Hér erum við að ræða um 8,5 milljarða mismun og ýmislegt hægt að gera fyrir þá fjárhæð. Árið 2012 reyndist ekkert sérstakt gullaldarár, síður en svo. Það voru þó hlutfallslega fleiri nemendur sem nutu þeirra menntunarlegu gæða sem skólastigið bauð, við hærra gæðastig og í lengri tíma. Hækkun leigugjalda Næststærsta breyting á framhaldsskólakerfinu átti sér stað árið 2019 og fáir sem þekkja til hennar. Einhver kann að spyrja hvort hér sé átt við áðurnefnda uppbyggingu iðnáms eða hið veglega átak í íslenskukennslu fyrir stóraukinn fjölda nemenda með íslensku sem annað tungumál. Svarið við þessari spurningu er því miður nei. Áherslan á að hækka fjárframlög á hvern nemanda og fela hagræðingaráhrif styttingarinnar og annarra sparnaðaraðgerða í framhaldsskólakerfinu, leiddu forystumenn menntamála í ómótstæðilega freistni. Eftir styttingu námstíma til stúdentsprófs var mest aðkallandi forgangsverkefni stjórnvalda að hækka leigugjöld ríkisreknu skólanna um 126% eða úr 2 milljörðum króna í 4,6. Þetta er hækkun upp á 2,6 milljarða. Þetta þýðir að leigugjöldin eru núna að meðaltali 19% af fjárframlögum ríkisins en voru fyrir 2019 um 9%. Þetta kann að hljóma eins og sakleysisleg ráðstöfun þar sem þetta er jú bara ríkið að færa pening úr einum vasa í annan. Þetta er þó ekki svo einfalt þar sem hér er með einu pennastriki verið að ofmeta menntunarleg útgjöld. Dæmi er um að himinhá leigugjöld hafi verið rukkuð af húsnæði sem er ónothæft. Forsvarsmenn ríkisins lofuðu að rekstrinum yrði tryggður fjármunir þannig að skólarnir stæðu undir leigugjöldum en það hefur ekki reynst vera raunin. Leigan hækkaði t.a.m. hjá ríkisreknu skólunum um 503 milljónir kr. á milli áranna 2023 og 2024 en tap framhaldsskólanna 2024 var nálægt þeirri upphæð eða 511 milljónir. Húsaleiga Menntaskólans í Reykjavík hækkaði um 77 milljónir milli áranna 2022 og 2023 eða um 50% sem skilaði sér í 115 milljón króna neikvæðri afkomu árið 2023 (sjá töflu 1 – 3). Svona mætti lengi halda upptalningunni áfram. Leigugjöldin éta svo upp allar sértekjur framhaldsskólanna sem stjórnendum þeirra er gert að afla. Nú fá skólameistararnir í andlitið á sér eins og blauta tusku að þeir standi sig ekki nógu vel og að stofna þurfi nýtt stjórnsýslustig. Hækkun leigugjaldsins árið 2019 skekkir samanburð á útgjöldum ríkisins til framhaldsskólanna sem nemur 10% ofmati. Útgjöld á hvern nemanda eru ofmetin um sennilega allt að 200.000 krónum. Innbyrðissamanburður á ríkisútgjöldum til framhaldsskólanna skekkist og ekki er hægt að meta t.d. áhrif styttingar námstímans fjárhagslega nema að draga þetta álag frá. Alþjóðlegur samanburður verður svo að taka mið af þessu þar sem íslenska húsaleigan er orðin verulega stór breyta. Hver veit svo hvað Fjársýslan gerði við fjármunina sem skólastjórnendur ríkisreknu framhaldsskólanna afhentu þeim? Iðnaðarmenn sjást dytta að mannvirkjum sem er vissulega eitthvað betur viðhaldið en mér er til efs að fjármunirnir skili sér að öllu leyti til menntunarlegra þarfa. Athuga þarf að með leigugjöldum hefur ekki að fullu verið gert grein fyrir öllum kostnaði við húsnæði starfseminnar svo sem rafmagni, hita, fasteignaumsjón og ræstingu. En hvað er til ráða? Fyrsta tillaga mín væri að lækka hlutfall leigugjalda niður í fyrra horf, þ.e. úr 19% í 9% af fjárframlögum ríkisins en það væri um þriggja milljarðarða innspýting inn í rekstur ríkisreknu framhaldsskólanna. Með því mætti standa við öll loforð og fagurgala stjórnmálamanna og leysa stjórnunarleg vandamál sem kalla nú á nýtt stjórnsýslustig. Við þessar draumaaðstæður væri auðvelt að afskrifa vinnutímaskuldir sem nema árlega 150 milljónum og eru dregnar úr vösum hnýpinnar stéttar framhaldsskólakennara. Önnur tillaga væri að lækka leiguhlutfallið niður í fyrra horf, þ.e. 9% ásamt því að lækka framlög til framhaldsskóla. Með þessu fengist réttari mynd af því sem raunverulega varið af fjármunum til skólastigsins. Þriðja tillagan væri að spyrja hvert hlutverk og markmið forystumanna menntakerfisins sé. Markmið stjórnenda í menntakerfinu og stjórnsýslu menntamála er að tryggja að nægilegu fjármagni sé varið til málaflokksins þannig að skólastigið sinni sínu lögbundna hlutverki. Skólayfirvöldum ber að standa vörð um menntunarlegt inntak og gild. Þetta hafa þau ekki gert enda markmiðið að ná fram sem mestum niðurskurð. Lágmarkskrafa hlýtur þó að vera að birt sé rétt og sönn mynd af stöðu mála. Hér að neðan eru upplýsingar sem unnar eru úr ársreikningum framhaldsskólanna frá árunum 2017-2024 ásamt samanburð á fræðslugjöldum ríkisins til framhaldsskóla. Höfundur er framhaldsskólakennari. Heimildir Morgunblaðið. (2019, 9. september). 36 milljarðar til framhaldsskólastigsins. Mbl.is. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/09/09/36_milljardar_til_framhaldsskolastigsins/ Unnar Þór Bachmann. (2020, 18. nóvember). Húsaleiga framhaldsskólanna. Kjarninn. Sótt af https://kjarninn.is/skodun/2020-11-18-husaleiga-framhaldsskolanna/ Talaefni sótt af vef Fjársýslunnar og vef Hagstofu Ísland.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun