Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson og Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifa 2. október 2025 12:45 Að undanförnu hafa mál Sólheima í Grímsnesi verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Fyrst í pistli Ingibjargar Rósu Björnsdóttur (Vísir 16. september) og síðar í pistli Hallbjarnar V Fríðhólm (23. september). Að okkar mati endurspegla skrif þeirra vel það andrúmsloft sem ríkt hefur á Sólheimum frá upphafi þessa árs. Tilefni þess að við blöndum okkur í umræðuna eru viðbrögð stjónarformanns Sólheima við pistli Ingibjargar og traustsyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í kjölfarið. Þar lýsa þeir yfir stuðningi við stjórn, stjórnarformann og nýráðinn framkvæmdarstjóra félagsþjónustu. Aðeins tveir þessarra forstöðumanna vinna í félagsþjónustunni, en það er um ákvarðanir og störf stjórnar og framkvæmdarstjóra á því sviði, sem óánægjan snýst um. Tveir aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna starfa að rekstri verslunar, kaffihúss og annarra fyrirtækja Sólheima og fengu báðir framgang í starfi í þeim gjörningi sem starfsmenn eru að mótmæla. Það er nefnilega ekki svo að ósáttur starfsmaður hafi rokið í blöðin, fúll og einangraður, eftir að hafa verið sagt upp störfum, eins og stjórnarformaður gefur í skyn í viðbrögðum sínum. Pistill Ingibjargar kom í kjölfar yfirlýsingar 53 starfsmanna í upphafi þessa árs, þar sem þeir mótmæltu uppsögn framkvæmdarstjóra og ráðningu fyrrverandi framkvæmdarstjóra og óánægju með hvernig haldið hefur verið á málum eftir þá yfirlýsingu Traustyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í Vísi 19. september kemur á óvart. Í apríl síðastliðnum tókst starfsmönnum loks, eftir mikil undanbrögð yfirstjórnar, að knýja fram fund með stjórn Sólheima. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra. Það hefði verið eðlilegt að þeir forstöðumenn sem þar voru viðstaddir hefðu tekið til máls og lýst skoðunum sínum þá, ef þær voru svo á skjön við það sem þar kom fram og í yfirlýsingu 53 starfsmanna. Sú yfirlýsing var nú einu sinni tilefni fundarins. Aðeins einn úr þeirra hópi, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda, stóð upp framkvæmdarstjóranum til varnar og var hann einn í fjölmennum hópi starfsmanna sem það gerði. Eftir ræðu hans hefði verið staður og stund til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra og trausti á störf þeirra. Það var ekki gert. Á fundinum í apríl voru gefin fyrirheit um að ráðgjafafyrirtækið sem stýrði fundinum myndi koma að mannauðsmálum og vinna að sáttum. Skilaboð stjórnarformannsins voru þó skýr, hann ætlaði ekki að hlusta á óskir starfsfólks eða taka tillit til athugasemda þeirra Í kjölfar fundarins var gerð skoðanakönnun á vegum ráðgjafafyrirtækisins, þar sem meðal annars var spurt um viðhorf starfsfólks til stjórnar og viðkomandi framkvæmdarstjóra. Það væri hollt fyrir þá stjórnendur sem halda því fram að hér sé eingöngu um óánægju örfárra einstaklinga að ræða að fletta upp hvaða útkomu þeir fengu í þeirri könnun. Fljótlega eftir að niðurstöður könnunarinnar voru kynntar var samningi við ráðgjafafyrirtækið rift. Það var fyrst þegar ljóst var orðið að stjórn ætlaði ekki að hlusta á starfsfólk sitt að Ingibjörg Rósa birti ákall sitt til velunnara Sólheima. Pistill Hallbjarnar sýnir svo að vandinn er ekki tilkominn vegna óánægju einstaka starfsmanna. Þvert á móti afhjúpar hann hvernig sama ástand hefur komið upp aftur og aftur á Sólheimum allt frá því Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir féll frá. Svo mjög líkjast uppákomurnar hver annarri að hægt er að nota fyrirsagnir úr gömlum dagblöðum, orðrétt, til að lýsa því ástandi sem ríkir í dag. Hann bendir jafnframt á að skýringa er ekki að leita hjá einstaklingum heldur í skipulagi sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima og hvernig farið er með það vald sem skipulagið veitir. Með Ingibjörgu Rósu sjáum við á eftir frábærum samstarfsfélaga, manneskju með brennandi áhuga á starfinu, glöggt auga og hugrekki. Enginn þarf að efast um erindi Hallbjarnar með því að stíga fram. Hann ann samfélaginu af ástríðu og er í einstöku sambandi við íbúa Sólheima, þar sem hann hefur búið með fjölskyldu sinni í átta ár. Hallbjörn er einstaklega ástríðufullur þroskaþjálfi og frábær talsmaður íbúa Sólheima. Samfélagið hefur svo sannarlega notið fjölbreyttra hæfileika hans og hann hefur verið lykilmaður í að breyta ímynd Sólheima, bæði meðal fagfólks og í samfélaginu almennt. Það er ekki merki um heilbrigt samfélag þegar ekki er rúm fyrir gagnrýna umræðu, þegar ekki er hlustað á raddir allra. Flest okkar sem höfum haft okkur í frammi í gagnrýni á störf stjórnar og ráðningu framkvæmdarstjóra höfum fengið að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Páll Sævar Garðarsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í GrímsnesiSigurður Örn Guðbjörnsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa mál Sólheima í Grímsnesi verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Fyrst í pistli Ingibjargar Rósu Björnsdóttur (Vísir 16. september) og síðar í pistli Hallbjarnar V Fríðhólm (23. september). Að okkar mati endurspegla skrif þeirra vel það andrúmsloft sem ríkt hefur á Sólheimum frá upphafi þessa árs. Tilefni þess að við blöndum okkur í umræðuna eru viðbrögð stjónarformanns Sólheima við pistli Ingibjargar og traustsyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í kjölfarið. Þar lýsa þeir yfir stuðningi við stjórn, stjórnarformann og nýráðinn framkvæmdarstjóra félagsþjónustu. Aðeins tveir þessarra forstöðumanna vinna í félagsþjónustunni, en það er um ákvarðanir og störf stjórnar og framkvæmdarstjóra á því sviði, sem óánægjan snýst um. Tveir aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna starfa að rekstri verslunar, kaffihúss og annarra fyrirtækja Sólheima og fengu báðir framgang í starfi í þeim gjörningi sem starfsmenn eru að mótmæla. Það er nefnilega ekki svo að ósáttur starfsmaður hafi rokið í blöðin, fúll og einangraður, eftir að hafa verið sagt upp störfum, eins og stjórnarformaður gefur í skyn í viðbrögðum sínum. Pistill Ingibjargar kom í kjölfar yfirlýsingar 53 starfsmanna í upphafi þessa árs, þar sem þeir mótmæltu uppsögn framkvæmdarstjóra og ráðningu fyrrverandi framkvæmdarstjóra og óánægju með hvernig haldið hefur verið á málum eftir þá yfirlýsingu Traustyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í Vísi 19. september kemur á óvart. Í apríl síðastliðnum tókst starfsmönnum loks, eftir mikil undanbrögð yfirstjórnar, að knýja fram fund með stjórn Sólheima. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra. Það hefði verið eðlilegt að þeir forstöðumenn sem þar voru viðstaddir hefðu tekið til máls og lýst skoðunum sínum þá, ef þær voru svo á skjön við það sem þar kom fram og í yfirlýsingu 53 starfsmanna. Sú yfirlýsing var nú einu sinni tilefni fundarins. Aðeins einn úr þeirra hópi, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda, stóð upp framkvæmdarstjóranum til varnar og var hann einn í fjölmennum hópi starfsmanna sem það gerði. Eftir ræðu hans hefði verið staður og stund til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra og trausti á störf þeirra. Það var ekki gert. Á fundinum í apríl voru gefin fyrirheit um að ráðgjafafyrirtækið sem stýrði fundinum myndi koma að mannauðsmálum og vinna að sáttum. Skilaboð stjórnarformannsins voru þó skýr, hann ætlaði ekki að hlusta á óskir starfsfólks eða taka tillit til athugasemda þeirra Í kjölfar fundarins var gerð skoðanakönnun á vegum ráðgjafafyrirtækisins, þar sem meðal annars var spurt um viðhorf starfsfólks til stjórnar og viðkomandi framkvæmdarstjóra. Það væri hollt fyrir þá stjórnendur sem halda því fram að hér sé eingöngu um óánægju örfárra einstaklinga að ræða að fletta upp hvaða útkomu þeir fengu í þeirri könnun. Fljótlega eftir að niðurstöður könnunarinnar voru kynntar var samningi við ráðgjafafyrirtækið rift. Það var fyrst þegar ljóst var orðið að stjórn ætlaði ekki að hlusta á starfsfólk sitt að Ingibjörg Rósa birti ákall sitt til velunnara Sólheima. Pistill Hallbjarnar sýnir svo að vandinn er ekki tilkominn vegna óánægju einstaka starfsmanna. Þvert á móti afhjúpar hann hvernig sama ástand hefur komið upp aftur og aftur á Sólheimum allt frá því Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir féll frá. Svo mjög líkjast uppákomurnar hver annarri að hægt er að nota fyrirsagnir úr gömlum dagblöðum, orðrétt, til að lýsa því ástandi sem ríkir í dag. Hann bendir jafnframt á að skýringa er ekki að leita hjá einstaklingum heldur í skipulagi sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima og hvernig farið er með það vald sem skipulagið veitir. Með Ingibjörgu Rósu sjáum við á eftir frábærum samstarfsfélaga, manneskju með brennandi áhuga á starfinu, glöggt auga og hugrekki. Enginn þarf að efast um erindi Hallbjarnar með því að stíga fram. Hann ann samfélaginu af ástríðu og er í einstöku sambandi við íbúa Sólheima, þar sem hann hefur búið með fjölskyldu sinni í átta ár. Hallbjörn er einstaklega ástríðufullur þroskaþjálfi og frábær talsmaður íbúa Sólheima. Samfélagið hefur svo sannarlega notið fjölbreyttra hæfileika hans og hann hefur verið lykilmaður í að breyta ímynd Sólheima, bæði meðal fagfólks og í samfélaginu almennt. Það er ekki merki um heilbrigt samfélag þegar ekki er rúm fyrir gagnrýna umræðu, þegar ekki er hlustað á raddir allra. Flest okkar sem höfum haft okkur í frammi í gagnrýni á störf stjórnar og ráðningu framkvæmdarstjóra höfum fengið að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Páll Sævar Garðarsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í GrímsnesiSigurður Örn Guðbjörnsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun