Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar 2. október 2025 08:01 Í framhaldsskólagreininni „Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati?“ var bent á að of mikil miðstýring gæti gert námið einsleitt, á meðan samræmdur kjarni með svigrúmi fyrir bundið og frjálst val gæti tryggt bæði jafnræði og fjölbreytni. En hvernig má útfæra slíkt í reynd? Stafbókarverkefnið – brú milli skólastiga Stafbókarverkefnið hefur verið í þróun í meira en áratug og felur í sér 13 ritrýndar bækur í félagsvísindum ásamt verkefnabanka með fjölda verkefna fyrir hverja bók. Verkefnið hefur verið tekið upp í 11 framhaldsskólum víða um land, meðal annars á starfsbrautum. Þrjár bækurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir nemendur sem eru að ná tökum á íslensku eða eiga við annars konar áskoranir í námi. Markmiðið er að tryggja sambærilegt nám og undirbúning fyrir háskólastig með efni sem er aðgengilegt, sveigjanlegt og tengt beint við námskeið í háskólum. Verkefnið byggir þannig brú milli skólastiga og nýtir reynslu kennara sem hafa kennt í framhaldsskólum í áratugi. Spurningar sem skipta máli Í ljósi hugmynda um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi vakna áleitnar spurningar: Á að búa til miðstýrt skólakerfi þar sem allt námsefni er samræmt? Hvaða áfangar munu halda sér – og hvaða áfangar falla út? Verða áfangarnir sjálfir líka miðstýrðir? Hvernig eiga áfangar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til góðs undirbúnings fyrir háskólanám? Hverjir eiga að stýra og móta ferlið – ráðuneyti, svæðisskrifstofur eða kennarar sjálfir? Nýsköpun eða einsleitni? Stafbókarverkefnið er dæmi um hvernig hægt er að þróa námsefni sem mætir þessum kröfum. Það hefur ritrýnt gildi, er þegar í notkun í fjölda skóla og hefur sýnt að nýsköpun frá kennurum getur skapað námsefni og verkefnagerð sem nýtist fjölbreyttum hópi nemenda. En hverjir eiga að koma að því að samræma áherslur, kennsluefni og áfanga? Eiga kennarar að fá að leiða ferlið með eigin þekkingu og reynslu? Hvernig verður tekið mið af nemendum með ólíkan bakgrunn – innflytjendum, fötluðum nemendum eða þeim sem eru á starfsbrautum? Verður tryggt að fjölbreytt sjónarmið og efni fái að njóta sín, eða er hætta á að námsefnið verði einsleitt? Ef aðeins stórar útgáfur sem tengdar eru ríkinu fá vægi í ferlinu, er þá ekki verið að ýta nýsköpun og grasrótarkennurum út af borðinu? Er markmiðið að taka upp samræmt námsmat á milli skóla? Hver ber ábyrgð á að samræmt nám verði í raun hágæða og viðeigandi undirbúningur fyrir háskóla? Að lokum Ef markmiðið er að tryggja jöfn tækifæri og sambærilegt gæðanám, verður að tryggja að rödd nýsköpunar og reynslu kennara fái að heyrast – ekki aðeins þeirra sem standa útgáfum og kerfum næst. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Í framhaldsskólagreininni „Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati?“ var bent á að of mikil miðstýring gæti gert námið einsleitt, á meðan samræmdur kjarni með svigrúmi fyrir bundið og frjálst val gæti tryggt bæði jafnræði og fjölbreytni. En hvernig má útfæra slíkt í reynd? Stafbókarverkefnið – brú milli skólastiga Stafbókarverkefnið hefur verið í þróun í meira en áratug og felur í sér 13 ritrýndar bækur í félagsvísindum ásamt verkefnabanka með fjölda verkefna fyrir hverja bók. Verkefnið hefur verið tekið upp í 11 framhaldsskólum víða um land, meðal annars á starfsbrautum. Þrjár bækurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir nemendur sem eru að ná tökum á íslensku eða eiga við annars konar áskoranir í námi. Markmiðið er að tryggja sambærilegt nám og undirbúning fyrir háskólastig með efni sem er aðgengilegt, sveigjanlegt og tengt beint við námskeið í háskólum. Verkefnið byggir þannig brú milli skólastiga og nýtir reynslu kennara sem hafa kennt í framhaldsskólum í áratugi. Spurningar sem skipta máli Í ljósi hugmynda um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi vakna áleitnar spurningar: Á að búa til miðstýrt skólakerfi þar sem allt námsefni er samræmt? Hvaða áfangar munu halda sér – og hvaða áfangar falla út? Verða áfangarnir sjálfir líka miðstýrðir? Hvernig eiga áfangar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til góðs undirbúnings fyrir háskólanám? Hverjir eiga að stýra og móta ferlið – ráðuneyti, svæðisskrifstofur eða kennarar sjálfir? Nýsköpun eða einsleitni? Stafbókarverkefnið er dæmi um hvernig hægt er að þróa námsefni sem mætir þessum kröfum. Það hefur ritrýnt gildi, er þegar í notkun í fjölda skóla og hefur sýnt að nýsköpun frá kennurum getur skapað námsefni og verkefnagerð sem nýtist fjölbreyttum hópi nemenda. En hverjir eiga að koma að því að samræma áherslur, kennsluefni og áfanga? Eiga kennarar að fá að leiða ferlið með eigin þekkingu og reynslu? Hvernig verður tekið mið af nemendum með ólíkan bakgrunn – innflytjendum, fötluðum nemendum eða þeim sem eru á starfsbrautum? Verður tryggt að fjölbreytt sjónarmið og efni fái að njóta sín, eða er hætta á að námsefnið verði einsleitt? Ef aðeins stórar útgáfur sem tengdar eru ríkinu fá vægi í ferlinu, er þá ekki verið að ýta nýsköpun og grasrótarkennurum út af borðinu? Er markmiðið að taka upp samræmt námsmat á milli skóla? Hver ber ábyrgð á að samræmt nám verði í raun hágæða og viðeigandi undirbúningur fyrir háskóla? Að lokum Ef markmiðið er að tryggja jöfn tækifæri og sambærilegt gæðanám, verður að tryggja að rödd nýsköpunar og reynslu kennara fái að heyrast – ekki aðeins þeirra sem standa útgáfum og kerfum næst. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun