7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 2. október 2025 07:32 Í fjárlagafrumvarpi 2026 er lagt til að fella niður almenna heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Í umsögn Visku um frumvarpið er bent á að afnámið kostar heimilin um 7 milljarða króna á árinu 2026 og mun leiða til þess að stuðningur við húsnæðiseigendur verður við sögulegt lágmark á næsta ári. Viska skorar á stjórnvöld að framlengja almennu heimildina út 2026 hið minnsta meðan unnið er að heildarendurskoðun eigendastuðnings á Íslandi. Mikilvægur skattaafsláttur og helmingur eigendastuðnings Frá 2014 hefur skattaafsláttur og tilsvarandi húsnæðisstuðningur vegna almennu heimildarinnar numið um 90 milljörðum króna alls á verðlagi ársins 2025 – þar af um 7 milljörðum á árinu 2025. Þetta eru peningar sem íslensk heimili hafa nýtt til að lækka skuldsetningu sína. Sé gert ráð fyrir sömu nýtingu á árinu 2026 mun afnámið því kosta heimilin um 7 milljarða króna, í formi tapaðs skattaafsláttar, sem líta má á sem ígildi skattahækkana. Rétt er að benda að þessi tapaði skattaafsláttur er sambærilegur við skattahækkunina sem felst í endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis á árinu 2026. Afnám almenna úrræðisins ,um helmings eigendastuðnings á Íslandi, gerir vonda stöðu í húsnæðismálum þá enn verri því eigendastuðningur á Íslandi er nú þegar mjög lágur í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Framlengja, endurskoða og afnema skattleysi á margar íbúðir Að mati Visku er óhjákvæmilegt að stjórnvöld framlengi áðurnefnt úrræði hið minnsta út árið 2026 á meðan eigendastuðningur hins opinbera er tekinn til endurskoðunar. Samhliða ættu stjórnvöld að beita sér af krafti fyrir aðgerðum sem auka framboð íbúðarhúsnæðis fyrir almenning ekki fjárfesta, t.a.m. með því að koma böndum á skammtímaleigu til ferðamanna og afnema skattleysi á söluhagnað þeirra sem eiga margar íbúðir. Bendir Viska á þá einstöku staðreynd að hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis á Íslandi er skattfrjáls hafi aðili átt hina seldu eign í full tvö ár og ef heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis er undir 600 m3 hjá einstaklingi. Jafngildir það skattleysi á þrjár 70-80 fermetra íbúðir miðað við venjulega lofthæð svo dæmi séu tekin. Það skýtur skökku við að fyrri stjórnvöld skuli hafa valið að ýta undir fasteignaverð á Íslandi með skattleysi til þeirra sem eiga margar íbúðir, þegar húsnæðisvandi unga fólksins er sögulegur og mun bara aukast á næstu árum. Þessu til frekari glöggvunar bendum við á umfjöllun Visku um kynslóðaójöfnuð. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2026 Stéttarfélög Vilhjálmur Hilmarsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi 2026 er lagt til að fella niður almenna heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Í umsögn Visku um frumvarpið er bent á að afnámið kostar heimilin um 7 milljarða króna á árinu 2026 og mun leiða til þess að stuðningur við húsnæðiseigendur verður við sögulegt lágmark á næsta ári. Viska skorar á stjórnvöld að framlengja almennu heimildina út 2026 hið minnsta meðan unnið er að heildarendurskoðun eigendastuðnings á Íslandi. Mikilvægur skattaafsláttur og helmingur eigendastuðnings Frá 2014 hefur skattaafsláttur og tilsvarandi húsnæðisstuðningur vegna almennu heimildarinnar numið um 90 milljörðum króna alls á verðlagi ársins 2025 – þar af um 7 milljörðum á árinu 2025. Þetta eru peningar sem íslensk heimili hafa nýtt til að lækka skuldsetningu sína. Sé gert ráð fyrir sömu nýtingu á árinu 2026 mun afnámið því kosta heimilin um 7 milljarða króna, í formi tapaðs skattaafsláttar, sem líta má á sem ígildi skattahækkana. Rétt er að benda að þessi tapaði skattaafsláttur er sambærilegur við skattahækkunina sem felst í endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis á árinu 2026. Afnám almenna úrræðisins ,um helmings eigendastuðnings á Íslandi, gerir vonda stöðu í húsnæðismálum þá enn verri því eigendastuðningur á Íslandi er nú þegar mjög lágur í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Framlengja, endurskoða og afnema skattleysi á margar íbúðir Að mati Visku er óhjákvæmilegt að stjórnvöld framlengi áðurnefnt úrræði hið minnsta út árið 2026 á meðan eigendastuðningur hins opinbera er tekinn til endurskoðunar. Samhliða ættu stjórnvöld að beita sér af krafti fyrir aðgerðum sem auka framboð íbúðarhúsnæðis fyrir almenning ekki fjárfesta, t.a.m. með því að koma böndum á skammtímaleigu til ferðamanna og afnema skattleysi á söluhagnað þeirra sem eiga margar íbúðir. Bendir Viska á þá einstöku staðreynd að hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis á Íslandi er skattfrjáls hafi aðili átt hina seldu eign í full tvö ár og ef heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis er undir 600 m3 hjá einstaklingi. Jafngildir það skattleysi á þrjár 70-80 fermetra íbúðir miðað við venjulega lofthæð svo dæmi séu tekin. Það skýtur skökku við að fyrri stjórnvöld skuli hafa valið að ýta undir fasteignaverð á Íslandi með skattleysi til þeirra sem eiga margar íbúðir, þegar húsnæðisvandi unga fólksins er sögulegur og mun bara aukast á næstu árum. Þessu til frekari glöggvunar bendum við á umfjöllun Visku um kynslóðaójöfnuð. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun