7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 2. október 2025 07:32 Í fjárlagafrumvarpi 2026 er lagt til að fella niður almenna heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Í umsögn Visku um frumvarpið er bent á að afnámið kostar heimilin um 7 milljarða króna á árinu 2026 og mun leiða til þess að stuðningur við húsnæðiseigendur verður við sögulegt lágmark á næsta ári. Viska skorar á stjórnvöld að framlengja almennu heimildina út 2026 hið minnsta meðan unnið er að heildarendurskoðun eigendastuðnings á Íslandi. Mikilvægur skattaafsláttur og helmingur eigendastuðnings Frá 2014 hefur skattaafsláttur og tilsvarandi húsnæðisstuðningur vegna almennu heimildarinnar numið um 90 milljörðum króna alls á verðlagi ársins 2025 – þar af um 7 milljörðum á árinu 2025. Þetta eru peningar sem íslensk heimili hafa nýtt til að lækka skuldsetningu sína. Sé gert ráð fyrir sömu nýtingu á árinu 2026 mun afnámið því kosta heimilin um 7 milljarða króna, í formi tapaðs skattaafsláttar, sem líta má á sem ígildi skattahækkana. Rétt er að benda að þessi tapaði skattaafsláttur er sambærilegur við skattahækkunina sem felst í endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis á árinu 2026. Afnám almenna úrræðisins ,um helmings eigendastuðnings á Íslandi, gerir vonda stöðu í húsnæðismálum þá enn verri því eigendastuðningur á Íslandi er nú þegar mjög lágur í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Framlengja, endurskoða og afnema skattleysi á margar íbúðir Að mati Visku er óhjákvæmilegt að stjórnvöld framlengi áðurnefnt úrræði hið minnsta út árið 2026 á meðan eigendastuðningur hins opinbera er tekinn til endurskoðunar. Samhliða ættu stjórnvöld að beita sér af krafti fyrir aðgerðum sem auka framboð íbúðarhúsnæðis fyrir almenning ekki fjárfesta, t.a.m. með því að koma böndum á skammtímaleigu til ferðamanna og afnema skattleysi á söluhagnað þeirra sem eiga margar íbúðir. Bendir Viska á þá einstöku staðreynd að hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis á Íslandi er skattfrjáls hafi aðili átt hina seldu eign í full tvö ár og ef heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis er undir 600 m3 hjá einstaklingi. Jafngildir það skattleysi á þrjár 70-80 fermetra íbúðir miðað við venjulega lofthæð svo dæmi séu tekin. Það skýtur skökku við að fyrri stjórnvöld skuli hafa valið að ýta undir fasteignaverð á Íslandi með skattleysi til þeirra sem eiga margar íbúðir, þegar húsnæðisvandi unga fólksins er sögulegur og mun bara aukast á næstu árum. Þessu til frekari glöggvunar bendum við á umfjöllun Visku um kynslóðaójöfnuð. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2026 Stéttarfélög Vilhjálmur Hilmarsson Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi 2026 er lagt til að fella niður almenna heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Í umsögn Visku um frumvarpið er bent á að afnámið kostar heimilin um 7 milljarða króna á árinu 2026 og mun leiða til þess að stuðningur við húsnæðiseigendur verður við sögulegt lágmark á næsta ári. Viska skorar á stjórnvöld að framlengja almennu heimildina út 2026 hið minnsta meðan unnið er að heildarendurskoðun eigendastuðnings á Íslandi. Mikilvægur skattaafsláttur og helmingur eigendastuðnings Frá 2014 hefur skattaafsláttur og tilsvarandi húsnæðisstuðningur vegna almennu heimildarinnar numið um 90 milljörðum króna alls á verðlagi ársins 2025 – þar af um 7 milljörðum á árinu 2025. Þetta eru peningar sem íslensk heimili hafa nýtt til að lækka skuldsetningu sína. Sé gert ráð fyrir sömu nýtingu á árinu 2026 mun afnámið því kosta heimilin um 7 milljarða króna, í formi tapaðs skattaafsláttar, sem líta má á sem ígildi skattahækkana. Rétt er að benda að þessi tapaði skattaafsláttur er sambærilegur við skattahækkunina sem felst í endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis á árinu 2026. Afnám almenna úrræðisins ,um helmings eigendastuðnings á Íslandi, gerir vonda stöðu í húsnæðismálum þá enn verri því eigendastuðningur á Íslandi er nú þegar mjög lágur í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Framlengja, endurskoða og afnema skattleysi á margar íbúðir Að mati Visku er óhjákvæmilegt að stjórnvöld framlengi áðurnefnt úrræði hið minnsta út árið 2026 á meðan eigendastuðningur hins opinbera er tekinn til endurskoðunar. Samhliða ættu stjórnvöld að beita sér af krafti fyrir aðgerðum sem auka framboð íbúðarhúsnæðis fyrir almenning ekki fjárfesta, t.a.m. með því að koma böndum á skammtímaleigu til ferðamanna og afnema skattleysi á söluhagnað þeirra sem eiga margar íbúðir. Bendir Viska á þá einstöku staðreynd að hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis á Íslandi er skattfrjáls hafi aðili átt hina seldu eign í full tvö ár og ef heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis er undir 600 m3 hjá einstaklingi. Jafngildir það skattleysi á þrjár 70-80 fermetra íbúðir miðað við venjulega lofthæð svo dæmi séu tekin. Það skýtur skökku við að fyrri stjórnvöld skuli hafa valið að ýta undir fasteignaverð á Íslandi með skattleysi til þeirra sem eiga margar íbúðir, þegar húsnæðisvandi unga fólksins er sögulegur og mun bara aukast á næstu árum. Þessu til frekari glöggvunar bendum við á umfjöllun Visku um kynslóðaójöfnuð. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun