Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 2. október 2025 10:16 Á síðustu árum hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar og tækniþróun sem umbreytt hafa allri umgjörð náms og kennslu. Við stöndum á tímamótum og þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga um hvaða hæfni og þekkingu skipti mestu máli að leggja grunn að í menntakerfinu okkar. Víða um heim er kallað eftir auknum áherslum á verklega og skapandi starfshætti þar sem leitast er við að tengja saman hug og hönd, efla sjálfstæða og skapandi hugsun, hlúa að samskiptahæfni og samkennd, og síðast en ekki síst, gera öllum kleift að njóta sín og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nú á haustmánuðum hófst starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Ísland í Sögu, þeirri sögufrægu byggingu sem áður hýsti hótel. Markmið flutningsins er að stórbæta náms- og kennsluaðstöðu og efla fjölbreytni í námsumhverfi háskólanema, ekki síst þeirra sem stefna á að starfa innan menntakerfisins og verða þannig áhrifavaldar í lífi annarra. Það er stór áfangi að taka í notkun glæsileg ný kennslurými og gera nemendum og starfsfólki Menntavísindasviðs kleift að vera virkari hluti af háskólasamfélaginu öllu. Nú hefur Háskólinn eignast í hjarta skólans fjölbreytta aðstöðu fyrir listir og skapandi greinar, en í Sögu verður meðal annars að finna leiklistarstofu, myndlistarstofu, textílrými, smíðastofu og tónlistarstofu. Þá verður hreyfirannsóknastofa fyrir íþrótta-og heilsufræði sem er mikið framfaraskref, sérhönnuð rými fyrir kennslu náttúruvísinda og stærðfræði og sérútbúnar leikstofur fyrir kennslu yngri barna. Þá er gaman að segja frá því að á fyrstu hæð er stefnt að því að opna stafrænt tækni- og sköpunarver í samvinnu við Reykjavíkurborg og Verkfræði-og náttúruvísindasvið sem mun stórbæta aðgengi háskólanema og fagfólks að stafrænum útbúnaði til sköpunar og miðlunar. Í dag hefst Menntakvika, stærsta menntaráðstefnu landsins, sem fer fram í Sögu dagana 2.-4. október. Á Menntakviku eru kynntar nýjustu rannsóknir á sviði menntavísinda og fjallað um brýn viðfangsefni á sviði náms, kennslu, velferðar, samfélags og íþrótta og tómstunda. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn í Sögu og markar því spennandi tímamót. Markmið Menntakviku hefur frá upphafi verið að skapa vettvang fyrir fræða-og fagfólk í skóla- og frístundastarfi til að miðla þekkingu, hugmyndum og árangursríkum starfsháttum. Það verður gaman að sjá Sögu fyllast af lífi en margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig hefur tekist til að breyta hóteli í háskóla. Kennaramenntun og skipulag hennar hefur töluvert borið á góma undanfarið. Það er því vel við hæfi að opnunarmálstofa Menntakviku fimmtudaginn 2. október kl. 14.30 ber heitið Kennaramenntun í deiglunni. Meðal efnis eru spurningar um hvort til sé sameiginleg sýn á kennaramenntun, hvernig gangi að brúa bil fræða og starfs í náminu, og hvernig kennaramenntun undirbýr nýliða fyrir starf. Föstudaginn 3. október verða flutt 235 erindi í 57 málstofum á Menntakviku og því verður úr nægu að velja. Hægt er að mæta á staðinn eða fylgjast með málstofum í beinu streymi á ZOOM. Ég vek sérstaka athygli á því að á laugardeginum 4. október verður boðið upp á skapandi vinnusmiðjur kl. 11.30 til 13.00 í Sögu og stendur skráning á þær enn yfir á heimasíðu ráðstefnunnar: https://menntakvika.hi.is/. Verið velkomin á Menntakviku 2025. Sjáumst í Sögu! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla- og menntamál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar og tækniþróun sem umbreytt hafa allri umgjörð náms og kennslu. Við stöndum á tímamótum og þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga um hvaða hæfni og þekkingu skipti mestu máli að leggja grunn að í menntakerfinu okkar. Víða um heim er kallað eftir auknum áherslum á verklega og skapandi starfshætti þar sem leitast er við að tengja saman hug og hönd, efla sjálfstæða og skapandi hugsun, hlúa að samskiptahæfni og samkennd, og síðast en ekki síst, gera öllum kleift að njóta sín og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nú á haustmánuðum hófst starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Ísland í Sögu, þeirri sögufrægu byggingu sem áður hýsti hótel. Markmið flutningsins er að stórbæta náms- og kennsluaðstöðu og efla fjölbreytni í námsumhverfi háskólanema, ekki síst þeirra sem stefna á að starfa innan menntakerfisins og verða þannig áhrifavaldar í lífi annarra. Það er stór áfangi að taka í notkun glæsileg ný kennslurými og gera nemendum og starfsfólki Menntavísindasviðs kleift að vera virkari hluti af háskólasamfélaginu öllu. Nú hefur Háskólinn eignast í hjarta skólans fjölbreytta aðstöðu fyrir listir og skapandi greinar, en í Sögu verður meðal annars að finna leiklistarstofu, myndlistarstofu, textílrými, smíðastofu og tónlistarstofu. Þá verður hreyfirannsóknastofa fyrir íþrótta-og heilsufræði sem er mikið framfaraskref, sérhönnuð rými fyrir kennslu náttúruvísinda og stærðfræði og sérútbúnar leikstofur fyrir kennslu yngri barna. Þá er gaman að segja frá því að á fyrstu hæð er stefnt að því að opna stafrænt tækni- og sköpunarver í samvinnu við Reykjavíkurborg og Verkfræði-og náttúruvísindasvið sem mun stórbæta aðgengi háskólanema og fagfólks að stafrænum útbúnaði til sköpunar og miðlunar. Í dag hefst Menntakvika, stærsta menntaráðstefnu landsins, sem fer fram í Sögu dagana 2.-4. október. Á Menntakviku eru kynntar nýjustu rannsóknir á sviði menntavísinda og fjallað um brýn viðfangsefni á sviði náms, kennslu, velferðar, samfélags og íþrótta og tómstunda. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn í Sögu og markar því spennandi tímamót. Markmið Menntakviku hefur frá upphafi verið að skapa vettvang fyrir fræða-og fagfólk í skóla- og frístundastarfi til að miðla þekkingu, hugmyndum og árangursríkum starfsháttum. Það verður gaman að sjá Sögu fyllast af lífi en margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig hefur tekist til að breyta hóteli í háskóla. Kennaramenntun og skipulag hennar hefur töluvert borið á góma undanfarið. Það er því vel við hæfi að opnunarmálstofa Menntakviku fimmtudaginn 2. október kl. 14.30 ber heitið Kennaramenntun í deiglunni. Meðal efnis eru spurningar um hvort til sé sameiginleg sýn á kennaramenntun, hvernig gangi að brúa bil fræða og starfs í náminu, og hvernig kennaramenntun undirbýr nýliða fyrir starf. Föstudaginn 3. október verða flutt 235 erindi í 57 málstofum á Menntakviku og því verður úr nægu að velja. Hægt er að mæta á staðinn eða fylgjast með málstofum í beinu streymi á ZOOM. Ég vek sérstaka athygli á því að á laugardeginum 4. október verður boðið upp á skapandi vinnusmiðjur kl. 11.30 til 13.00 í Sögu og stendur skráning á þær enn yfir á heimasíðu ráðstefnunnar: https://menntakvika.hi.is/. Verið velkomin á Menntakviku 2025. Sjáumst í Sögu! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun