Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar 2. október 2025 07:32 Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við. Vondir vegir geta skapað stórhættulegar aðstæður fyrir vegfarendur, sem eykur líkur á bæði óhöppum og slysum. Blæðandi klæðing getur valdið hálku sem getur hæglega orðið til þess að bílstjórar missi stjórn á bílnum með ófyrirséðum afleiðingum. Hið sama gildir um hætturnar sem fylgja því að keyra í holur, sprungur, ójöfnur eða aðrar skemmdir í vegum. Fjölmörg óhöpp og slys – jafnvel banaslys – hafa verið rakin beint til ástands vegar. Það eru slys sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir, að minnsta kosti minnka verulega líkurnar á. Ríkisvaldið lofar viðbót Þegar langt var liðið á sumarið var samþykkt þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega. Þetta framlag hefur nýst til verkefna um allt land, að stórum hluta á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem viðhald var brýnast. Þetta viðbótarframlag kom ofan á 10-11 milljarða árlega fjárveitingu til viðhalds er gott og blessað, en þegar heildarviðhaldsþörf vegakerfisins er metin á bilinu 18-20 milljarðar á hverju ári og gefur augaleið að þriggja milljarða viðbótarframlag dugar skammt í stóra samhenginu. Við erum enn langt, langt undir þeirri fjárfestingu sem nauðsynleg er til að halda vegakerfinu okkar almennilega við og þá heldur vegakerfið okkar áfram að verða heilt á litið verra og verra með hverju árinu sem líður. Einskiptis framlag dugar skammt. Við verðum að auka heildarfjárveitingar til vegagerðar, viðhalds og endurbóta og ráðast í heildstæða enduruppbyggingu vegakerfisins. Ástand vega versnar áfram Áformuð framlög til viðhalds vega næstu 15 árin eru talin verða um 256 milljarðar króna, eða sem nemur á bilinu 13–17 milljörðum á ári skv. samantekt Samtaka iðnaðarins. Hin 250–300 milljarða viðhaldsskuld mun því líklega ekki lækka mikið yfir sama tímabil, þar sem árleg framlög munu að líkindum ekki anna árlegri árvissri viðhaldsþörf. Þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega á þessu ári nýtist vissulega vel, en kemur því miður ekki til með að hafa mikil áhrif á heildarmyndina til lengri tíma litið. Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram, nema gripið verði rækilega í taumana. Vegaspáin gerir því ráð fyrir holum, sprungum, hjólförum og öðrum skemmdum á vegum hringinn í kringum landið á næstu misserum, með örfáum undantekningum. Víðast hvar má búast við hristingi, skrölti, skoppi og öðrum akstursóþægindum. Vonandi vekur Ónýtuvegahandbókin stjórnvöld Til að vekja athygli á þessu og svo vegfarendur geti áttað sig á stöðunni hefur Colas Ísland gefið út Ónýtuvegahandbókina. Hún inniheldur greinargóða og yfirgripsmikla lýsingu á ástandi vegakerfisins, tillögur að úrbótum og vegafréttaspá fyrir landið allt. Handbókinni fylgir ýtarlegt holukort af Íslandi, sem vegfarendur geta notað til að leggja lykkju á leið sína þegar þeir ferðast um landið. Útgáfu bókarinnar verður fagnað með útgáfuhófi, fimmtudaginn 2. október kl. 18.30, í verslun Pennans Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við. Vondir vegir geta skapað stórhættulegar aðstæður fyrir vegfarendur, sem eykur líkur á bæði óhöppum og slysum. Blæðandi klæðing getur valdið hálku sem getur hæglega orðið til þess að bílstjórar missi stjórn á bílnum með ófyrirséðum afleiðingum. Hið sama gildir um hætturnar sem fylgja því að keyra í holur, sprungur, ójöfnur eða aðrar skemmdir í vegum. Fjölmörg óhöpp og slys – jafnvel banaslys – hafa verið rakin beint til ástands vegar. Það eru slys sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir, að minnsta kosti minnka verulega líkurnar á. Ríkisvaldið lofar viðbót Þegar langt var liðið á sumarið var samþykkt þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega. Þetta framlag hefur nýst til verkefna um allt land, að stórum hluta á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem viðhald var brýnast. Þetta viðbótarframlag kom ofan á 10-11 milljarða árlega fjárveitingu til viðhalds er gott og blessað, en þegar heildarviðhaldsþörf vegakerfisins er metin á bilinu 18-20 milljarðar á hverju ári og gefur augaleið að þriggja milljarða viðbótarframlag dugar skammt í stóra samhenginu. Við erum enn langt, langt undir þeirri fjárfestingu sem nauðsynleg er til að halda vegakerfinu okkar almennilega við og þá heldur vegakerfið okkar áfram að verða heilt á litið verra og verra með hverju árinu sem líður. Einskiptis framlag dugar skammt. Við verðum að auka heildarfjárveitingar til vegagerðar, viðhalds og endurbóta og ráðast í heildstæða enduruppbyggingu vegakerfisins. Ástand vega versnar áfram Áformuð framlög til viðhalds vega næstu 15 árin eru talin verða um 256 milljarðar króna, eða sem nemur á bilinu 13–17 milljörðum á ári skv. samantekt Samtaka iðnaðarins. Hin 250–300 milljarða viðhaldsskuld mun því líklega ekki lækka mikið yfir sama tímabil, þar sem árleg framlög munu að líkindum ekki anna árlegri árvissri viðhaldsþörf. Þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega á þessu ári nýtist vissulega vel, en kemur því miður ekki til með að hafa mikil áhrif á heildarmyndina til lengri tíma litið. Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram, nema gripið verði rækilega í taumana. Vegaspáin gerir því ráð fyrir holum, sprungum, hjólförum og öðrum skemmdum á vegum hringinn í kringum landið á næstu misserum, með örfáum undantekningum. Víðast hvar má búast við hristingi, skrölti, skoppi og öðrum akstursóþægindum. Vonandi vekur Ónýtuvegahandbókin stjórnvöld Til að vekja athygli á þessu og svo vegfarendur geti áttað sig á stöðunni hefur Colas Ísland gefið út Ónýtuvegahandbókina. Hún inniheldur greinargóða og yfirgripsmikla lýsingu á ástandi vegakerfisins, tillögur að úrbótum og vegafréttaspá fyrir landið allt. Handbókinni fylgir ýtarlegt holukort af Íslandi, sem vegfarendur geta notað til að leggja lykkju á leið sína þegar þeir ferðast um landið. Útgáfu bókarinnar verður fagnað með útgáfuhófi, fimmtudaginn 2. október kl. 18.30, í verslun Pennans Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun