Lífið

Miley Cyrus: Úr barnastjörnu í kyntákn?

AFP/NordicPhotos
Miley Cyrus er dóttir kántrísöngvarans Billy Ray Cyrus.

Hún hóf leikferil sinn fyrir alvöru í Disney-þáttaröðinni Hannah Montana aðeins þrettán ára gömul.

Þar lék hún Miley Stewart, unga stúlku sem lifði eðlilegu lífi á daginn en brá sér í gervi poppstjörnunnar Hannah Montana á kvöldin.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Miley unnið sér margt til frægðar. Hún hefur gefið út smelli á borð við Party in the USA og We don’t stop, sem hafa selst í milljónum eintaka um allan heim.

Miley Cyrus verður tuttugu og eins árs á árinu og náði að öllum líkindum hápunkti frægðar sinnar eftir framkomu sína á VMA-hátíðinni á vegum MTV í síðustu viku þar sem hún kom fram með Robin Thicke, söngvara sumarsmellsins Blurred Lines, á heldur kynferðislegan máta.

Myndband af flutningi hennar á VMA-hátíðinni má sjá neðst í fréttinni.

AFP/NordicPhotos
 Miley Cyrus og kántrísöngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley, á tónleikum til heiður Elvis Presley í Memphis í Tennessee árið 1994. Miley var þá tveggja ára gömul.

AFP/NordicPhotos
Miley og Billy Ray eiga náið feðginasamband.

Billy Ray lék meðal annars föður Miley í Disney-þáttaröðinni Hannah Montana, sem kom Miley á kortið.

AFP/NordicPhotos
Hér eru feðginin í hlutverki Miley og Robby Ray Stewart í þætti af Hannah Montana sem helgaður var fjölskyldum hermanna í Írak.

Miley helgaði tvö lög fjölskyldum hermanna, Been Here All Along og I‘m Still Good.

Samkvæmt miðlum vestanhafs hefur Billy Ray sagt opinberlega frá því að hann sjái eftir að hafa leyft dóttur sinni að leika í þáttunum.



AFP/NordicPhotos
Miley Cyrus heldur tónleika, aðeins 14 ára gömul, í San Jose í Kaliforníu við gríðarlega góðar undirtektir.

Mörg þúsund manns sækja tónleika söngkonunnar í hvert skipti sem hún kemur fram.

AFP/NordicPhotos
Óskarsverðlaunapartí Vanity Fair í Vestur-Hollywood.

Hér er Miley Cyrus ásamt kærasta sínum, ástralska leikaranum Liam Hemsworth sem hefur meðal annars leikið í Hungurleikunum.

AFP/NordicPhotos
Miley Cyrus ásamt Robin Thicke. Saman tóku þau lagið Blurred Lines á VMA-hátíðinni sem haldin var í Brooklyn í New York í lok ágúst.

Flutningur Miley þótti helst til kynferðislegur á köflum og margir hafa opinberlega lýst yfir hneykslan sinni á tilburðum Miley á sviðinu.

Þá var slegið met í tístum á samfélagsmiðlinum Twitter um atburðinn og flest voru þau á neikvæðum nótum.

Miley lætur þó ekkert slá sig út af laginu og segir alla umfjöllun vera góða umfjöllun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.