Lífið

Michael Douglas segist ekki vera skilinn

Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones
Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones AFP/NordicPhotos
Michael Douglas neitar öllum sögusögnum um meintan skilnað hans við leikkonununa og eiginkonu til þrettán ára, Catherine Zeta-Jones.

Douglas var viðstaddur frumsýningu myndar sem byggð er á ævi Liberaces, Behind the Candelabram, í Berlín í vikunni og fjölmiðlar þar í borg spurðu mikið um einkalíf leikarans.

Douglas svaraði því til að engin krísa væri í hjónabandinu, heldur væru fjölmiðlar í krísu.

Hann staðfesti þó að hjónin væru tímabundið í sundur.

Hjónin hafa ekkert sést saman síðan í apríl á þessu ári samkvæmt slúðurpressu vestanhafs.

Ekki alls fyrir löngu ræddi Catherine Zeta-Jones opinskátt um veikindi sín og eiginmannsins sem greindist með krabbamein í hálsi fyrir þremur árum, en hún var greind með geðhvarfasýki ári síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.