Lífið

Sopranos leikkona eignaðist lítinn strák

Jamie-Lynn Sigler eignaðist heilbrigðan dreng á dögunum.
Jamie-Lynn Sigler eignaðist heilbrigðan dreng á dögunum. Nordicphotos/Getty
Leikkonan Jamie-Lynn Sigler eignaðist á miðvikudag sitt fyrsta barn með unnusta sínum Cutter Dykstra. Móður og barni heilsast vel samkvæmt erlendum fjölmiðlum en drengurinn hefur fengið nafnið Beau.



Jamie-Lynn, sem er frægust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Sopranos, sagði í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð að óléttan hefði verið mjög óvænt. „Við héldum að við myndum þróa sambandið hægt og rólega og byrja á því að trúlofa okkur en óléttan kom mér algjörlega í opna skjöldu.“



Jamie-Lynn og Cutter opinberuðu samband sitt árið í mars 2012 og í janúar 2013 fór Cutter á hnén og bað hennar. Óvíst er hvenær þau ganga í hjónaband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.