Innlent

Mótmæli lokun flugvallarins

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs segir fyrirhugaða lokun Reykjavíkurflugvallar á komandi árum vekja furðu.

"Bæjarráð hvetur íbúa Fljótsdalshéraðs til að láta skoðun sína á málinu í ljós og bendir meðal annars á undirskriftasöfnun þá sem nú er í gangi vegna framtíðar Reykjavíkurflugvallar," segir bæjarráðið sem jafnframt hvetur önnur sveitarfélög og hagsmunaaðila til að andæfa.

"Gangi hugmyndir borgaryfirvalda eftir er eðlilegt að stjórnvöld taki til endurskoðunar staðsetningu stofnana ríkisins sem hingað til hefur þótt eðlilegt að væru staðsettar í höfuðborg landsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×