Íslenski boltinn

Máni mætir "sínu“ liði á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflavík hefur náð í 10 stig síðan að Þorkell Máni Pétursson mætti á svæðið í júlí.
Keflavík hefur náð í 10 stig síðan að Þorkell Máni Pétursson mætti á svæðið í júlí. Mynd/Daníel
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla á morgun en eftir hana verða aðeins fjórar umferðir eftir og þær verða allar spilaðar eftir ellefu daga landsleikjahlé.

Topplið KR sækir botnlið ÍA heim, en KR er með fjögurra stiga forskot á FH, sem fær á sama tíma Ólafsvíkinga í heimsókn. Víkingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti.

Það verða margra augu á sjónvarpsleiknum (Stöð 2 Sport) en Keflavík tekur þá á móti Stjörnunni. Keflvíkingar hafa verið á skriði að undanförnu (sjö stig í þremur leikjum) en einn harðasti stuðningsmaður Stjörnunnar, Þorkell Máni Pétursson, gerðist á dögunum aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar í Keflavík. Stjörnunni hefur gengið illa á útivelli en verður helst að vinna til að halda sér inni í baráttunni um titilinn.

Hinir þrír leikirnir eru síðan: Þór-Fram (klukkan 17.00), ÍBV-Valur (17.00) og Breiðablik-Fylkir en allir leikir fara fram klukkan 18.00 nema þar sem annað er tekið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×