Ég held að mamma vilji frekar sjá Hannes í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2013 00:01 Rúnar Alex Rúnarsson. Mynd/Daníel Rúnar Kristinsson, þjálfari toppliðs KR, er með jákvæðan höfuðverk þessa dagana. Frábær frammistaða sonarins Rúnars Alex í marki KR-liðsins á sunndaginn lagði grunninn að 3-1 sigri á FH í toppslag Pepsi-deildar karla en Rúnar kom inn á þegar landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tók út leikbann. Fyrir vikið þarf Rúnar að velja á milli Hannesar og Rúnars Alex þegar KR fær Val í heimsókn á KR-vellinum á morgun. „Ég býst ekki við því að ég sé að fara að spila. Hannes er fyrsti valmöguleiki í landsliðinu og er búinn að standa sig frábærlega hjá KR þriðja árið í röð,“ segir Rúnar Alex, sem þakkar Hannesi og öðrum í KR-liðinu fyrir góðan stuðning fyrir stórleikinn á sunnudaginn var.Hannes hjálpaði mikið við undirbúninginn „Hannes hjálpaði mér mjög mikið við að undirbúa mig fyrir þennan leik,“ segir Rúnar Alex og hann býst ekki við að samband þeirra breytist núna. „Við erum það góðir vinir að ég held að þetta breyti ekki sambandi okkar. Ég þarf bara að sætta mig við það að vera númer tvö þótt ég myndi alveg vera hundrað prósent tilbúinn í að spila áfram ef þjálfarinn myndi vilja það,“ segir Rúnar Alex. Rúnar Alex mun ekki gleyma þessum leik í bráð og þótt hann setjist strax aftur á bekkinn þá verður þessi frammistaða hluti af sögu þessa tímabils. „Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt og ég bjóst alls ekki við að ég myndi ná að standa mig svona vel. Þetta var draumi líkast,“ segir Rúnar Alex. Rúnar Alex býst heldur ekki við að móðir hans reyni að sannfæra pabba hans um að setja strákinn aftur í byrjunarliðið á móti Val á fimmtudaginn.Hún verður alltaf svo stressuð „Ég held að hún vilji frekar sjá Hannes í markinu. Hún verður alltaf svo stressuð á svona leikjum. Hún mætir á alla leiki en taugarnar eru ekki nægilega sterkar til þess að horfa á mig spila svona marga leiki í röð þegar ég er bara átján ára gamall,“ segir Rúnar Alex í léttum tón. Fyrir utan frábærar markvörslur hefur Rúnar vakið mikla athygli fyrir góðar spyrnur fram völlinn og hversu mikið hann talaði við varnarmenn sína þrátt fyrir að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki. „Ég legg mjög mikla áherslu á það að æfa fótboltahliðina af því að vera markvörður. Ég er heppinn að þetta er smá í blóðinu en ég æfi þetta líka mjög mikið sjálfur. Ég hef alltaf litið mjög upp til Pepe Reina og hann hefur alltaf verið uppáhaldamarkvörðurinn minn. Ég hef alltaf fylgst með því hvernig hann er að sparka,“ segir Rúnar Alex. Var ekkert erfitt að fara strax í að segja reynsluboltum KR-liðsins til?Að þora að tala „Það þýðir ekkert annað. Þegar þú ert markvörður þá er mikil ábyrgð á þér. Ef þú ert alltaf á tánum og duglegur að láta heyra í þér eru minni líkur á því að þú gerir einhver mistök því þú ert alltaf einbeittur og inni í leiknum. Ég held mér á tánum með því að halda hinum á tánum líka. Einn mikilvægasti þátturinn í fótbolta er að þora að tala,“ segir Rúnar Alex. Rúnar Alex er tilbúinn að sitja á bekknum út þetta sumar en hann vill meira á því næsta. „Mig langar að fara út í atvinnumennsku en ef ekki þá þarf ég bara að skoða hvaða möguleika ég hef fyrir næsta tímabil. Ég gæti alveg skoðað það að spila fyrir annað íslenskt félag en ég myndi ekki fara hvert sem er,“ segir Rúnar Alex. Hvað með alla athyglina sem hann hefur fengið síðustu daga?Farið að vera svolítið þreytandi núna „Ég hef ekki verið svona mikið í sviðsljósinu áður. Þetta var fínt í byrjun en er farið að vera svolítið þreytandi núna. Eftir morgundaginn þá fer þetta nú að hætta enda næsti leikdagur að byrja. Þá verða flestir búnir að gleyma þessu,“ segir Rúnar Alex hógvær en það er ekki líklegt að KR-ingar gleymi einni flottustu frammistöðu sögunnar hjá nýliða í KR-treyjunni.Lið 17. umferðarMarkvörður: Rúnar Alex Rúnarsson, KRVarnarmenn Tomasz Luba Víkingur, Ólafsvík Kári Ársælsson, ÍA Guðmundur Reynir Gunnarsson, KRMiðjumenn Mark Tubæk, Þór Baldur Sigurðsson, KR Andri Rafn Yemoan, Breiðablik Einar Orri Einarsson, KeflavíkSóknarmenn Víðir Þorvarðarson, ÍBV Atli Viðar Björnsson, FH Hörður Sveinsson, Keflavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari toppliðs KR, er með jákvæðan höfuðverk þessa dagana. Frábær frammistaða sonarins Rúnars Alex í marki KR-liðsins á sunndaginn lagði grunninn að 3-1 sigri á FH í toppslag Pepsi-deildar karla en Rúnar kom inn á þegar landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tók út leikbann. Fyrir vikið þarf Rúnar að velja á milli Hannesar og Rúnars Alex þegar KR fær Val í heimsókn á KR-vellinum á morgun. „Ég býst ekki við því að ég sé að fara að spila. Hannes er fyrsti valmöguleiki í landsliðinu og er búinn að standa sig frábærlega hjá KR þriðja árið í röð,“ segir Rúnar Alex, sem þakkar Hannesi og öðrum í KR-liðinu fyrir góðan stuðning fyrir stórleikinn á sunnudaginn var.Hannes hjálpaði mikið við undirbúninginn „Hannes hjálpaði mér mjög mikið við að undirbúa mig fyrir þennan leik,“ segir Rúnar Alex og hann býst ekki við að samband þeirra breytist núna. „Við erum það góðir vinir að ég held að þetta breyti ekki sambandi okkar. Ég þarf bara að sætta mig við það að vera númer tvö þótt ég myndi alveg vera hundrað prósent tilbúinn í að spila áfram ef þjálfarinn myndi vilja það,“ segir Rúnar Alex. Rúnar Alex mun ekki gleyma þessum leik í bráð og þótt hann setjist strax aftur á bekkinn þá verður þessi frammistaða hluti af sögu þessa tímabils. „Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt og ég bjóst alls ekki við að ég myndi ná að standa mig svona vel. Þetta var draumi líkast,“ segir Rúnar Alex. Rúnar Alex býst heldur ekki við að móðir hans reyni að sannfæra pabba hans um að setja strákinn aftur í byrjunarliðið á móti Val á fimmtudaginn.Hún verður alltaf svo stressuð „Ég held að hún vilji frekar sjá Hannes í markinu. Hún verður alltaf svo stressuð á svona leikjum. Hún mætir á alla leiki en taugarnar eru ekki nægilega sterkar til þess að horfa á mig spila svona marga leiki í röð þegar ég er bara átján ára gamall,“ segir Rúnar Alex í léttum tón. Fyrir utan frábærar markvörslur hefur Rúnar vakið mikla athygli fyrir góðar spyrnur fram völlinn og hversu mikið hann talaði við varnarmenn sína þrátt fyrir að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki. „Ég legg mjög mikla áherslu á það að æfa fótboltahliðina af því að vera markvörður. Ég er heppinn að þetta er smá í blóðinu en ég æfi þetta líka mjög mikið sjálfur. Ég hef alltaf litið mjög upp til Pepe Reina og hann hefur alltaf verið uppáhaldamarkvörðurinn minn. Ég hef alltaf fylgst með því hvernig hann er að sparka,“ segir Rúnar Alex. Var ekkert erfitt að fara strax í að segja reynsluboltum KR-liðsins til?Að þora að tala „Það þýðir ekkert annað. Þegar þú ert markvörður þá er mikil ábyrgð á þér. Ef þú ert alltaf á tánum og duglegur að láta heyra í þér eru minni líkur á því að þú gerir einhver mistök því þú ert alltaf einbeittur og inni í leiknum. Ég held mér á tánum með því að halda hinum á tánum líka. Einn mikilvægasti þátturinn í fótbolta er að þora að tala,“ segir Rúnar Alex. Rúnar Alex er tilbúinn að sitja á bekknum út þetta sumar en hann vill meira á því næsta. „Mig langar að fara út í atvinnumennsku en ef ekki þá þarf ég bara að skoða hvaða möguleika ég hef fyrir næsta tímabil. Ég gæti alveg skoðað það að spila fyrir annað íslenskt félag en ég myndi ekki fara hvert sem er,“ segir Rúnar Alex. Hvað með alla athyglina sem hann hefur fengið síðustu daga?Farið að vera svolítið þreytandi núna „Ég hef ekki verið svona mikið í sviðsljósinu áður. Þetta var fínt í byrjun en er farið að vera svolítið þreytandi núna. Eftir morgundaginn þá fer þetta nú að hætta enda næsti leikdagur að byrja. Þá verða flestir búnir að gleyma þessu,“ segir Rúnar Alex hógvær en það er ekki líklegt að KR-ingar gleymi einni flottustu frammistöðu sögunnar hjá nýliða í KR-treyjunni.Lið 17. umferðarMarkvörður: Rúnar Alex Rúnarsson, KRVarnarmenn Tomasz Luba Víkingur, Ólafsvík Kári Ársælsson, ÍA Guðmundur Reynir Gunnarsson, KRMiðjumenn Mark Tubæk, Þór Baldur Sigurðsson, KR Andri Rafn Yemoan, Breiðablik Einar Orri Einarsson, KeflavíkSóknarmenn Víðir Þorvarðarson, ÍBV Atli Viðar Björnsson, FH Hörður Sveinsson, Keflavík
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira