Lífið

Vill umræðu um gáfnafar kvenna

Ósátt Robyn Lawley er þreytt á umræðu um þyngd kvenna.
Ósátt Robyn Lawley er þreytt á umræðu um þyngd kvenna. Nordicphotos/getty
Ástralska fyrirsætan Robyn Lawley segir slagorðið „alvöru konur eru með ávalar línur“ vera niðrandi og neikvætt.

„Þetta slagorð er mjög ósanngjarnt gagnvart grannvöxnum konum, líkt og systur minni. Að kalla grannar konur ljótar er engu réttlætanlegra en að kalla feitar konur ljótar. Mér finnst öll þessi umræða um þyngd ýta undir útlitsáráttu kvenna. Hvað með að ræða frekar um gáfnafar og styrk kvenna? Við eigum að taka á launamismun og öðru óréttlæti. Þess í stað er endalaust verið að hamra á því að konur séu annaðhvort ekki nógu grannar eða of grannar,“ sagði fyrirsætan í viðtali við The Guardian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.