Lífið

Sprautaði sig með sterum

Söngvari Kings of Leon notaði stera til að geta sungið almennilega.
Söngvari Kings of Leon notaði stera til að geta sungið almennilega.
Caleb Followill, söngvari Kings of Leon, þurfti árið 2011 að sprauta sig með sterum vegna áfengisdrykkju sinnar til að halda rödd sinni í lagi.

„Þegar þú ert á eins mikilli ferð og við vorum á og vinnur eins mikið, ferðu í ákveðinn takt. Svo hugsar maður með sér að ef við ætlum að halda góða tónleika þurfi maður tvo drykki til að koma sér í gírinn,“ sagði hann í viðtali við tímaritið Q.

„Svo þarf ég sterasprautu bara til að geta sungið. Eftir smá stund missirðu stjórn á þessu.“ Followill hætti að drekka í eitt ár til að koma sér á beinu brautina og núna fær hann sér aðeins drykk öðru hverju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.