Lífið

Ekki kynnst slíkri stemningu fyrr

Ólöf Skaftadóttir skrifar
 Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson hefur þegar fengið góðar móttökur í Frakklandi.
Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson hefur þegar fengið góðar móttökur í Frakklandi. Fréttablaðið/Daníel
Svar við bréfi Helgu, eftir Bergsvein Birgisson, kemur út í Frakklandi í dag.

Franskir útgefendur dreifa bókinni til bóksala, gagnrýnenda og annarra bókmenntarýna mánuðum fyrir útgáfu.

Viðbrögðin við bók Bergsveins hafa ekki látið á sér standa, en útgefendur eru þegar farnir að huga að endurprentun.

„Þetta fyrsta upplag af bókinni, sem kom út í dag, er þrettán þúsund eintök,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, hjá bókaforlaginu Bjarti sem gefur Bergsvein út á Íslandi.

„Það er gífurlega stórt upplag á þýddri skáldsögu, sem ekki er reyfari,“ segir Guðrún jafnframt.

„Þetta er vonum framar,“ bætir hún við.

Bók Bergsveins hefur þegar vakið mikla athygli, þótt útgáfudagurinn sé í dag, og að sögn Guðrúnar hafa tilboð frá bókaklúbbum, hljóðbókaklúbbum og kiljuútgefendum þegar borist.

„Forleggjararnir hjá Zulma segjast ekki hafa kynnst slíkri stemningu í kringum væntanlega bók,“ segir Guðrún.

Útgefandi bókarinnar er bókaforlagið Zulma, sem er einnig útgefandi Auðar Övu sem hefur vegnað vel í Frakklandi með Afleggjarann og nú síðast Rigningu í nóvember. Undantekningin eftir Auði Övu er væntanleg síðar á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.