Lífið

Samspil dauða og gleði heillar mig

Ása Ottesen skrifar
Harpa Rún Ólafsdóttir ásamt dóttur sinni.
Harpa Rún Ólafsdóttir ásamt dóttur sinni. Fréttablaðið/GVA
„Hauskúpurnar hafa mismunandi karakter og kalla til sín mismunandi eigendur. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að blanda saman andstæðum þannig að gleði og dauði virtust henta vel í þetta verk.

Út komu þessar „sugar skull“-höfuðkúpur sem hafa fylgt mér síðan,“ segir móðirin, myndlistarkonan og kennarinn Harpa Rún Ólafsdóttir, sem hefur vakið mikla lukku með litríkum höfuðkúpum sem hún byrjaði að gera árið 2010.

Harpa útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskólanum árið 2005 og hefur farið víða í myndlist síðan þá. „Ég hef haldið sýningar hér og þar og selt verkin mín í Crymo Gallerí og á muses.is.

Snemma árs 2012 komu þær fyrir í myndatöku fyrir skóhönnuðinn MIISTA, sem Saga Sigurðardóttir myndaði. Í kjölfarið pantaði fyrirtækið fimm stykki sem fylgdu eftir haustlínu MIISTA og voru til sýnis á Las Vegas Magic Show, Capsule New York Show og Milan Micam Show.“

Aðspurð segir Harpa að það sé nóg að gera þar sem undirbúningur er nú hafinn fyrir einkasýning á verkum hennar. „Ég er líka með lítið barn og er að kenna við barnaskóla Hjallastefnunnar. Það má því segja að ég sé á fullu,“ segir hún að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.