Lífið

Obama í rappið

Forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, vinnur nú að gerð nýrrar rappplötu sem ber heitið „Healthier America“.

Platan á að stuðla að heilbrigðara líferni og hefur frú Obama barist fyrir því að Bandaríkjamenn borði hollari mat og hreyfi sig meira. Á plötunni má heyra lög á borð við „Veggie Luv“, „Let"s Move“ og „U R What You Eat“.

Margir frægir standa að gerð plötunnar og má þar nefna söngkonuna Ashanti, Jordin Sparks og rapparann DMC sem gerði garðinn frægan með hljómsveit sinni Run-D.M.C.

Frú Obama mun því miður ekki syngja sjálf inn á plötuna, en hún mun koma fram í tónlistarmyndböndum sem verða gerð við öll lög plötunnar. Plötunni verður dreift fyrst í New York en síðar um öll Bandaríkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.