Yndislegt að hafa rofið þessa eyðimerkurgöngu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 19. ágúst 2013 00:01 Ríkharður Daðason fagnar sigri. Mynd/Anton „Ég geri ráð fyrir því að gjaldkeri félagsins sé sæmilega ánægður með okkur. Við erum sennilega búnir að létta honum fjárhagsvinnuna á næsta ári. En það er aukaatriði. Aðalmálið er fyrir félagið að vinna titla aftur og við fengum frábæran stuðning sem og Stjörnumenn sem hafa verið frábærir í allt sumar. Nú vil ég hvetja þessa Framara sem maður sá sitja í stúkunni og nutu þessa dags með okkur að halda áfram að koma og styðja okkur það sem eftir er tímabilsins,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, eftir sigur liðsins í Borgunarbikar karla um helgina.Slæm staða í hálfleik Leikurinn var frábær skemmtun, endaði 3-3 og Fram vann síðan 3-1 í vítakeppni. Fram var 0-2 undir í hálfleik og Stjörnumenn voru farnir að sjá fyrsta bikarmeistaratitil félagsins í hillingum. Fram náði hins vegar að jafna í 2-2 og tryggja sér síðan framlengingu eftir að Stjarnan komst aftur yfir. Hólmbert Aron Friðjónsson minnkaði muninn og Almarr Ormarsson jafnaði síðan leikinn í tvígang. „Fyrst of fremst snerist þetta um að hengja ekki haus, halda aga, halda skipulagi og hafa trú á því að við gætum fengið mark og um leið og við fengjum eitt mark væri leikurinn galopinn að nýju. Sem betur fer þá kom markið fljótlega. Þá kom trúin um leið,“ segir Ríkharður. Ögmundur Kristinsson, fyrirliði og markvörður Fram, varði tvö síðustu víti Stjörnumanna og tryggði Fram bikarinn. „Ögmundur er markvörður í landsliðsklassa og á heima í landsliði. Hann hefur verið frábær fyrir okkur og þessar keppnir eru tækifæri fyrir markmenn til að láta ljós sitt skína,“ segir Ríkharður. Ríkharður var með þegar Framarar unnu bikarmeistaratitilinn síðast fyrir 24 árum. „Ég kom inn á sem varamaður á mínu fyrsta ári í meistaraflokki. Ég held það hafi ekki verið minni gleði. Þá unnum við 3-1 en það er rosalega langt síðan. Þá var vaninn að vinna titla í Safamýri og maður hélt þá 17 ára að þeir yrðu margir á ferlinum en svo áttar maður sig á því síðar á ferlinum að það getur liðið langt á milli en vonandi aldrei aftur svona langt. Það er yndislegt að hafa rofið þessa eyðimerkurgöngu,“ segir Ríkharður. Öðruvísi sem þjálfari „Þetta er fyrst og fremst öðruvísi að því leyti, að sem leikmaður hugsar þú bara um að undirbúa sjálfan þig sem best og þarft að standa þig sjálfur í því verkefni en sem þjálfari þarftu að hugsa um hundrað hluti og þetta var mjög erfið vika. Þetta er mikil vinna fyrir svona leik en að sama skapi var alveg hrikalega gaman og maður er stoltur af að sjá hvernig félagið vaknaði og sjálfboðaliðar spruttu fram og aðstoðuðu með fjáröflun og annað slíkt. Fram er gamall og gróinn klúbbur og sýndi það svo sannarlega í dag að hann er ekki dauður úr öllum æðum,“ segir Ríkharður.Þorvaldur á hluta í sigrinum Ríkharður tók við Framliðinu í byrjun júní en Þorvaldur Örlygsson var búinn að vera með liðið frá árinu 2008. „Þorvaldur var búinn að vinna frábært starf og setja saman gott lið hjá Fram. Hann á hlut í þessum sigri að sjálfsögðu með því að hafa sett saman mannskapinn. Auðvitað er skrítnara að koma svona inn en engu að síður var okkur vel tekið frá fyrsta degi og þessir strákar eru góðir drengir fyrst og fremst. Þeir eru móttækilegir og hafa tekið vel á móti því sem við höfum viljað gera þó það hafi örugglega verið smá áfall í byrjun. Það eru forréttindi að fá að vinna með þeim,“ sagði Ríkharður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Ég geri ráð fyrir því að gjaldkeri félagsins sé sæmilega ánægður með okkur. Við erum sennilega búnir að létta honum fjárhagsvinnuna á næsta ári. En það er aukaatriði. Aðalmálið er fyrir félagið að vinna titla aftur og við fengum frábæran stuðning sem og Stjörnumenn sem hafa verið frábærir í allt sumar. Nú vil ég hvetja þessa Framara sem maður sá sitja í stúkunni og nutu þessa dags með okkur að halda áfram að koma og styðja okkur það sem eftir er tímabilsins,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, eftir sigur liðsins í Borgunarbikar karla um helgina.Slæm staða í hálfleik Leikurinn var frábær skemmtun, endaði 3-3 og Fram vann síðan 3-1 í vítakeppni. Fram var 0-2 undir í hálfleik og Stjörnumenn voru farnir að sjá fyrsta bikarmeistaratitil félagsins í hillingum. Fram náði hins vegar að jafna í 2-2 og tryggja sér síðan framlengingu eftir að Stjarnan komst aftur yfir. Hólmbert Aron Friðjónsson minnkaði muninn og Almarr Ormarsson jafnaði síðan leikinn í tvígang. „Fyrst of fremst snerist þetta um að hengja ekki haus, halda aga, halda skipulagi og hafa trú á því að við gætum fengið mark og um leið og við fengjum eitt mark væri leikurinn galopinn að nýju. Sem betur fer þá kom markið fljótlega. Þá kom trúin um leið,“ segir Ríkharður. Ögmundur Kristinsson, fyrirliði og markvörður Fram, varði tvö síðustu víti Stjörnumanna og tryggði Fram bikarinn. „Ögmundur er markvörður í landsliðsklassa og á heima í landsliði. Hann hefur verið frábær fyrir okkur og þessar keppnir eru tækifæri fyrir markmenn til að láta ljós sitt skína,“ segir Ríkharður. Ríkharður var með þegar Framarar unnu bikarmeistaratitilinn síðast fyrir 24 árum. „Ég kom inn á sem varamaður á mínu fyrsta ári í meistaraflokki. Ég held það hafi ekki verið minni gleði. Þá unnum við 3-1 en það er rosalega langt síðan. Þá var vaninn að vinna titla í Safamýri og maður hélt þá 17 ára að þeir yrðu margir á ferlinum en svo áttar maður sig á því síðar á ferlinum að það getur liðið langt á milli en vonandi aldrei aftur svona langt. Það er yndislegt að hafa rofið þessa eyðimerkurgöngu,“ segir Ríkharður. Öðruvísi sem þjálfari „Þetta er fyrst og fremst öðruvísi að því leyti, að sem leikmaður hugsar þú bara um að undirbúa sjálfan þig sem best og þarft að standa þig sjálfur í því verkefni en sem þjálfari þarftu að hugsa um hundrað hluti og þetta var mjög erfið vika. Þetta er mikil vinna fyrir svona leik en að sama skapi var alveg hrikalega gaman og maður er stoltur af að sjá hvernig félagið vaknaði og sjálfboðaliðar spruttu fram og aðstoðuðu með fjáröflun og annað slíkt. Fram er gamall og gróinn klúbbur og sýndi það svo sannarlega í dag að hann er ekki dauður úr öllum æðum,“ segir Ríkharður.Þorvaldur á hluta í sigrinum Ríkharður tók við Framliðinu í byrjun júní en Þorvaldur Örlygsson var búinn að vera með liðið frá árinu 2008. „Þorvaldur var búinn að vinna frábært starf og setja saman gott lið hjá Fram. Hann á hlut í þessum sigri að sjálfsögðu með því að hafa sett saman mannskapinn. Auðvitað er skrítnara að koma svona inn en engu að síður var okkur vel tekið frá fyrsta degi og þessir strákar eru góðir drengir fyrst og fremst. Þeir eru móttækilegir og hafa tekið vel á móti því sem við höfum viljað gera þó það hafi örugglega verið smá áfall í byrjun. Það eru forréttindi að fá að vinna með þeim,“ sagði Ríkharður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira