Íslensk hönnun í Japan Marín Manda skrifar 16. ágúst 2013 16:15 Tomoko Daimaru Tomoko Daimuru hefur opnað japönsku netverslunina Meet Iceland og selur einungis íslenska hönnun. „Ég þekkti ekki mikið til Íslands en áður en ég vissi af var ég búin að sækja um styrk til að koma til landsins að læra íslensku. Ég sá bíómynd um landið og fannst Ísland mjög spennandi en það voru alls ekki margir sem sóttu um íslensku styrkinn hjá utanríkisráðuneytinu,“ segir Tomoko Daimuru glöð í bragði. Hún kynntist Íslandi í fyrsta sinn árið 2003 þegar hún lærði íslensku í HÍ. Eftir námsdvölina fór hún aftur til Osaka í Japan til að klára enskunám sitt en örlögin gripu í taumana þegar henni bauðst að flytjast til Íslands á ný til að vinna í japanska sendiráðinu. Nú eru sex ár síðan Tomoko flutti aftur til landsins og er ekkert að flytjast búferlum á næstunni.Tomoko Daimuru heillaðist af íslenskri hönnun og stofnaði Meeticeland.is.Hún er gift íslenskum manni, rekur fyrirtækið Little Viking og fyrir stuttu opnaði hún japönsku netverslunina MeetIceland.is sem selur íslenska hönnun, meðal annars frá Stáss, Umemi, Hring eftir Hring og Volki. „Þegar ég byrjaði að vinna í versluninni Aurum fór ég að hafa áhuga á íslenskri hönnun og sá að þrátt fyrir að menningarheimar þessara tveggja landa séu ólíkir virðist smekkur manna vera á svipuðum nótum. Því ákvað ég að opna netverslun svo ég gæti kynnt íslenska hönnun fyrir Japönum sem hafa verið mjög áhugasamir.“ Um þessar mundir er Tomoko að vinna víða um landið að verkefni með þekktum japönskum hönnuði þar sem íslensk náttúra er miðpunkturinn. Tomoko tekur einnig að sér ýmis verkefni þar sem hún kynnir land og þjóð fyrir japönskum fyrirtækjum, sjónvarpsstöðvum, hönnuðum og tískublöðum. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Tomoko Daimuru hefur opnað japönsku netverslunina Meet Iceland og selur einungis íslenska hönnun. „Ég þekkti ekki mikið til Íslands en áður en ég vissi af var ég búin að sækja um styrk til að koma til landsins að læra íslensku. Ég sá bíómynd um landið og fannst Ísland mjög spennandi en það voru alls ekki margir sem sóttu um íslensku styrkinn hjá utanríkisráðuneytinu,“ segir Tomoko Daimuru glöð í bragði. Hún kynntist Íslandi í fyrsta sinn árið 2003 þegar hún lærði íslensku í HÍ. Eftir námsdvölina fór hún aftur til Osaka í Japan til að klára enskunám sitt en örlögin gripu í taumana þegar henni bauðst að flytjast til Íslands á ný til að vinna í japanska sendiráðinu. Nú eru sex ár síðan Tomoko flutti aftur til landsins og er ekkert að flytjast búferlum á næstunni.Tomoko Daimuru heillaðist af íslenskri hönnun og stofnaði Meeticeland.is.Hún er gift íslenskum manni, rekur fyrirtækið Little Viking og fyrir stuttu opnaði hún japönsku netverslunina MeetIceland.is sem selur íslenska hönnun, meðal annars frá Stáss, Umemi, Hring eftir Hring og Volki. „Þegar ég byrjaði að vinna í versluninni Aurum fór ég að hafa áhuga á íslenskri hönnun og sá að þrátt fyrir að menningarheimar þessara tveggja landa séu ólíkir virðist smekkur manna vera á svipuðum nótum. Því ákvað ég að opna netverslun svo ég gæti kynnt íslenska hönnun fyrir Japönum sem hafa verið mjög áhugasamir.“ Um þessar mundir er Tomoko að vinna víða um landið að verkefni með þekktum japönskum hönnuði þar sem íslensk náttúra er miðpunkturinn. Tomoko tekur einnig að sér ýmis verkefni þar sem hún kynnir land og þjóð fyrir japönskum fyrirtækjum, sjónvarpsstöðvum, hönnuðum og tískublöðum.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira