Innlent

Fylkjast út í Flatey eftir Brúðgumann

Úr Brúðgumanum Hér er Hilmir Snær hálflíflaus í senu í kvikmyndinni Brúðguminn en sú mynd hefur heldur betur hleypt lífi í ferðamennskuna í Flatey.
Úr Brúðgumanum Hér er Hilmir Snær hálflíflaus í senu í kvikmyndinni Brúðguminn en sú mynd hefur heldur betur hleypt lífi í ferðamennskuna í Flatey.
Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir augljósa fylgni á milli vinsælda kvikmyndarinnar Brúðguminn og farþegafjölda Baldurs til Flateyjar á sumrin.

Myndin, sem kvikmynduð var í Flatey, var frumsýnd í ársbyrjun 2008 en sumarið þar á eftir rauk farþegafjöldinn upp og sú þróun náði síðan hæstu hæðum sumarið 2009 þegar hróður myndarinnar hafði farið enn víðar. Hún var til að mynda framlag Íslendinga til forvals Óskarsverðlaunanna.

Sumarið 2010 fækkaði sumarfarþegum til Flateyjar á ný og hélt svo áfram að fækka árin 2011 og 2012. „Svo er Brúðguminn sýndur í sjónvarpinu síðastliðið vor og ég er nokkuð viss um sumarið nú verði mun betra en það síðasta,“ segir Pétur.

Ólafur Egill Egilsson, annar handritshöfunda að myndinni, segist kátur yfir þessum áhrifum myndarinnar. Hann segir hana minna okkur Íslendinga á að það er engin leið að flýja sjálfan sig og hvergi sé betra að undirstrika það en í Flatey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×