Loka ekki Deildu fyrr en eftir tilmæli frá yfirvöldum 10. ágúst 2013 10:00 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Virkasta aðferðin til að hindra dreifingu á hugverki Íslendinga hratt og vel er ef fjarskiptafyrirtækin myndu loka fyrir aðgengi að síðum eins og Deildu.net. Málið er þungt fyrir yfirvöld ef forsprakkar slíkra síðna flýja land með starfsemina,“ segir Tómas Þorvaldsson, lögmaður Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Í vikunni tóku eigendur skráarskiptasíðunnar Deildu.net þá ákvörðun að byrja að deila íslensku myndefni, en það hefur ekki verið leyfilegt á síðunni áður. Í kjölfarið hafa þúsundir manna sótt íslenskt efni á netinu, án leyfis, en talið er að það geti haft veruleg áhrif á íslenskan kvikmyndaiðnað. Í byrjun árs 2012 var starfsemi síðunnar kærð til lögreglu en málið hefur ekki enn verið leyst. „Það er skýrt brot á lögum að deila efni sem höfundar hafa ekki gefið leyfi til og það er því miður allt of oft í íslensku þjóðfélagi að yfirvöld aðhafast ekki í málum þó að um augljóst lögbrot sé að ræða,“ segir Tómas en bendir þó á að málið sé erfitt. „Vefsíðan er vistuð erlendis, sem gerir það að verkum að erfitt er fyrir yfirvöld að leita uppi forsprakka síðunnar.“ Tómas bendir á að fjarskiptafyrirtækin geti sýnt ábyrgð í verki og lokað fyrir aðgengi notenda á Deildu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að fyrirtækið geti ekki tekið slíka ákvörðun nema fullvíst sé að það standist lög. „Það er nauðsynlegt að yfirvöld taki af skarið í þessu máli og við hjá Símanum höfum þegar óskað eftir því,“ segir Gunnhildur og bætir við að ef lagaramminn væri skýr væri ekkert því til fyrirstöðu að verða við beiðni rétthafa. „Þegar Síminn lokaði aðgangi að síðunni Slembing í kjölfar beiðni frá lögreglu og barnayfirvöldum var sú ákvörðun kærð.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að fyrirtækið geti ekki aðhafst í málinu án þess að fá skýra skipun frá yfirvöldum. „Vodafone þekkir ekki fordæmi þess að fjarskiptafyrirtæki nokkurs staðar í heiminum ákveði upp á sitt einsdæmi að loka fyrir síður án skýrra lagaheimilda eða úrskurða frá eftirlitsstofnun eða dómstóli.“ Tómasi þykir ummæli fjarskiptafyrirtækjanna ekki standast yfirlýsingar þeirra í viðskiptasáttmálum. „Þar stendur beinlínis að þau áskilji sér rétt til að loka aðgengi og stöðva umferð efnis sem ekki stenst lög og reglur.“ Hann segir að vefsíður á borð við Deildu hafi mjög skaðleg áhrif á skapandi greinar og að tjónið nemi tæplega tveimur milljörðum á ársgrundvelli. „Það er meðal annars vegna sinnuleysis stjórnvalda.“ Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Virkasta aðferðin til að hindra dreifingu á hugverki Íslendinga hratt og vel er ef fjarskiptafyrirtækin myndu loka fyrir aðgengi að síðum eins og Deildu.net. Málið er þungt fyrir yfirvöld ef forsprakkar slíkra síðna flýja land með starfsemina,“ segir Tómas Þorvaldsson, lögmaður Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Í vikunni tóku eigendur skráarskiptasíðunnar Deildu.net þá ákvörðun að byrja að deila íslensku myndefni, en það hefur ekki verið leyfilegt á síðunni áður. Í kjölfarið hafa þúsundir manna sótt íslenskt efni á netinu, án leyfis, en talið er að það geti haft veruleg áhrif á íslenskan kvikmyndaiðnað. Í byrjun árs 2012 var starfsemi síðunnar kærð til lögreglu en málið hefur ekki enn verið leyst. „Það er skýrt brot á lögum að deila efni sem höfundar hafa ekki gefið leyfi til og það er því miður allt of oft í íslensku þjóðfélagi að yfirvöld aðhafast ekki í málum þó að um augljóst lögbrot sé að ræða,“ segir Tómas en bendir þó á að málið sé erfitt. „Vefsíðan er vistuð erlendis, sem gerir það að verkum að erfitt er fyrir yfirvöld að leita uppi forsprakka síðunnar.“ Tómas bendir á að fjarskiptafyrirtækin geti sýnt ábyrgð í verki og lokað fyrir aðgengi notenda á Deildu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að fyrirtækið geti ekki tekið slíka ákvörðun nema fullvíst sé að það standist lög. „Það er nauðsynlegt að yfirvöld taki af skarið í þessu máli og við hjá Símanum höfum þegar óskað eftir því,“ segir Gunnhildur og bætir við að ef lagaramminn væri skýr væri ekkert því til fyrirstöðu að verða við beiðni rétthafa. „Þegar Síminn lokaði aðgangi að síðunni Slembing í kjölfar beiðni frá lögreglu og barnayfirvöldum var sú ákvörðun kærð.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að fyrirtækið geti ekki aðhafst í málinu án þess að fá skýra skipun frá yfirvöldum. „Vodafone þekkir ekki fordæmi þess að fjarskiptafyrirtæki nokkurs staðar í heiminum ákveði upp á sitt einsdæmi að loka fyrir síður án skýrra lagaheimilda eða úrskurða frá eftirlitsstofnun eða dómstóli.“ Tómasi þykir ummæli fjarskiptafyrirtækjanna ekki standast yfirlýsingar þeirra í viðskiptasáttmálum. „Þar stendur beinlínis að þau áskilji sér rétt til að loka aðgengi og stöðva umferð efnis sem ekki stenst lög og reglur.“ Hann segir að vefsíður á borð við Deildu hafi mjög skaðleg áhrif á skapandi greinar og að tjónið nemi tæplega tveimur milljörðum á ársgrundvelli. „Það er meðal annars vegna sinnuleysis stjórnvalda.“
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira