„Maður verður auðvitað að standa við orð sín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. ágúst 2013 06:00 Birgir Leifur Hafþórsson heldur hér á bikarnum á Nesvellinum í gær ásamt dóttur sinni Birgittu Sóley Birgisdóttur. Fréttablaðið/Daníel Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL fór fram á Nesvellinum í 17. skipti í gær en mótið ber nafnið Einvígið á Nesinu. Að þessu sinni mun DHL styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, um eina milljón króna eftir mótið. Eins og hefð er fyrir er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í ár var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eina konan sem tók þátt á mótinu en hún er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni. Alfreð B. Kristinsson, bróðir hennar, tók einnig þátt í gær. Fyrirkomulag mótsins er á þann veg að keppendur leika fyrst níu holu höggleik og síðan eftir hádegi hefst sjálft einvígið þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir standa eftir á níundu holunni. Í ár var það Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem bar sigur úr býtum en þetta var í annað sinn sem kylfingurinn fer með sigur af hólmi á mótinu. Í úrslitum mættust þeir Birgir Leifur og Birgir Björn Magnússon, Keili, en hinn síðarnefndi er aðeins 16 ára gamall. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en þar hafði sá eldri betur.Með ungabarn heima „Manni líður alltaf vel eftir svona sigra,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Birgir Leifur og Elísabet Halldórsdóttir eignuðust sitt þriðja bara fyrir aðeins fimm dögum en þá kom lítill drengur í heiminn. „Það var vissulega nokkuð einkennilegt að taka þátt á golfmóti rétt eftir að strákurinn fæddist en maður komst í gegnum þetta. Maður verður auðvitað að standa við orð sín þegar maður lofar sér í svona góðgerðamót,“ segir Birgir Leifur. Að hans mati eru sigurvegarar mótsins þeir aðilar sem leggja góðu málefni lið en fyrirtækið DHL hefur ávallt aðstoðað ákveðnum málefnum með fjárhagslegum stuðningi að móti loknu. Aðstæður voru ekki góður á Nesvellinum í gær og blés töluvert.Maður reynir að forðast einvígin „Þetta er alltaf skemmtilegt mót þrátt fyrir að veðrið spilaði stórt hlutverk hér í dag. Það sem gerir þetta mót svona frábært er að það skiptir ekki alltaf máli hvernig maður er að spila, maður þarf bara að halda sér inn í leiknum. Maður þarf síðan að reyna eftir bestu getu að forðast einvígin og það skiptir mestu máli að vera einbeittur þegar að þeim kemur.“ Birgir Leifur spilaði að eigin sögn mjög vel á Nesvellinu í gær en átti við hinn 16 ára Birgi Björn á lokaholunni og tryggði sér sigurinn eftir bráðabana. „Hann er frábær kylfingur og á heldur betur framtíðina fyrir sér í þessari íþrótt. Við Íslendingar eigum ótrúlegan efnivið í þessu sporti.“ Birgir Leifur er 36 ára eða 20 árum eldri en nafni sinn. „Ég er bara að verða einn af gömlu köllunum á vellinum enda búinn að vera lengi að. Maður verður að halda vel á spöðunum á móti ungviðnum.“Á góðum stað „Ég þarf aðeins að fínpússa leikinn en annars líður mér mjög vel með mitt golf og er á góðum stað. Núna verð ég að halda áfram á þessari braut en sigur á svona móti eflir bara sjálfstraustið hjá manni.“ Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL fór fram á Nesvellinum í 17. skipti í gær en mótið ber nafnið Einvígið á Nesinu. Að þessu sinni mun DHL styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, um eina milljón króna eftir mótið. Eins og hefð er fyrir er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í ár var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eina konan sem tók þátt á mótinu en hún er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni. Alfreð B. Kristinsson, bróðir hennar, tók einnig þátt í gær. Fyrirkomulag mótsins er á þann veg að keppendur leika fyrst níu holu höggleik og síðan eftir hádegi hefst sjálft einvígið þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir standa eftir á níundu holunni. Í ár var það Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem bar sigur úr býtum en þetta var í annað sinn sem kylfingurinn fer með sigur af hólmi á mótinu. Í úrslitum mættust þeir Birgir Leifur og Birgir Björn Magnússon, Keili, en hinn síðarnefndi er aðeins 16 ára gamall. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en þar hafði sá eldri betur.Með ungabarn heima „Manni líður alltaf vel eftir svona sigra,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Birgir Leifur og Elísabet Halldórsdóttir eignuðust sitt þriðja bara fyrir aðeins fimm dögum en þá kom lítill drengur í heiminn. „Það var vissulega nokkuð einkennilegt að taka þátt á golfmóti rétt eftir að strákurinn fæddist en maður komst í gegnum þetta. Maður verður auðvitað að standa við orð sín þegar maður lofar sér í svona góðgerðamót,“ segir Birgir Leifur. Að hans mati eru sigurvegarar mótsins þeir aðilar sem leggja góðu málefni lið en fyrirtækið DHL hefur ávallt aðstoðað ákveðnum málefnum með fjárhagslegum stuðningi að móti loknu. Aðstæður voru ekki góður á Nesvellinum í gær og blés töluvert.Maður reynir að forðast einvígin „Þetta er alltaf skemmtilegt mót þrátt fyrir að veðrið spilaði stórt hlutverk hér í dag. Það sem gerir þetta mót svona frábært er að það skiptir ekki alltaf máli hvernig maður er að spila, maður þarf bara að halda sér inn í leiknum. Maður þarf síðan að reyna eftir bestu getu að forðast einvígin og það skiptir mestu máli að vera einbeittur þegar að þeim kemur.“ Birgir Leifur spilaði að eigin sögn mjög vel á Nesvellinu í gær en átti við hinn 16 ára Birgi Björn á lokaholunni og tryggði sér sigurinn eftir bráðabana. „Hann er frábær kylfingur og á heldur betur framtíðina fyrir sér í þessari íþrótt. Við Íslendingar eigum ótrúlegan efnivið í þessu sporti.“ Birgir Leifur er 36 ára eða 20 árum eldri en nafni sinn. „Ég er bara að verða einn af gömlu köllunum á vellinum enda búinn að vera lengi að. Maður verður að halda vel á spöðunum á móti ungviðnum.“Á góðum stað „Ég þarf aðeins að fínpússa leikinn en annars líður mér mjög vel með mitt golf og er á góðum stað. Núna verð ég að halda áfram á þessari braut en sigur á svona móti eflir bara sjálfstraustið hjá manni.“
Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira