„Maður verður auðvitað að standa við orð sín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. ágúst 2013 06:00 Birgir Leifur Hafþórsson heldur hér á bikarnum á Nesvellinum í gær ásamt dóttur sinni Birgittu Sóley Birgisdóttur. Fréttablaðið/Daníel Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL fór fram á Nesvellinum í 17. skipti í gær en mótið ber nafnið Einvígið á Nesinu. Að þessu sinni mun DHL styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, um eina milljón króna eftir mótið. Eins og hefð er fyrir er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í ár var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eina konan sem tók þátt á mótinu en hún er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni. Alfreð B. Kristinsson, bróðir hennar, tók einnig þátt í gær. Fyrirkomulag mótsins er á þann veg að keppendur leika fyrst níu holu höggleik og síðan eftir hádegi hefst sjálft einvígið þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir standa eftir á níundu holunni. Í ár var það Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem bar sigur úr býtum en þetta var í annað sinn sem kylfingurinn fer með sigur af hólmi á mótinu. Í úrslitum mættust þeir Birgir Leifur og Birgir Björn Magnússon, Keili, en hinn síðarnefndi er aðeins 16 ára gamall. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en þar hafði sá eldri betur.Með ungabarn heima „Manni líður alltaf vel eftir svona sigra,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Birgir Leifur og Elísabet Halldórsdóttir eignuðust sitt þriðja bara fyrir aðeins fimm dögum en þá kom lítill drengur í heiminn. „Það var vissulega nokkuð einkennilegt að taka þátt á golfmóti rétt eftir að strákurinn fæddist en maður komst í gegnum þetta. Maður verður auðvitað að standa við orð sín þegar maður lofar sér í svona góðgerðamót,“ segir Birgir Leifur. Að hans mati eru sigurvegarar mótsins þeir aðilar sem leggja góðu málefni lið en fyrirtækið DHL hefur ávallt aðstoðað ákveðnum málefnum með fjárhagslegum stuðningi að móti loknu. Aðstæður voru ekki góður á Nesvellinum í gær og blés töluvert.Maður reynir að forðast einvígin „Þetta er alltaf skemmtilegt mót þrátt fyrir að veðrið spilaði stórt hlutverk hér í dag. Það sem gerir þetta mót svona frábært er að það skiptir ekki alltaf máli hvernig maður er að spila, maður þarf bara að halda sér inn í leiknum. Maður þarf síðan að reyna eftir bestu getu að forðast einvígin og það skiptir mestu máli að vera einbeittur þegar að þeim kemur.“ Birgir Leifur spilaði að eigin sögn mjög vel á Nesvellinu í gær en átti við hinn 16 ára Birgi Björn á lokaholunni og tryggði sér sigurinn eftir bráðabana. „Hann er frábær kylfingur og á heldur betur framtíðina fyrir sér í þessari íþrótt. Við Íslendingar eigum ótrúlegan efnivið í þessu sporti.“ Birgir Leifur er 36 ára eða 20 árum eldri en nafni sinn. „Ég er bara að verða einn af gömlu köllunum á vellinum enda búinn að vera lengi að. Maður verður að halda vel á spöðunum á móti ungviðnum.“Á góðum stað „Ég þarf aðeins að fínpússa leikinn en annars líður mér mjög vel með mitt golf og er á góðum stað. Núna verð ég að halda áfram á þessari braut en sigur á svona móti eflir bara sjálfstraustið hjá manni.“ Golf Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL fór fram á Nesvellinum í 17. skipti í gær en mótið ber nafnið Einvígið á Nesinu. Að þessu sinni mun DHL styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, um eina milljón króna eftir mótið. Eins og hefð er fyrir er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í ár var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eina konan sem tók þátt á mótinu en hún er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni. Alfreð B. Kristinsson, bróðir hennar, tók einnig þátt í gær. Fyrirkomulag mótsins er á þann veg að keppendur leika fyrst níu holu höggleik og síðan eftir hádegi hefst sjálft einvígið þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir standa eftir á níundu holunni. Í ár var það Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem bar sigur úr býtum en þetta var í annað sinn sem kylfingurinn fer með sigur af hólmi á mótinu. Í úrslitum mættust þeir Birgir Leifur og Birgir Björn Magnússon, Keili, en hinn síðarnefndi er aðeins 16 ára gamall. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en þar hafði sá eldri betur.Með ungabarn heima „Manni líður alltaf vel eftir svona sigra,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Birgir Leifur og Elísabet Halldórsdóttir eignuðust sitt þriðja bara fyrir aðeins fimm dögum en þá kom lítill drengur í heiminn. „Það var vissulega nokkuð einkennilegt að taka þátt á golfmóti rétt eftir að strákurinn fæddist en maður komst í gegnum þetta. Maður verður auðvitað að standa við orð sín þegar maður lofar sér í svona góðgerðamót,“ segir Birgir Leifur. Að hans mati eru sigurvegarar mótsins þeir aðilar sem leggja góðu málefni lið en fyrirtækið DHL hefur ávallt aðstoðað ákveðnum málefnum með fjárhagslegum stuðningi að móti loknu. Aðstæður voru ekki góður á Nesvellinum í gær og blés töluvert.Maður reynir að forðast einvígin „Þetta er alltaf skemmtilegt mót þrátt fyrir að veðrið spilaði stórt hlutverk hér í dag. Það sem gerir þetta mót svona frábært er að það skiptir ekki alltaf máli hvernig maður er að spila, maður þarf bara að halda sér inn í leiknum. Maður þarf síðan að reyna eftir bestu getu að forðast einvígin og það skiptir mestu máli að vera einbeittur þegar að þeim kemur.“ Birgir Leifur spilaði að eigin sögn mjög vel á Nesvellinu í gær en átti við hinn 16 ára Birgi Björn á lokaholunni og tryggði sér sigurinn eftir bráðabana. „Hann er frábær kylfingur og á heldur betur framtíðina fyrir sér í þessari íþrótt. Við Íslendingar eigum ótrúlegan efnivið í þessu sporti.“ Birgir Leifur er 36 ára eða 20 árum eldri en nafni sinn. „Ég er bara að verða einn af gömlu köllunum á vellinum enda búinn að vera lengi að. Maður verður að halda vel á spöðunum á móti ungviðnum.“Á góðum stað „Ég þarf aðeins að fínpússa leikinn en annars líður mér mjög vel með mitt golf og er á góðum stað. Núna verð ég að halda áfram á þessari braut en sigur á svona móti eflir bara sjálfstraustið hjá manni.“
Golf Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira