Taka ekki undir lýsingar lögreglu um mansalsmál Brjánn Jónasson skrifar 31. júlí 2013 06:00 Aðeins einn dómur hefur fallið hér á landi vegna mansals. Í júní 2010 voru fimm litháískir menn dæmdir í fangelsi fyrir mansal. Fréttablaðið/GVA Engar vísbendingar hafa komið fram í um 100 vændismálum sem lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur tekið til skoðunar um að vændiskonur sem hér starfi séu fórnarlömb mansals. Þetta kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum sem kom út í gær. Í skýrslunni segir að rannsóknir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu haustið og veturinn 2012 hafi ekki leitt í ljós að mansal færi fram í umdæminu. Sama sé að segja um rannsóknir á vændi í umdæminu. „Í um 100 málum sem til skoðunar hafa verið hafa ekki komið fram vísbendingar um að vændiskonur sem hér starfa séu fórnarlömb mansals,“ segir í skýrslunni. Þar er þó tekið fram að grunur leiki á að mansal „kunni að fara fram“ hér á landi, einkum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum.Guðrún JónsdóttirGuðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist ekki geta tekið undir lýsingar. „Það er alveg ljóst að það hafa komið upp þó nokkur mál sem talin eru tengjast mansali, þó það hafi reynst erfitt að sanna það,“ segir Guðrún. Hún bendir á að átta erlendar konur hafi dvalist í Kristínarhúsi í fyrra sem tengja megi við mansal. Fimm konur hafi sjálfar staðfest að þær hafi verið fórnarlöm mansals, og að þær hafi verið sendar hingað í vændi. Þá hafi opinbera aðila grunað að þrjár til viðbótar hafi verið fórnarlömb mansals. „Mér hefði þótt eðlilegra að tala um að ekki séu staðfest dæmi um mansal,“ segir Guðrún. „Hjá okkur hafa dvalist konur vegna þess að það hafa verið taldar þó nokkrar líkur á að þær hafi verið fórnarlömb mansals.“Varasamir aðstoðarmenn hælisleitenda Flóttamenn sem sækja um hæli hér á landi geta verið útsettir fyrir misneytingu og ógnum af hálfu fólks sem gefur sig út fyrir að aðstoða þá við ýmis mál, segir í skýrslu ríkislögreglustjóra. Í skýrslunni segir að dæmi séu um slíka varasama aðstoðarmenn hér á landi, gjarnan fólk sem hafi haldið til hér á landi í lengri eða skemmri tíma. Þiggi hælisleitendur aðstoð geti skapast fjárhagsleg skuldbinding. Þekkt sé að erlendis hafi slíkar skuldbindingar gjarnan í för með sér misneytingu ýmiskonar og ógnir gagnvart hælisleitendum, og jafnvel gegn ættingjum þeirra í heimalandinu. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Engar vísbendingar hafa komið fram í um 100 vændismálum sem lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur tekið til skoðunar um að vændiskonur sem hér starfi séu fórnarlömb mansals. Þetta kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum sem kom út í gær. Í skýrslunni segir að rannsóknir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu haustið og veturinn 2012 hafi ekki leitt í ljós að mansal færi fram í umdæminu. Sama sé að segja um rannsóknir á vændi í umdæminu. „Í um 100 málum sem til skoðunar hafa verið hafa ekki komið fram vísbendingar um að vændiskonur sem hér starfa séu fórnarlömb mansals,“ segir í skýrslunni. Þar er þó tekið fram að grunur leiki á að mansal „kunni að fara fram“ hér á landi, einkum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum.Guðrún JónsdóttirGuðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist ekki geta tekið undir lýsingar. „Það er alveg ljóst að það hafa komið upp þó nokkur mál sem talin eru tengjast mansali, þó það hafi reynst erfitt að sanna það,“ segir Guðrún. Hún bendir á að átta erlendar konur hafi dvalist í Kristínarhúsi í fyrra sem tengja megi við mansal. Fimm konur hafi sjálfar staðfest að þær hafi verið fórnarlöm mansals, og að þær hafi verið sendar hingað í vændi. Þá hafi opinbera aðila grunað að þrjár til viðbótar hafi verið fórnarlömb mansals. „Mér hefði þótt eðlilegra að tala um að ekki séu staðfest dæmi um mansal,“ segir Guðrún. „Hjá okkur hafa dvalist konur vegna þess að það hafa verið taldar þó nokkrar líkur á að þær hafi verið fórnarlömb mansals.“Varasamir aðstoðarmenn hælisleitenda Flóttamenn sem sækja um hæli hér á landi geta verið útsettir fyrir misneytingu og ógnum af hálfu fólks sem gefur sig út fyrir að aðstoða þá við ýmis mál, segir í skýrslu ríkislögreglustjóra. Í skýrslunni segir að dæmi séu um slíka varasama aðstoðarmenn hér á landi, gjarnan fólk sem hafi haldið til hér á landi í lengri eða skemmri tíma. Þiggi hælisleitendur aðstoð geti skapast fjárhagsleg skuldbinding. Þekkt sé að erlendis hafi slíkar skuldbindingar gjarnan í för með sér misneytingu ýmiskonar og ógnir gagnvart hælisleitendum, og jafnvel gegn ættingjum þeirra í heimalandinu.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira