Íslenski boltinn

„Hef ekki hugmynd um hvað er í gangi hjá KR”

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Jónsson
Björn Jónsson Mynd / Valli
Björn Jónsson hefur farið þess á leit við stjórn knattspyrnudeildar KR að fá að yfirgefa félagið í félagaskiptaglugganum sem lokar á miðnætti í kvöld. Björn telur ekki líklegt að hann gangi í raðir annars félags síðar í dag.

„Ég hef í raun ekki hugmynd um hvað er í gangi hjá KR og hef ekkert heyrt í neinum þar,“ segir Björn.

Leikmaðurinn hefur verið frá allt tímabilið vegna meiðsla.

„Það hafa nokkur félög haft samband við mig en ég kærði mig ekki um að svara þeim, þar sem ég veit ekkert um framtíð mína. Eins og staðan er í dag er ég leikmaður hjá KR. Ég hef samt sem áður tjáð þeim að ég vilji yfirgefa klúbbinn.“

Björn hefur æft einn nánast allt tímabilið og stefnir á endurkomu á næsta tímabili.

„Samningur minn við KR rennur út í október og líklega mun ég finna mér nýtt félag eftir tímabilið. Það er í raun útilokað að skipta um klúbb upp úr þessu.“

Björn gekk í raðir Heerenveen árið 2006, þá 16 ára gamall og þótti mikið efni. Hann kom til KR 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×