Ekki boðleg aðstaða fyrir leiðsögumenn Brjánn Jónasson skrifar 23. júlí 2013 23:45 Leiðsögumenn kvarta yfir skorti á fótaplássi, óþægilegum sætum og því að bílbelti fyrir þá séu oft verri en fyrir aðra farþega. Fréttablaðið/gva Leiðsögumenn telja aðstæður sem þeim eru boðnar upp í rútum á óviðunandi og krefja rútufyrirtækin um úrbætur. Vinnueftirlitið hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustu til að fara yfir vinnuaðstæður í bílum. „Sumar rútur eru einfaldlega allt of þröngar fyrir leiðsögumennina, það er ekki gert ráð fyrir því að leiðsögumennirnir hafi lappir, hvað þá að þeir hafi gögn með sér,“ segir Örvar Már Kristinsson, formaður Félags leiðsögumanna. „Öryggisbeltin ná oft bara yfir mjaðmirnar í stað þess að vera þriggja punkta,“ segir Örvar. Þá séu sætin, sem oft eru samanleggjanleg, mörg þannig að þau myndu ekki teljast boðleg skrifstofufólki í heilan dag, hvað þá leiðsögumönnum sem hossist um misjafna vegi langa vinnudaga. Þá sé það þreytandi til lengdar að þurfa að halda á hljóðnema til að tala við farþegana, í stað þess að vera með handfrjálsan búnað. Örvar segir einnig óþægilegt að hafa ekki spegla til að sjá farþegna án þess að snúa sér í sætinu. Örvar bendir á að gjarnan sé vel hugsað um aðstöðu bílstjóra, sem sitji margir á sérstökum loftpúðasætum, á meðan leiðsögumennirnir virðist gleymast. „Ég tel að það ætti ekki að vera erfitt að bæta úr þessu. Ef vinnulöggjöfin segir að fólk eigi að hafa mannsæmandi aðstöðu þá verða rútufyrirtækin að laga þetta,“ segir Örvar. „Ég hef fulla trú á því að rútufyrirtækin hafi mikinn áhuga á að breyta aðstöðu leiðsögumanna og koma til móts við kröfur þeirra.“Kannast ekki við kvartanir „Við höfum ekki fengið þessar kvartanir,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins Kynnisferða. Hann segir að haldnir séu reglulegir fundir með bílstjórum og leiðsögumönnum og þetta hafi ekki komið upp á þeim fundum. Þórir Garðarsson, talsmaður rútufyrirtækisins Allrahanda, segir rútuflota fyrirtækisins mikið endurnýjaðan og í rútunum sé pláss fyrir leiðsögumenn eins og Evrópustaðlar kveði á um. Í bréfi sem Vinnueftirlitið hefur sent fyrirtækjum í ferðaþjónustu, samtökum atvinnurekenda og stéttarfélögum eru fyrirtæki í ferðaþjónustu hvött til að fara yfir vinnuaðstöðu bílstjóra og leiðsögumanna til að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. „Þetta er fyrsta skrefið, en við munum í framhaldinu fara yfir hvað þarf að gera,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri þróunar- og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Leiðsögumenn telja aðstæður sem þeim eru boðnar upp í rútum á óviðunandi og krefja rútufyrirtækin um úrbætur. Vinnueftirlitið hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustu til að fara yfir vinnuaðstæður í bílum. „Sumar rútur eru einfaldlega allt of þröngar fyrir leiðsögumennina, það er ekki gert ráð fyrir því að leiðsögumennirnir hafi lappir, hvað þá að þeir hafi gögn með sér,“ segir Örvar Már Kristinsson, formaður Félags leiðsögumanna. „Öryggisbeltin ná oft bara yfir mjaðmirnar í stað þess að vera þriggja punkta,“ segir Örvar. Þá séu sætin, sem oft eru samanleggjanleg, mörg þannig að þau myndu ekki teljast boðleg skrifstofufólki í heilan dag, hvað þá leiðsögumönnum sem hossist um misjafna vegi langa vinnudaga. Þá sé það þreytandi til lengdar að þurfa að halda á hljóðnema til að tala við farþegana, í stað þess að vera með handfrjálsan búnað. Örvar segir einnig óþægilegt að hafa ekki spegla til að sjá farþegna án þess að snúa sér í sætinu. Örvar bendir á að gjarnan sé vel hugsað um aðstöðu bílstjóra, sem sitji margir á sérstökum loftpúðasætum, á meðan leiðsögumennirnir virðist gleymast. „Ég tel að það ætti ekki að vera erfitt að bæta úr þessu. Ef vinnulöggjöfin segir að fólk eigi að hafa mannsæmandi aðstöðu þá verða rútufyrirtækin að laga þetta,“ segir Örvar. „Ég hef fulla trú á því að rútufyrirtækin hafi mikinn áhuga á að breyta aðstöðu leiðsögumanna og koma til móts við kröfur þeirra.“Kannast ekki við kvartanir „Við höfum ekki fengið þessar kvartanir,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins Kynnisferða. Hann segir að haldnir séu reglulegir fundir með bílstjórum og leiðsögumönnum og þetta hafi ekki komið upp á þeim fundum. Þórir Garðarsson, talsmaður rútufyrirtækisins Allrahanda, segir rútuflota fyrirtækisins mikið endurnýjaðan og í rútunum sé pláss fyrir leiðsögumenn eins og Evrópustaðlar kveði á um. Í bréfi sem Vinnueftirlitið hefur sent fyrirtækjum í ferðaþjónustu, samtökum atvinnurekenda og stéttarfélögum eru fyrirtæki í ferðaþjónustu hvött til að fara yfir vinnuaðstöðu bílstjóra og leiðsögumanna til að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. „Þetta er fyrsta skrefið, en við munum í framhaldinu fara yfir hvað þarf að gera,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri þróunar- og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira