Ekki boðleg aðstaða fyrir leiðsögumenn Brjánn Jónasson skrifar 23. júlí 2013 23:45 Leiðsögumenn kvarta yfir skorti á fótaplássi, óþægilegum sætum og því að bílbelti fyrir þá séu oft verri en fyrir aðra farþega. Fréttablaðið/gva Leiðsögumenn telja aðstæður sem þeim eru boðnar upp í rútum á óviðunandi og krefja rútufyrirtækin um úrbætur. Vinnueftirlitið hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustu til að fara yfir vinnuaðstæður í bílum. „Sumar rútur eru einfaldlega allt of þröngar fyrir leiðsögumennina, það er ekki gert ráð fyrir því að leiðsögumennirnir hafi lappir, hvað þá að þeir hafi gögn með sér,“ segir Örvar Már Kristinsson, formaður Félags leiðsögumanna. „Öryggisbeltin ná oft bara yfir mjaðmirnar í stað þess að vera þriggja punkta,“ segir Örvar. Þá séu sætin, sem oft eru samanleggjanleg, mörg þannig að þau myndu ekki teljast boðleg skrifstofufólki í heilan dag, hvað þá leiðsögumönnum sem hossist um misjafna vegi langa vinnudaga. Þá sé það þreytandi til lengdar að þurfa að halda á hljóðnema til að tala við farþegana, í stað þess að vera með handfrjálsan búnað. Örvar segir einnig óþægilegt að hafa ekki spegla til að sjá farþegna án þess að snúa sér í sætinu. Örvar bendir á að gjarnan sé vel hugsað um aðstöðu bílstjóra, sem sitji margir á sérstökum loftpúðasætum, á meðan leiðsögumennirnir virðist gleymast. „Ég tel að það ætti ekki að vera erfitt að bæta úr þessu. Ef vinnulöggjöfin segir að fólk eigi að hafa mannsæmandi aðstöðu þá verða rútufyrirtækin að laga þetta,“ segir Örvar. „Ég hef fulla trú á því að rútufyrirtækin hafi mikinn áhuga á að breyta aðstöðu leiðsögumanna og koma til móts við kröfur þeirra.“Kannast ekki við kvartanir „Við höfum ekki fengið þessar kvartanir,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins Kynnisferða. Hann segir að haldnir séu reglulegir fundir með bílstjórum og leiðsögumönnum og þetta hafi ekki komið upp á þeim fundum. Þórir Garðarsson, talsmaður rútufyrirtækisins Allrahanda, segir rútuflota fyrirtækisins mikið endurnýjaðan og í rútunum sé pláss fyrir leiðsögumenn eins og Evrópustaðlar kveði á um. Í bréfi sem Vinnueftirlitið hefur sent fyrirtækjum í ferðaþjónustu, samtökum atvinnurekenda og stéttarfélögum eru fyrirtæki í ferðaþjónustu hvött til að fara yfir vinnuaðstöðu bílstjóra og leiðsögumanna til að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. „Þetta er fyrsta skrefið, en við munum í framhaldinu fara yfir hvað þarf að gera,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri þróunar- og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
Leiðsögumenn telja aðstæður sem þeim eru boðnar upp í rútum á óviðunandi og krefja rútufyrirtækin um úrbætur. Vinnueftirlitið hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustu til að fara yfir vinnuaðstæður í bílum. „Sumar rútur eru einfaldlega allt of þröngar fyrir leiðsögumennina, það er ekki gert ráð fyrir því að leiðsögumennirnir hafi lappir, hvað þá að þeir hafi gögn með sér,“ segir Örvar Már Kristinsson, formaður Félags leiðsögumanna. „Öryggisbeltin ná oft bara yfir mjaðmirnar í stað þess að vera þriggja punkta,“ segir Örvar. Þá séu sætin, sem oft eru samanleggjanleg, mörg þannig að þau myndu ekki teljast boðleg skrifstofufólki í heilan dag, hvað þá leiðsögumönnum sem hossist um misjafna vegi langa vinnudaga. Þá sé það þreytandi til lengdar að þurfa að halda á hljóðnema til að tala við farþegana, í stað þess að vera með handfrjálsan búnað. Örvar segir einnig óþægilegt að hafa ekki spegla til að sjá farþegna án þess að snúa sér í sætinu. Örvar bendir á að gjarnan sé vel hugsað um aðstöðu bílstjóra, sem sitji margir á sérstökum loftpúðasætum, á meðan leiðsögumennirnir virðist gleymast. „Ég tel að það ætti ekki að vera erfitt að bæta úr þessu. Ef vinnulöggjöfin segir að fólk eigi að hafa mannsæmandi aðstöðu þá verða rútufyrirtækin að laga þetta,“ segir Örvar. „Ég hef fulla trú á því að rútufyrirtækin hafi mikinn áhuga á að breyta aðstöðu leiðsögumanna og koma til móts við kröfur þeirra.“Kannast ekki við kvartanir „Við höfum ekki fengið þessar kvartanir,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins Kynnisferða. Hann segir að haldnir séu reglulegir fundir með bílstjórum og leiðsögumönnum og þetta hafi ekki komið upp á þeim fundum. Þórir Garðarsson, talsmaður rútufyrirtækisins Allrahanda, segir rútuflota fyrirtækisins mikið endurnýjaðan og í rútunum sé pláss fyrir leiðsögumenn eins og Evrópustaðlar kveði á um. Í bréfi sem Vinnueftirlitið hefur sent fyrirtækjum í ferðaþjónustu, samtökum atvinnurekenda og stéttarfélögum eru fyrirtæki í ferðaþjónustu hvött til að fara yfir vinnuaðstöðu bílstjóra og leiðsögumanna til að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. „Þetta er fyrsta skrefið, en við munum í framhaldinu fara yfir hvað þarf að gera,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri þróunar- og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira