Leikið á Björgvin í kirkjum landsins Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. júlí 2013 07:00 Hér er Björgvin með eina af rúmlega þúsund pípum en fyrir aftan hann er Egill sonur hans að baksa við aðra. Fréttablaðið/GVA „Það er liðið um það bil ár síðan ég rölti hérna um kirkjuna með organista og formanni sóknarnefndar til að sjá hvernig við vildum hafa þetta,“ segir Björgvin Tómasson orgelsmiður, sem nú er að setja upp nýjustu afurð sína í Vídalínskirkju í Garðabæ. Slíkt verk er ekki hrist fram úr erminni en því fylgja 1.200 pípur og eru sumar þeirra í um sjö metra hæð. Þegar þær eru komnar á sinn stað á svo eftir að stilla og inntóna orgelið, sem er tímafrekt, svo það verður ekki fyrr en í október sem hljóðfærið verður komið í gagnið. „Það er mikill munur fyrir kirkjurnar að fá innlendan mann til að gera þetta. Ég get til dæmis smíðað orgelið inn í kirkjuna en því er ekki að heilsa þegar menn kaupa þetta að utan,“ segir Björgvin. Það er reyndar ekki um marga innlenda að ræða því hann er eini orgelsmiðurinn á landinu og því segir hann í gríni að það ríki alltaf mikil sátt þegar stéttarfélagið kemur saman. Hann er engin nýgræðingur í greininni en aldarfjórðungur er liðinn frá því hann hannaði sitt fyrsta orgel. „Já, það var Björgvin Tómasson opus 1 en þessi hérna er Björgvin Tómasson opus 34.“ Honum þykir það þó óneitanlega undarleg tilhugsun að verið sé að leika á Björgvin víða um land. Hann segist þó ekki gera upp á milli þessara nafna sinna. „Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna,“ segir hann. „Hins vegar er það alveg sársaukalaust að segja frá því hvar þeir hljóma best en eins og við vitum getur hljómburður verið æði misjafn í kirkjum landsins. Ég er til dæmis sérstaklega ánægður með hvernig hann hljómar í Laugarneskirkju, þar er reyndar stærsta orgelið sem ég hef smíðað.“ Hann segist einnig ánægður með hvernig Björgvinarnir hljóma í Hjallakirkju og Digraneskirkju í Kópavogi. Þótt Björgvin sé einn í stéttarfélagi orgelsmiða á Íslandi er hann ekki einn að verki. „Ég er svo heppinn að hafa starfað með Jóhanni Halli Jónssyni smiði í ein tuttugu ár og svo Guðmundi Gesti Þórissyni um alllangt skeið. Svo hefur sonur minn verið mér mikil hjálparhella. Þó held ég að það sé borin von að hann vilji halda taka við kyndlinum og halda þessari listiðju í fjölskyldunni.“ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
„Það er liðið um það bil ár síðan ég rölti hérna um kirkjuna með organista og formanni sóknarnefndar til að sjá hvernig við vildum hafa þetta,“ segir Björgvin Tómasson orgelsmiður, sem nú er að setja upp nýjustu afurð sína í Vídalínskirkju í Garðabæ. Slíkt verk er ekki hrist fram úr erminni en því fylgja 1.200 pípur og eru sumar þeirra í um sjö metra hæð. Þegar þær eru komnar á sinn stað á svo eftir að stilla og inntóna orgelið, sem er tímafrekt, svo það verður ekki fyrr en í október sem hljóðfærið verður komið í gagnið. „Það er mikill munur fyrir kirkjurnar að fá innlendan mann til að gera þetta. Ég get til dæmis smíðað orgelið inn í kirkjuna en því er ekki að heilsa þegar menn kaupa þetta að utan,“ segir Björgvin. Það er reyndar ekki um marga innlenda að ræða því hann er eini orgelsmiðurinn á landinu og því segir hann í gríni að það ríki alltaf mikil sátt þegar stéttarfélagið kemur saman. Hann er engin nýgræðingur í greininni en aldarfjórðungur er liðinn frá því hann hannaði sitt fyrsta orgel. „Já, það var Björgvin Tómasson opus 1 en þessi hérna er Björgvin Tómasson opus 34.“ Honum þykir það þó óneitanlega undarleg tilhugsun að verið sé að leika á Björgvin víða um land. Hann segist þó ekki gera upp á milli þessara nafna sinna. „Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna,“ segir hann. „Hins vegar er það alveg sársaukalaust að segja frá því hvar þeir hljóma best en eins og við vitum getur hljómburður verið æði misjafn í kirkjum landsins. Ég er til dæmis sérstaklega ánægður með hvernig hann hljómar í Laugarneskirkju, þar er reyndar stærsta orgelið sem ég hef smíðað.“ Hann segist einnig ánægður með hvernig Björgvinarnir hljóma í Hjallakirkju og Digraneskirkju í Kópavogi. Þótt Björgvin sé einn í stéttarfélagi orgelsmiða á Íslandi er hann ekki einn að verki. „Ég er svo heppinn að hafa starfað með Jóhanni Halli Jónssyni smiði í ein tuttugu ár og svo Guðmundi Gesti Þórissyni um alllangt skeið. Svo hefur sonur minn verið mér mikil hjálparhella. Þó held ég að það sé borin von að hann vilji halda taka við kyndlinum og halda þessari listiðju í fjölskyldunni.“
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira