Vilja fleiri í samstarf um hælisleitendur Brjánn Jónasson skrifar 22. júlí 2013 06:15 Hælisleitendur hafa hingað til verið hýstir í Reykjanesbæ, flestir í húsnæði Fithostels í Njarðvíkum. Húsnæði bæjarins er löngu sprungið og hefur bærinn þurfti að hýsa flóttamenn í öðrum sveitarfélögum. Fréttablaðið/Vilhelm Innanríkisráðuneytið hefur sent öllum sveitarfélögum landsins bréf þar sem óskað er eftir samstarfi við áhugasöm sveitarfélög um móttöku hælisleitenda. Reykjanesbær mun hætta að taka á móti fleiri hælisleitendum 1. október. Í bréfi ráðuneytisins segir að vegna aukins fjölda hælisleitenda þurfi að semja við fleiri sveitarfélög en Reykjanesbæ um móttöku hælisleitenda. Bréfið var sent út 10. júlí síðastliðinn, og hafa engin svör borist enn samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu. Reykjanesbær hefur hingað til tekið á móti öllum hælisleitendum sem koma hingað til lands, og er bærinn nú með 151 hælisleitanda á sínum snærum, segir Hera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ. Bæjaryfirvöld höfðu tilkynnt innanríkisráðuneytinu að ekki yrði tekið á móti fleiri flóttamönnum eftir 1. júlí síðastliðinn. Hera segir að fresturinn hafi nú verið framlengdur til 1. október til að gefa ráðuneytinu svigrúm til að endurskipuleggja málaflokkinn. „Við verðum áfram með þjónustu við hælisleitendur, en við getum ekki þjónustað svona marga,“ segir Hera. Hún segir bæinn ráða með góðu móti við á bilinu 50 til 70 hælisleitendur. „Við höfum lýst okkur reiðubúin til að hýsa hælisleitendur í Reykjavík,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs borgarinnar. Samningaviðræður við innanríkisráðuneytið fóru af stað síðasta haust, en hafa litlu skilað hingað til. Nú virðist kominn skriður á viðræðurnar því innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að borgin taki við 50 hælisleitendum, segir Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Talað sé um svipaðan fjölda hjá Reykjanesbæ og 10 til 20 hjá öðrum sveitarfélögum. Anna segir að nú sé beðið eftir næstu skrefum frá ráðuneytinu. Semja þurfi um krónur og aura, auk þess sem ákveða þurfi hvaða verklag eigi að viðhafa.Ekki vandamál sem hverfurÍslendingar verða að takast á við aukinn fjölda flóttamanna, enda benda allar spár um flutninga fólks milli svæða í heiminum til þess að flóttamönnum muni fjölga áfram segir Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar „Þetta mun verða viðvarandi ástand, þetta er ekkert sem gengur yfir,“ segir Anna. „Þetta er hópur sem krefst talsverðrar þjónustu, jafnvel fólk sem hefur búið á stríðshrjáðum svæðum og búið við mikla ógn,“ segir Anna. Koma þurfi upp sérfræðiþekkingu til að takast á við þarfir fólksis, auk þess sem útvega þurfi húsnæði. Hún segir ekki skynsamlegt að koma öllum fyrir á sama stað, huga þurfi að þörfum mismunandi hópa flóttamanna Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur sent öllum sveitarfélögum landsins bréf þar sem óskað er eftir samstarfi við áhugasöm sveitarfélög um móttöku hælisleitenda. Reykjanesbær mun hætta að taka á móti fleiri hælisleitendum 1. október. Í bréfi ráðuneytisins segir að vegna aukins fjölda hælisleitenda þurfi að semja við fleiri sveitarfélög en Reykjanesbæ um móttöku hælisleitenda. Bréfið var sent út 10. júlí síðastliðinn, og hafa engin svör borist enn samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu. Reykjanesbær hefur hingað til tekið á móti öllum hælisleitendum sem koma hingað til lands, og er bærinn nú með 151 hælisleitanda á sínum snærum, segir Hera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ. Bæjaryfirvöld höfðu tilkynnt innanríkisráðuneytinu að ekki yrði tekið á móti fleiri flóttamönnum eftir 1. júlí síðastliðinn. Hera segir að fresturinn hafi nú verið framlengdur til 1. október til að gefa ráðuneytinu svigrúm til að endurskipuleggja málaflokkinn. „Við verðum áfram með þjónustu við hælisleitendur, en við getum ekki þjónustað svona marga,“ segir Hera. Hún segir bæinn ráða með góðu móti við á bilinu 50 til 70 hælisleitendur. „Við höfum lýst okkur reiðubúin til að hýsa hælisleitendur í Reykjavík,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs borgarinnar. Samningaviðræður við innanríkisráðuneytið fóru af stað síðasta haust, en hafa litlu skilað hingað til. Nú virðist kominn skriður á viðræðurnar því innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að borgin taki við 50 hælisleitendum, segir Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Talað sé um svipaðan fjölda hjá Reykjanesbæ og 10 til 20 hjá öðrum sveitarfélögum. Anna segir að nú sé beðið eftir næstu skrefum frá ráðuneytinu. Semja þurfi um krónur og aura, auk þess sem ákveða þurfi hvaða verklag eigi að viðhafa.Ekki vandamál sem hverfurÍslendingar verða að takast á við aukinn fjölda flóttamanna, enda benda allar spár um flutninga fólks milli svæða í heiminum til þess að flóttamönnum muni fjölga áfram segir Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar „Þetta mun verða viðvarandi ástand, þetta er ekkert sem gengur yfir,“ segir Anna. „Þetta er hópur sem krefst talsverðrar þjónustu, jafnvel fólk sem hefur búið á stríðshrjáðum svæðum og búið við mikla ógn,“ segir Anna. Koma þurfi upp sérfræðiþekkingu til að takast á við þarfir fólksis, auk þess sem útvega þurfi húsnæði. Hún segir ekki skynsamlegt að koma öllum fyrir á sama stað, huga þurfi að þörfum mismunandi hópa flóttamanna
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira