Vilja fleiri í samstarf um hælisleitendur Brjánn Jónasson skrifar 22. júlí 2013 06:15 Hælisleitendur hafa hingað til verið hýstir í Reykjanesbæ, flestir í húsnæði Fithostels í Njarðvíkum. Húsnæði bæjarins er löngu sprungið og hefur bærinn þurfti að hýsa flóttamenn í öðrum sveitarfélögum. Fréttablaðið/Vilhelm Innanríkisráðuneytið hefur sent öllum sveitarfélögum landsins bréf þar sem óskað er eftir samstarfi við áhugasöm sveitarfélög um móttöku hælisleitenda. Reykjanesbær mun hætta að taka á móti fleiri hælisleitendum 1. október. Í bréfi ráðuneytisins segir að vegna aukins fjölda hælisleitenda þurfi að semja við fleiri sveitarfélög en Reykjanesbæ um móttöku hælisleitenda. Bréfið var sent út 10. júlí síðastliðinn, og hafa engin svör borist enn samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu. Reykjanesbær hefur hingað til tekið á móti öllum hælisleitendum sem koma hingað til lands, og er bærinn nú með 151 hælisleitanda á sínum snærum, segir Hera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ. Bæjaryfirvöld höfðu tilkynnt innanríkisráðuneytinu að ekki yrði tekið á móti fleiri flóttamönnum eftir 1. júlí síðastliðinn. Hera segir að fresturinn hafi nú verið framlengdur til 1. október til að gefa ráðuneytinu svigrúm til að endurskipuleggja málaflokkinn. „Við verðum áfram með þjónustu við hælisleitendur, en við getum ekki þjónustað svona marga,“ segir Hera. Hún segir bæinn ráða með góðu móti við á bilinu 50 til 70 hælisleitendur. „Við höfum lýst okkur reiðubúin til að hýsa hælisleitendur í Reykjavík,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs borgarinnar. Samningaviðræður við innanríkisráðuneytið fóru af stað síðasta haust, en hafa litlu skilað hingað til. Nú virðist kominn skriður á viðræðurnar því innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að borgin taki við 50 hælisleitendum, segir Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Talað sé um svipaðan fjölda hjá Reykjanesbæ og 10 til 20 hjá öðrum sveitarfélögum. Anna segir að nú sé beðið eftir næstu skrefum frá ráðuneytinu. Semja þurfi um krónur og aura, auk þess sem ákveða þurfi hvaða verklag eigi að viðhafa.Ekki vandamál sem hverfurÍslendingar verða að takast á við aukinn fjölda flóttamanna, enda benda allar spár um flutninga fólks milli svæða í heiminum til þess að flóttamönnum muni fjölga áfram segir Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar „Þetta mun verða viðvarandi ástand, þetta er ekkert sem gengur yfir,“ segir Anna. „Þetta er hópur sem krefst talsverðrar þjónustu, jafnvel fólk sem hefur búið á stríðshrjáðum svæðum og búið við mikla ógn,“ segir Anna. Koma þurfi upp sérfræðiþekkingu til að takast á við þarfir fólksis, auk þess sem útvega þurfi húsnæði. Hún segir ekki skynsamlegt að koma öllum fyrir á sama stað, huga þurfi að þörfum mismunandi hópa flóttamanna Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur sent öllum sveitarfélögum landsins bréf þar sem óskað er eftir samstarfi við áhugasöm sveitarfélög um móttöku hælisleitenda. Reykjanesbær mun hætta að taka á móti fleiri hælisleitendum 1. október. Í bréfi ráðuneytisins segir að vegna aukins fjölda hælisleitenda þurfi að semja við fleiri sveitarfélög en Reykjanesbæ um móttöku hælisleitenda. Bréfið var sent út 10. júlí síðastliðinn, og hafa engin svör borist enn samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu. Reykjanesbær hefur hingað til tekið á móti öllum hælisleitendum sem koma hingað til lands, og er bærinn nú með 151 hælisleitanda á sínum snærum, segir Hera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ. Bæjaryfirvöld höfðu tilkynnt innanríkisráðuneytinu að ekki yrði tekið á móti fleiri flóttamönnum eftir 1. júlí síðastliðinn. Hera segir að fresturinn hafi nú verið framlengdur til 1. október til að gefa ráðuneytinu svigrúm til að endurskipuleggja málaflokkinn. „Við verðum áfram með þjónustu við hælisleitendur, en við getum ekki þjónustað svona marga,“ segir Hera. Hún segir bæinn ráða með góðu móti við á bilinu 50 til 70 hælisleitendur. „Við höfum lýst okkur reiðubúin til að hýsa hælisleitendur í Reykjavík,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs borgarinnar. Samningaviðræður við innanríkisráðuneytið fóru af stað síðasta haust, en hafa litlu skilað hingað til. Nú virðist kominn skriður á viðræðurnar því innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að borgin taki við 50 hælisleitendum, segir Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Talað sé um svipaðan fjölda hjá Reykjanesbæ og 10 til 20 hjá öðrum sveitarfélögum. Anna segir að nú sé beðið eftir næstu skrefum frá ráðuneytinu. Semja þurfi um krónur og aura, auk þess sem ákveða þurfi hvaða verklag eigi að viðhafa.Ekki vandamál sem hverfurÍslendingar verða að takast á við aukinn fjölda flóttamanna, enda benda allar spár um flutninga fólks milli svæða í heiminum til þess að flóttamönnum muni fjölga áfram segir Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar „Þetta mun verða viðvarandi ástand, þetta er ekkert sem gengur yfir,“ segir Anna. „Þetta er hópur sem krefst talsverðrar þjónustu, jafnvel fólk sem hefur búið á stríðshrjáðum svæðum og búið við mikla ógn,“ segir Anna. Koma þurfi upp sérfræðiþekkingu til að takast á við þarfir fólksis, auk þess sem útvega þurfi húsnæði. Hún segir ekki skynsamlegt að koma öllum fyrir á sama stað, huga þurfi að þörfum mismunandi hópa flóttamanna
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira