Innlent

Opin fyrir styttingu námstíma

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Kvennaskólinn er einn þeirra framhaldsskóla þar sem fjöldi nemenda útskrifast vel innan fjögurra ára.fréttablaðið/valgarður
Kvennaskólinn er einn þeirra framhaldsskóla þar sem fjöldi nemenda útskrifast vel innan fjögurra ára.fréttablaðið/valgarður
„Það að námstíminn eigi að vera fjögur ár er alls ekki heilagt atriði í okkar augum, síður en svo,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.

Hún segir að gildandi lög um framhaldsskóla frá 2008 tiltaki ekki árafjöldann til stúdentsprófs og aðeins örfáir framhaldsskólar eða bekkjarskólarnir svonefndu miði við fjögurra ára námstíma.

„Langflestir framhaldsskólar eru með áfangakerfi og margir nemendur klára námið nú þegar á styttri tíma en fjórum árum. Við höfum einmitt talað fyrir því í langan tíma að nemendur hafi sveigjanleika til að klára námið á þeim tíma sem þeim hentar,“ segir hún.

Aðalheiður Steingrímsdóttir
Hún segir hins vegar að fara verði aðrar leiðir til að draga úr brottfalli. „Sú stytting sem atvinnulífið talar um og fullyrðingar um að hún dragi úr brottfalli eru algerlega gripnar úr lausu lofti. Það hefur til dæmis aldrei verið sýnt fram á að styttri námstími eins og atvinnulífið talar um dragi úr brottfalli.“ 

Hún segist ekki gera lítið úr vandanum sem brottfall er, en fara verði allt aðrar leiðir til að leysa hann. „En þar fyrir utan eru það engan veginn réttar forsendur og að mínu mati mjög metnaðarlaus stefna að hirða lítið um innihald menntunarinnar sem nemendur eiga á rétt á, en einblína bara á að skera og spara í opinbera menntakerfinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×