Hefur mikla þýðingu fyrir félagið að komast áfram Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2013 06:45 Heimir hefur trú á því að FH fari áfram. fréttablaðið/stefán FH-ingar unnu frábæran 1-0 sigur á litháísku meisturunum í Ekranas í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær en leikurinn fór fram í Litháen. FH stendur því vel að vígi fyrir síðari leikinn sem fram fer á Kaplakrikavelli eftir viku. Pétur Viðarsson skoraði eina mark leiksins eftir um hálftíma leik. Skot heimamanna höfnuðu nokkrum sinnum í tréverkinu og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum en Hafnfirðingarnir höfðu heppnina með sér og héldu markinu hreinu. „Það er góð stemmning í hópnum hér í rútunni á leiðinni á hótelið okkar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Við lögðum upp með að spila sterkan varnarleik og beita skyndisóknum og það gekk algjörlega eftir. Við náðum síðan að skora markið eftir fast leikatriði. Þeir [Ekranas] fengu sín færi í leiknum en mér fannst þeir aldrei ná einhverjum tökum á þessum leik. Eðlilega voru þeir meira með boltann en við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir það.“ Ekranas hefur verið sigursælt lið í Litháen undanfarin ár. „Þetta lið hefur orðið litháískur meistari síðastliðin fimm ár og er því mjög vel mannað. Því hefur aftur á móti ekki gengið sem skyldi í deildinni á þessu tímabili. Við erum auðvitað bara ánægðir með þennan sigur hjá okkur en við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að síðari leikurinn er eftir heima.“ Það verður mikið undir eftir eina viku. „Við förum nokkuð rólega inn í heimaleikinn og þurfum að nálgast hann af skynsemi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnudeild FH að fara áfram og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það mun hafa mikla þýðingu fyrir félagið að komast áfram í þessu einvígi. Það mun þýða fjóra leiki til viðbótar í þessari deild.“ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
FH-ingar unnu frábæran 1-0 sigur á litháísku meisturunum í Ekranas í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær en leikurinn fór fram í Litháen. FH stendur því vel að vígi fyrir síðari leikinn sem fram fer á Kaplakrikavelli eftir viku. Pétur Viðarsson skoraði eina mark leiksins eftir um hálftíma leik. Skot heimamanna höfnuðu nokkrum sinnum í tréverkinu og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum en Hafnfirðingarnir höfðu heppnina með sér og héldu markinu hreinu. „Það er góð stemmning í hópnum hér í rútunni á leiðinni á hótelið okkar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Við lögðum upp með að spila sterkan varnarleik og beita skyndisóknum og það gekk algjörlega eftir. Við náðum síðan að skora markið eftir fast leikatriði. Þeir [Ekranas] fengu sín færi í leiknum en mér fannst þeir aldrei ná einhverjum tökum á þessum leik. Eðlilega voru þeir meira með boltann en við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir það.“ Ekranas hefur verið sigursælt lið í Litháen undanfarin ár. „Þetta lið hefur orðið litháískur meistari síðastliðin fimm ár og er því mjög vel mannað. Því hefur aftur á móti ekki gengið sem skyldi í deildinni á þessu tímabili. Við erum auðvitað bara ánægðir með þennan sigur hjá okkur en við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að síðari leikurinn er eftir heima.“ Það verður mikið undir eftir eina viku. „Við förum nokkuð rólega inn í heimaleikinn og þurfum að nálgast hann af skynsemi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnudeild FH að fara áfram og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það mun hafa mikla þýðingu fyrir félagið að komast áfram í þessu einvígi. Það mun þýða fjóra leiki til viðbótar í þessari deild.“
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira