"Við fáum alltaf borgað" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2013 07:00 Williamson hefur staðið sig vel hjá Val í sumar. Fréttablaðið/Daníel „Tímabilið hefur gengið nokkuð vel. Við vildum auðvitað vera nær KR-ingum en þeir hafa verið í fantaformi. Nú eigum við þrjá leiki sem við stefnum á að vinna til að komast í toppbaráttuna aftur,“ segir Skotinn Iain James Williamson, leikmaður Vals. Valur tekur á móti nýliðum Víkings frá Ólafsvík í 11. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Valur situr í 5. sæti en ætlar sér ofar. „Við trúum því að við getum hafnað í öðru eða þriðja sætinu. Það getur vel gerst en hafa verður í huga að fimm efstu liðin geta hvert unnið annað,“ segir Williamson. Skotinn meiddist á hné í síðasta leik Valsmanna gegn FH og missir af öllum líkindum af leik kvöldsins. Hann reiknar þó með því að vera klár í slaginn á sunnudaginn gegn FH. Williamson, sem spilaði með Grindavík í fyrra, ber landsbyggðinni vel söguna þrátt fyrir að vera borgarbarn. „Hjá Grindavík bjuggum við útlendingarnir saman en hérna bý ég einn. Ég er vanari borgarlífinu í Skotlandi og þar er meira um að vera.“ Skotinn hefur komið við sögu í tíu leikjum Vals í sumar en á enn eftir að skora.Menningarmunur á löndunum „Ég held að markið sé handan við hornið. Ég spila reyndar aðeins aftar á vellinum en ég hef gert stærstan hluta ferilsins. Mér hefur þó tekist að leggja upp nokkur mörk og það er kannski frekar hlutverk mitt núna.“ Fæstir Reykvíkingar bera sumrinu vel söguna en Williamson kippir sér lítið upp við sólarleysið. „Ég er vanur því að verða fyrir vonbrigðum með veðrið enda frá Skotlandi. Það er kannski aðeins hlýrra heima, við fáum a.m.k. nokkra mjög hlýja daga, en veðrið angrar mig ekki,“ segir Skotinn. Það sama verður ekki sagt um foreldra hans sem komu í heimsókn á dögunum. „Þau trúðu því ekki hve kalt var hérna,“ segir Williamson. Orðrómur hefur verið um að leikmenn í efstu deild eigi margir hverjir í erfiðleikum með að fá laun sín greidd. Williamson segist ánægður hjá Val og segist ekki hafa lent í vandræðum hvað þetta viðkvæma mál snertir. „Það er menningarmunur á Skotlandi og hér hvað þetta varðar. Ég hef hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. Við fáum alltaf borgað.“ Leikur Vals og Víkings hefst á Vodafone-vellinum klukkan 19.15. Á sama tíma verður flautað til leiks á Skaganum þar sem Fylkir verður í heimsókn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
„Tímabilið hefur gengið nokkuð vel. Við vildum auðvitað vera nær KR-ingum en þeir hafa verið í fantaformi. Nú eigum við þrjá leiki sem við stefnum á að vinna til að komast í toppbaráttuna aftur,“ segir Skotinn Iain James Williamson, leikmaður Vals. Valur tekur á móti nýliðum Víkings frá Ólafsvík í 11. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Valur situr í 5. sæti en ætlar sér ofar. „Við trúum því að við getum hafnað í öðru eða þriðja sætinu. Það getur vel gerst en hafa verður í huga að fimm efstu liðin geta hvert unnið annað,“ segir Williamson. Skotinn meiddist á hné í síðasta leik Valsmanna gegn FH og missir af öllum líkindum af leik kvöldsins. Hann reiknar þó með því að vera klár í slaginn á sunnudaginn gegn FH. Williamson, sem spilaði með Grindavík í fyrra, ber landsbyggðinni vel söguna þrátt fyrir að vera borgarbarn. „Hjá Grindavík bjuggum við útlendingarnir saman en hérna bý ég einn. Ég er vanari borgarlífinu í Skotlandi og þar er meira um að vera.“ Skotinn hefur komið við sögu í tíu leikjum Vals í sumar en á enn eftir að skora.Menningarmunur á löndunum „Ég held að markið sé handan við hornið. Ég spila reyndar aðeins aftar á vellinum en ég hef gert stærstan hluta ferilsins. Mér hefur þó tekist að leggja upp nokkur mörk og það er kannski frekar hlutverk mitt núna.“ Fæstir Reykvíkingar bera sumrinu vel söguna en Williamson kippir sér lítið upp við sólarleysið. „Ég er vanur því að verða fyrir vonbrigðum með veðrið enda frá Skotlandi. Það er kannski aðeins hlýrra heima, við fáum a.m.k. nokkra mjög hlýja daga, en veðrið angrar mig ekki,“ segir Skotinn. Það sama verður ekki sagt um foreldra hans sem komu í heimsókn á dögunum. „Þau trúðu því ekki hve kalt var hérna,“ segir Williamson. Orðrómur hefur verið um að leikmenn í efstu deild eigi margir hverjir í erfiðleikum með að fá laun sín greidd. Williamson segist ánægður hjá Val og segist ekki hafa lent í vandræðum hvað þetta viðkvæma mál snertir. „Það er menningarmunur á Skotlandi og hér hvað þetta varðar. Ég hef hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. Við fáum alltaf borgað.“ Leikur Vals og Víkings hefst á Vodafone-vellinum klukkan 19.15. Á sama tíma verður flautað til leiks á Skaganum þar sem Fylkir verður í heimsókn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira