Sænskur ævintýramaður freistar þess að finna sögufrægt skip á hafsbotni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2013 18:00 Ola Skinnarmo í Reykjavíkurhöfn. "Það er mikil áskorun að finna bát sem liggur djúpt, langt úti í fjarskanum,“ segir hann. Fréttablaðið/Vilhelm Sænski ævintýramaðurinn Ola Skinnarmo kom við á Íslandi á leið sinni til norðvesturhluta Grænlands. Hann siglir á skútu sinni Explorer með vaskt lið að freista þess að finna skipið Vega, sem legið hefur á hafsbotni í 110 ár. Vega er fyrsta skip veraldar sem sigldi norðurausturleiðina milli Evrópu og Asíu. „Það mætti auðvitað halda að ég væri galinn að eyða svona miklum peningum og tíma í að leita að eldgömlu skipi en þegar maður á sér draum þá reynir maður að gera hann að veruleika,“ segir Skinnarmo. Skinnarmo er eigandi fyrirtækisins Expeditionsresor sem býður upp á rannsóknarleiðangra og ævintýraferðir og fór norðausturleiðina á skútu sinni Explorer, árið 2009. Í ferðinni kveðst hann oft hafa hugsað um hið mikla afrek Nordenskiölds sem fyrstur manna fór þá leið á skipinu Vega og sat fastur í ísnum mánuðum saman. „Minn túr tók þrjá mánuði og ég hafði góðan tíma til að hugsa, meðal annars um ný ævintýri. Þar kviknaði draumurinn um að finna Vega, sem sökk á hvalveiðum við Norðvestur-Grænland árið 1903. Það er mikil áskorun að finna bát sem liggur djúpt, langt úti í fjarskanum,“ segir Skinnarmo brosandi.En hversu djúpt? „Við höfum upplýsingar úr sjóprófunum sem gera ráð fyrir að Vega sé á 300 til 500 metra dýpi. En frá olíuleitarmönnum við vesturströndina höfum við fengið vísbendingar um að hún sé hugsanlega á 100 metra dýpi. Svæðið er mjög misdjúpt, nokkrum mílum frá er það um 900 metrar. Kannski er ekkert betra að Vega liggi grunnt því þá er meiri hætta á að ísinn hafi eyðilagt hana.“Áhöfnin við hádegisverð. Þau er bjartsýn þótt ólög og stormur hafi gengið yfir skútuna milli Færeyja og Íslands.Hefur enginn leitað að skipinu áður? „Nei, merkilegt nokk. En Bengt Grisell, vinur Anders Franzén sem fann Vasaskipið og hjálpaði við að bjarga því, gerði tilraun til að finna Vega en þá var tæknin ekki orðin eins fullkomin og nú. Við erum hinsvegar með fínar græjur, þökk sé meðal annars íslenskum hugvitsmönnum sem hafa hannað lítinn tölvustýrðan leitarkafbát. Við erum líka með fullkomin tæki frá Stokkhólmsháskóla.“ Skinnarmo kveðst ætla að snúa aftur úr leiðangrinum 15. ágúst. „Við höfum næstum þrjár vikur til að finna skipið. Ég hef frábært fólk með í för, meðal annars nokkra af heimsins bestu vísindamönnum, til dæmis ráðgjafa Obama forseta í norðurslóðamálum og Martin Jakobsson, sjávarjarðfræðing og prófessor við Tækniháskólann í Stokkhólmi. Þó svo við finnum ekki Vega þá verður ferðin til gagns því þeir munu gera þýðingarmiklar mælingar sem gefa þeim upplýsingar um bráðnun Grænlandsjökuls.“Explorer er öflugt skip með ótrúlega góðar vistarverur og ótal hólf fyrir vistir og búnað.Mynd/Glenn MartinEn ef skipið finnst, hvað þá? „Ef við finnum það munum við afla allra upplýsinga um ástand þess sem við getum og kortleggja staðinn. Í framtíðinni getum við vonandi bjargað því og sýnt það almenningi líkt og Vasaskipið, sem 1,2 milljónir manna skoða á hverju ári og sigldi þó bara 300 metra! Vega er sögufrægt skip og vottur þess að Svíþjóð var í fararbroddi í heimskautarannsóknum. Ferð Nordenskiölds norðausturleiðina var álíka tæknilegt afrek og að ganga á Everest og fara til tunglsins.“ Skinnarmo segir Vega meira og minna gleymda í Svíþjóð og hvað þá öðrum löndum. „Ef við finnum þetta skip er það liður í varðveislu sögunnar,“ segir hann. „Það finnst mér mikilvægt.“ Hægt er að fylgjast með leiðangri Skinnarmo og hinna í áhöfninni á Explorer á síðunni skinnarmo.com.Fyrsta skip veraldar til að fara norðurleiðina Vega var 47 metra langt seglskip með 60 hestafla gufuvél, smíðað í Bremenhaven í Þýskalandi 1872. Hún fór fyrst allra skipa norðaustur-sjóleiðina milli Atlantshafs og Kyrrahafs, norðan Evrópu og Asíu. Hún lagði upp frá Karlskrona í Svíþjóð 22. júní 1878 en læstist inni í ís 28. september sama ár og losnaði ekki fyrr en 18. júlí 1879. En 22. september 1879 náði hún til Nagasaki í Japan. Hinn sænski Adolf Erik Nordenskiöld (1832-1901), jarðfræðingur og heimskautakönnuður, var leiðangursstjóri. Honum var vel fagnað í Stokkhólmi þegar hann kom heim aftur eftir fyrstu siglinguna umhverfis Evrópu og Asíu, því leið hans lá um Súezskurðinn og Miðjarðarhafið heim. Hann var aðlaður árið 1880. Eftir leiðangur Nordenskiölds var Vega seld til skosks skipafélags sem hélt henni til sela og hvalveiða. Hún festist í ís í Melville-flóa við Norðvestur-Grænland árið 1903 og við tilraunir áhafnarinnar til að sprengja hana lausa sökk hún en mannbjörg varð. Eigandi Vega er Bengt Grisell, ellilífeyrisþegi í Svíþjóð. Í Vermlands-tidningen er haft eftir honum að það sé heppni að Vega hafi ekki verið hlaðin gulli og demöntum því þá væri fyrir löngu búið að ræna henni. Hann vonast til að hún finnist og að henni verði gert jafn hátt undir höfði og Vasaskipinu, sem byggt var safn utan um í Stokkhólmi. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Sænski ævintýramaðurinn Ola Skinnarmo kom við á Íslandi á leið sinni til norðvesturhluta Grænlands. Hann siglir á skútu sinni Explorer með vaskt lið að freista þess að finna skipið Vega, sem legið hefur á hafsbotni í 110 ár. Vega er fyrsta skip veraldar sem sigldi norðurausturleiðina milli Evrópu og Asíu. „Það mætti auðvitað halda að ég væri galinn að eyða svona miklum peningum og tíma í að leita að eldgömlu skipi en þegar maður á sér draum þá reynir maður að gera hann að veruleika,“ segir Skinnarmo. Skinnarmo er eigandi fyrirtækisins Expeditionsresor sem býður upp á rannsóknarleiðangra og ævintýraferðir og fór norðausturleiðina á skútu sinni Explorer, árið 2009. Í ferðinni kveðst hann oft hafa hugsað um hið mikla afrek Nordenskiölds sem fyrstur manna fór þá leið á skipinu Vega og sat fastur í ísnum mánuðum saman. „Minn túr tók þrjá mánuði og ég hafði góðan tíma til að hugsa, meðal annars um ný ævintýri. Þar kviknaði draumurinn um að finna Vega, sem sökk á hvalveiðum við Norðvestur-Grænland árið 1903. Það er mikil áskorun að finna bát sem liggur djúpt, langt úti í fjarskanum,“ segir Skinnarmo brosandi.En hversu djúpt? „Við höfum upplýsingar úr sjóprófunum sem gera ráð fyrir að Vega sé á 300 til 500 metra dýpi. En frá olíuleitarmönnum við vesturströndina höfum við fengið vísbendingar um að hún sé hugsanlega á 100 metra dýpi. Svæðið er mjög misdjúpt, nokkrum mílum frá er það um 900 metrar. Kannski er ekkert betra að Vega liggi grunnt því þá er meiri hætta á að ísinn hafi eyðilagt hana.“Áhöfnin við hádegisverð. Þau er bjartsýn þótt ólög og stormur hafi gengið yfir skútuna milli Færeyja og Íslands.Hefur enginn leitað að skipinu áður? „Nei, merkilegt nokk. En Bengt Grisell, vinur Anders Franzén sem fann Vasaskipið og hjálpaði við að bjarga því, gerði tilraun til að finna Vega en þá var tæknin ekki orðin eins fullkomin og nú. Við erum hinsvegar með fínar græjur, þökk sé meðal annars íslenskum hugvitsmönnum sem hafa hannað lítinn tölvustýrðan leitarkafbát. Við erum líka með fullkomin tæki frá Stokkhólmsháskóla.“ Skinnarmo kveðst ætla að snúa aftur úr leiðangrinum 15. ágúst. „Við höfum næstum þrjár vikur til að finna skipið. Ég hef frábært fólk með í för, meðal annars nokkra af heimsins bestu vísindamönnum, til dæmis ráðgjafa Obama forseta í norðurslóðamálum og Martin Jakobsson, sjávarjarðfræðing og prófessor við Tækniháskólann í Stokkhólmi. Þó svo við finnum ekki Vega þá verður ferðin til gagns því þeir munu gera þýðingarmiklar mælingar sem gefa þeim upplýsingar um bráðnun Grænlandsjökuls.“Explorer er öflugt skip með ótrúlega góðar vistarverur og ótal hólf fyrir vistir og búnað.Mynd/Glenn MartinEn ef skipið finnst, hvað þá? „Ef við finnum það munum við afla allra upplýsinga um ástand þess sem við getum og kortleggja staðinn. Í framtíðinni getum við vonandi bjargað því og sýnt það almenningi líkt og Vasaskipið, sem 1,2 milljónir manna skoða á hverju ári og sigldi þó bara 300 metra! Vega er sögufrægt skip og vottur þess að Svíþjóð var í fararbroddi í heimskautarannsóknum. Ferð Nordenskiölds norðausturleiðina var álíka tæknilegt afrek og að ganga á Everest og fara til tunglsins.“ Skinnarmo segir Vega meira og minna gleymda í Svíþjóð og hvað þá öðrum löndum. „Ef við finnum þetta skip er það liður í varðveislu sögunnar,“ segir hann. „Það finnst mér mikilvægt.“ Hægt er að fylgjast með leiðangri Skinnarmo og hinna í áhöfninni á Explorer á síðunni skinnarmo.com.Fyrsta skip veraldar til að fara norðurleiðina Vega var 47 metra langt seglskip með 60 hestafla gufuvél, smíðað í Bremenhaven í Þýskalandi 1872. Hún fór fyrst allra skipa norðaustur-sjóleiðina milli Atlantshafs og Kyrrahafs, norðan Evrópu og Asíu. Hún lagði upp frá Karlskrona í Svíþjóð 22. júní 1878 en læstist inni í ís 28. september sama ár og losnaði ekki fyrr en 18. júlí 1879. En 22. september 1879 náði hún til Nagasaki í Japan. Hinn sænski Adolf Erik Nordenskiöld (1832-1901), jarðfræðingur og heimskautakönnuður, var leiðangursstjóri. Honum var vel fagnað í Stokkhólmi þegar hann kom heim aftur eftir fyrstu siglinguna umhverfis Evrópu og Asíu, því leið hans lá um Súezskurðinn og Miðjarðarhafið heim. Hann var aðlaður árið 1880. Eftir leiðangur Nordenskiölds var Vega seld til skosks skipafélags sem hélt henni til sela og hvalveiða. Hún festist í ís í Melville-flóa við Norðvestur-Grænland árið 1903 og við tilraunir áhafnarinnar til að sprengja hana lausa sökk hún en mannbjörg varð. Eigandi Vega er Bengt Grisell, ellilífeyrisþegi í Svíþjóð. Í Vermlands-tidningen er haft eftir honum að það sé heppni að Vega hafi ekki verið hlaðin gulli og demöntum því þá væri fyrir löngu búið að ræna henni. Hann vonast til að hún finnist og að henni verði gert jafn hátt undir höfði og Vasaskipinu, sem byggt var safn utan um í Stokkhólmi.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira