Fleiri seðlar í umferð vegna svartrar vinnu Sunna Valgerðardóttir skrifar 28. júní 2013 07:00 Ríkisskattstjóri og forseti ASÍ segja svarta atvinnustarfsemi sérstakt vandamál í ferðaþjónustunni hér á landi.Fréttablaðið/Hari Ljóst er að svört atvinnustarfsemi er að aukast hér á landi. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisskattstjóri segja brýna nauðsyn að sporna við slíkri þróun. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir fjölmörg atriði vera fyrir hendi sem bendi til þess að svört atvinnustarfsemi sé mun meiri nú en áður. Meðal annars sé peningamagn í umferð meira en það var fyrir fáum árum, en viðskipti með beinum peningum en ekki í gegnum rafrænar færslur geta verið vísbending um að dulin viðskipti séu að aukast. Þá sé velta í virðisaukaskatti minnkandi á vissum sviðum. „Athuganir sem ríkisskattstjóraembættið hefur gert ýmist í samstarfi við ASÍ og SA, eða á eigin vegum, sýna skýra vísbendingu í átt til aukinna undanskota í formi svartrar vinnu,“ segir hann. „Mikil aukning í ákveðnum atvinnugreinum með mörgum nýjum aðilum eins í ferðaþjónustu geta verið vísbendingar um aukna dulda starfsemi.“ Þá bendir Skúli á að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu telja að svört starfsemi í greininni sé meiri nú en áður. „Að öllu þessu virtu tel ég vera komnar svo miklar vísbendingar um aukið neðanjarðarhagkerfi að öruggt geti talist.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Skúla. „Okkar tilfinning er sú að þetta fari vaxandi. Sérstaklega eins og í ferðaþjónustunni og þessi mikla fjölgun ferðamanna sem við erum að sjá, við sjáum það í fluginu en ekki í hagtölum frá greininni,“ segir hann. „Þeir ráfa hérna um eins og það sé enginn að sinna þeim og það er ekki gott að það sé hérna fullt af ferðamönnum sem fái enga þjónustu. Að minnsta kosti ekki sýnilega þjónustu.“ Í ljósi þessa hafa ríkisskattstjóri, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hrint af stað nýju átaki gegn dulinni atvinnustarfsemi í því skyni að bæta atvinnuhætti þjóðarinnar og sporna gegn neðanjarðarhagkerfinu. Átakið heitir Leggðu þitt af mörkum og var nýlega ýtt úr vör. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Ljóst er að svört atvinnustarfsemi er að aukast hér á landi. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisskattstjóri segja brýna nauðsyn að sporna við slíkri þróun. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir fjölmörg atriði vera fyrir hendi sem bendi til þess að svört atvinnustarfsemi sé mun meiri nú en áður. Meðal annars sé peningamagn í umferð meira en það var fyrir fáum árum, en viðskipti með beinum peningum en ekki í gegnum rafrænar færslur geta verið vísbending um að dulin viðskipti séu að aukast. Þá sé velta í virðisaukaskatti minnkandi á vissum sviðum. „Athuganir sem ríkisskattstjóraembættið hefur gert ýmist í samstarfi við ASÍ og SA, eða á eigin vegum, sýna skýra vísbendingu í átt til aukinna undanskota í formi svartrar vinnu,“ segir hann. „Mikil aukning í ákveðnum atvinnugreinum með mörgum nýjum aðilum eins í ferðaþjónustu geta verið vísbendingar um aukna dulda starfsemi.“ Þá bendir Skúli á að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu telja að svört starfsemi í greininni sé meiri nú en áður. „Að öllu þessu virtu tel ég vera komnar svo miklar vísbendingar um aukið neðanjarðarhagkerfi að öruggt geti talist.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Skúla. „Okkar tilfinning er sú að þetta fari vaxandi. Sérstaklega eins og í ferðaþjónustunni og þessi mikla fjölgun ferðamanna sem við erum að sjá, við sjáum það í fluginu en ekki í hagtölum frá greininni,“ segir hann. „Þeir ráfa hérna um eins og það sé enginn að sinna þeim og það er ekki gott að það sé hérna fullt af ferðamönnum sem fái enga þjónustu. Að minnsta kosti ekki sýnilega þjónustu.“ Í ljósi þessa hafa ríkisskattstjóri, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hrint af stað nýju átaki gegn dulinni atvinnustarfsemi í því skyni að bæta atvinnuhætti þjóðarinnar og sporna gegn neðanjarðarhagkerfinu. Átakið heitir Leggðu þitt af mörkum og var nýlega ýtt úr vör.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira