Hættumat vantar en viðbragðsáætlun klár Svavar Hávarðsson. skrifar 26. júní 2013 08:00 Þverbrotabelti á Norðurlandi. Ný viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta í Þingeyjarsýslum lá fyrir í mars. Hættumat hefur ekki verið unnið en vinna sérfræðingahóps nýtist til þess að ljúka þeirri vinnu. Bæjarstjóri Norðurþings segir nýja vitneskju um jarðskjálftasvæðið við Húsavík ekki breyta fyrirætlunum um iðnaðaruppbyggingu á Bakka. „Það má segja að öll þessi vinna í kringum þessa ráðstefnu, með því að leiða saman alla þessa sérfræðinga, sé grunnurinn að því að vinna frekara hættumat fyrir svæðið. Sérstaklega á það við þegar menn eru að taka í notkun nýtt land; þá fara þeir yfir hlutina og athuga hvaða hættur eru á viðkomandi svæði,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Víðir segir ýmis verkefni standa yfir við frekari upplýsingaöflun varðandi jarðskjálfta. „Þetta er alltaf spurning um hvers hættumat á að leiða til. Nú þekkjum við ágætlega hættuna fyrir norðan af fyrri reynslu. Það sem við vitum um hættuna á þessu svæði gerði okkur kleift að vinna góða viðbragðsáætlun,“ segir Víðir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að jarðskorpumælingar sýndu að spenna í Húsavíkurmisgenginu væri til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8. Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.Bergur Elías ÁgústssonBergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Norðurþingi, segir fréttirnar af hættu á stórum jarðskjálfta nálægt Húsavík og iðnaðarsvæðinu á Bakka ekki ný tíðindi. „Þetta hafa menn verið meðvitaðir um alllengi,“ sagði Bergur Elías í viðtali við fréttastofu Bylgjunnar í gær. Þá bætti hann við að varðandi iðnaðarsvæðið á Bakka hefðu farið fram ítarlegar rannsóknir og því hefðu þessar upplýsingar engin áhrif á iðnaðaruppbyggingu. Um hættuna af stórum jarðskjálfta sagði Bergur að þetta væri nokkuð sem fólk byggi við og taka yrði því sem að höndum bæri þegar, og ef, að því kæmi. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Ný viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta í Þingeyjarsýslum lá fyrir í mars. Hættumat hefur ekki verið unnið en vinna sérfræðingahóps nýtist til þess að ljúka þeirri vinnu. Bæjarstjóri Norðurþings segir nýja vitneskju um jarðskjálftasvæðið við Húsavík ekki breyta fyrirætlunum um iðnaðaruppbyggingu á Bakka. „Það má segja að öll þessi vinna í kringum þessa ráðstefnu, með því að leiða saman alla þessa sérfræðinga, sé grunnurinn að því að vinna frekara hættumat fyrir svæðið. Sérstaklega á það við þegar menn eru að taka í notkun nýtt land; þá fara þeir yfir hlutina og athuga hvaða hættur eru á viðkomandi svæði,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Víðir segir ýmis verkefni standa yfir við frekari upplýsingaöflun varðandi jarðskjálfta. „Þetta er alltaf spurning um hvers hættumat á að leiða til. Nú þekkjum við ágætlega hættuna fyrir norðan af fyrri reynslu. Það sem við vitum um hættuna á þessu svæði gerði okkur kleift að vinna góða viðbragðsáætlun,“ segir Víðir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að jarðskorpumælingar sýndu að spenna í Húsavíkurmisgenginu væri til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8. Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.Bergur Elías ÁgústssonBergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Norðurþingi, segir fréttirnar af hættu á stórum jarðskjálfta nálægt Húsavík og iðnaðarsvæðinu á Bakka ekki ný tíðindi. „Þetta hafa menn verið meðvitaðir um alllengi,“ sagði Bergur Elías í viðtali við fréttastofu Bylgjunnar í gær. Þá bætti hann við að varðandi iðnaðarsvæðið á Bakka hefðu farið fram ítarlegar rannsóknir og því hefðu þessar upplýsingar engin áhrif á iðnaðaruppbyggingu. Um hættuna af stórum jarðskjálfta sagði Bergur að þetta væri nokkuð sem fólk byggi við og taka yrði því sem að höndum bæri þegar, og ef, að því kæmi.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira