Útskrifumst úr grunnnámi á fertugsaldri Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 26. júní 2013 08:00 Íslendingar eru elstir allra OECD-þjóða þegar þeir útskrifast úr grunnnámi í háskóla. Friðrik Már Baldursson Íslenskir nemendur útskrifast elstir úr háskóla og næstelstir úr menntaskóla af nemendum OECD-ríkjanna. Þá er Ísland eina ríki OECD sem ver meiri fjármunum á hvern grunnskólanemanda en á hvern háskólanemanda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) þar sem fjallað er um menntamál. Skýrslan nefnist Education at a Glance og kom út í gær. Fram kemur í skýrslunni að Ísland sker sig úr í samanburði við önnur ríki OECD á nokkra vegu. Þannig útskrifast Íslendingar 30,7 ára að meðaltali úr grunnnámi á háskólastigi og 20,8 ára úr menntaskóla. Að meðaltali útskrifast nemendur í ríkjum OECD 26,6 ára og 18,7 ára á sömu mælikvarða. Þá hefur Ísland þá sérstöðu að íslenskir grunnskólar verja 8,6% meiri fjármunum á nemanda en íslenskir háskólar, á meðan háskólar í OECD verja umtalsvert meiri fjármunum á nemanda en grunnskólar í OECD. Verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi birti í maí tillögur sínar. Meðal aðgerða sem verkefnisstjórnin lagði til var að stytta grunn- og/eða framhaldsskólanám á Íslandi, auk þess sem hún taldi veruleg tækifæri til hagræðingar á grunnskólastigi. Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, stýrði vinnu verkefnisstjórnarinnar. Segir hann að skýrslan sýni fram á að tækifæri séu til að gera betur í menntakerfinu. „Auðvitað hafa þó margir mismunandi þættir áhrif á þetta. Grunnskólinn er dýr á Íslandi en það hefur aldrei verið fyllilega skýrt. Sú skýring sem oftast er nefnd er sú að Ísland er dreifbýlt og með marga litla skóla en mig grunar að fleira komi til,“ segir Friðrik og bætir við að hægt sé að ná hagræðingu í grunnskólakerfinu án þess að fórna aðgangi allra að staðbundinni menntun. „Stygging grunn- og framhaldsskóla gæti skilað talsverðum ávinningi fyrir samfélagið; komið nemendum fyrr út á vinnumarkaðinn og minnkað brottfall,“ segir Friðrik. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Friðrik Már Baldursson Íslenskir nemendur útskrifast elstir úr háskóla og næstelstir úr menntaskóla af nemendum OECD-ríkjanna. Þá er Ísland eina ríki OECD sem ver meiri fjármunum á hvern grunnskólanemanda en á hvern háskólanemanda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) þar sem fjallað er um menntamál. Skýrslan nefnist Education at a Glance og kom út í gær. Fram kemur í skýrslunni að Ísland sker sig úr í samanburði við önnur ríki OECD á nokkra vegu. Þannig útskrifast Íslendingar 30,7 ára að meðaltali úr grunnnámi á háskólastigi og 20,8 ára úr menntaskóla. Að meðaltali útskrifast nemendur í ríkjum OECD 26,6 ára og 18,7 ára á sömu mælikvarða. Þá hefur Ísland þá sérstöðu að íslenskir grunnskólar verja 8,6% meiri fjármunum á nemanda en íslenskir háskólar, á meðan háskólar í OECD verja umtalsvert meiri fjármunum á nemanda en grunnskólar í OECD. Verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi birti í maí tillögur sínar. Meðal aðgerða sem verkefnisstjórnin lagði til var að stytta grunn- og/eða framhaldsskólanám á Íslandi, auk þess sem hún taldi veruleg tækifæri til hagræðingar á grunnskólastigi. Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, stýrði vinnu verkefnisstjórnarinnar. Segir hann að skýrslan sýni fram á að tækifæri séu til að gera betur í menntakerfinu. „Auðvitað hafa þó margir mismunandi þættir áhrif á þetta. Grunnskólinn er dýr á Íslandi en það hefur aldrei verið fyllilega skýrt. Sú skýring sem oftast er nefnd er sú að Ísland er dreifbýlt og með marga litla skóla en mig grunar að fleira komi til,“ segir Friðrik og bætir við að hægt sé að ná hagræðingu í grunnskólakerfinu án þess að fórna aðgangi allra að staðbundinni menntun. „Stygging grunn- og framhaldsskóla gæti skilað talsverðum ávinningi fyrir samfélagið; komið nemendum fyrr út á vinnumarkaðinn og minnkað brottfall,“ segir Friðrik.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira