Stofnanir bjartsýnar á að milljónastyrkir skili sér Sunna Valgerðardóttir skrifar 26. júní 2013 07:00 Eitt af verkefnum Matís snýr að því að skapa verðmæta ferla í kringum þörunga á Reykjanesi og Suðurlandi, meðal annars með því að vinna innihaldsefni í matvæli og Omega-3. mynd/karl Matís á von á 1,5 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu (ESB) í formi IPA-styrkja vegna þriggja verkefna sem stofnunin sótti um á síðasta ári. Verkefnin sem samþykkt voru hlutu fimm hundruð þúsund evrur hvert, sem samsvarar rúmlega 80 milljónum íslenskra króna á verkefni, eða rúmum 240 milljónum alls. Fjármagnið hefur þó ekki skilað sér til stofnunarinnar. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segist bjartsýnn á að styrkirnir komi í gegn og ber engan kvíðboga þó að úthlutunin frestist eitthvað. Fréttablaðið greindi frá því í gær að vegna hlés á aðildarviðræðum íslenskra stjórnvalda við ESB væru þessir styrkir, og mun fleiri, í frosti þar sem utanríkisráðuneytið væri nú að fara yfir hvaða verkefni væru beintengd viðræðunum og hver ekki. Þau verkefni sem eru það ekki munu að öllum líkindum fá fjármagnið. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki lægi ljóst fyrir hvenær ráðuneytið lyki þessari greiningu. Framkvæmdastjóri Rannís hefði búist við því að styrkirnir væru búnir að skila sér.Sveinn Margeirsson„Þessi verkefni tengjast ekkert umsóknarferlinu sem slíku heldur hafa þau sterka tengingu við byggðaþróun með því að auka verðmæti á mismunandi stöðum, nýta auðlindir og byggja upp hæfni hjá mannauði,“ segir Sveinn. „Ég hafði ekkert endilega gert ráð fyrir því að fjármagnið skilaði sér fyrr en í haust. En auðvitað þætti mér afar óheppilegt, í ljósi markmiða okkar og uppbyggingar í matvælaiðnaði almennt, ef verkefnin yrðu ekki framkvæmd.“ Þá var samþykkt í fyrra að veita Matís 1,9 milljónir evra, eða rúmar 300 milljónir íslenskra króna, til að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi sem hafa verið innleiddar í gegnum EES. Sveinn segir það verkefni komið af stað en fjármagnið fari einungis í tækjakaup á rannsóknatækjum og samstarf við þýska stofnun um matvælaöryggi, BfR. Því hafi aldrei verið gert ráð fyrir því fjármagni hingað til lands með beinum hætti. Þörungaræktun, uppsjávarfiskur og vistvæn nýsköpunVerkefnin sem Matís fékk styrki fyrir frá ESB eru: 1. Uppbygging þörungagarða á Reykjanesi og Suðurlandi 2. Vöruþróun með uppsjávarfisk á Austfjörðum 3. Vistvæn nýsköpun á Vesturlandi og Vestfjörðum ESB hefur úthlutað 500.000 evrum á hvort verkefni um sig. Veðurstofunni ekki verið sagt að halda sig til hlésVeðurstofan á von á 275 milljónum króna meðal annars til að innleiða lög um stjórn vatnamála og gera hæðalíkan af völdum flóðasvæðum.Veðurstofa Íslands fékk samþykktan 1,7 milljóna evra IPA-styrk, sem samsvarar 275 milljónum króna, í apríl í fyrra vegna verkefnis sem er nú þegar farið af stað. Verkefnið er fjórþætt og snýr að innleiðingu á lögum um stjórn vatnamála sem samþykkt voru á Alþingi árið 2011. Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri hjá Veðurstofunni, hefur ekki miklar áhyggjur af því að styrkurinn skili sér ekki. „Miðað við þær yfirlýsingar sem utanríkisráðuneytið hefur gefið er ég bjartsýnn,“ segir hann. „Það er ekkert enn komið af peningum, en stóran hluta sjáum við ekki neitt þar sem hann fer beint í útboð á vegum ESB og er algjörlega á vegum þess.“ Ingvar segir það rangt mat að fjármagnið sé í frosti hjá ESB. „Það er enginn búinn að segja okkur að halda okkur til hlés, það er bara frekar tímaskortur hjá sambandinu sem veldur því að þetta hefur ekki komist lengra,“ segir hann. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Matís á von á 1,5 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu (ESB) í formi IPA-styrkja vegna þriggja verkefna sem stofnunin sótti um á síðasta ári. Verkefnin sem samþykkt voru hlutu fimm hundruð þúsund evrur hvert, sem samsvarar rúmlega 80 milljónum íslenskra króna á verkefni, eða rúmum 240 milljónum alls. Fjármagnið hefur þó ekki skilað sér til stofnunarinnar. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segist bjartsýnn á að styrkirnir komi í gegn og ber engan kvíðboga þó að úthlutunin frestist eitthvað. Fréttablaðið greindi frá því í gær að vegna hlés á aðildarviðræðum íslenskra stjórnvalda við ESB væru þessir styrkir, og mun fleiri, í frosti þar sem utanríkisráðuneytið væri nú að fara yfir hvaða verkefni væru beintengd viðræðunum og hver ekki. Þau verkefni sem eru það ekki munu að öllum líkindum fá fjármagnið. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki lægi ljóst fyrir hvenær ráðuneytið lyki þessari greiningu. Framkvæmdastjóri Rannís hefði búist við því að styrkirnir væru búnir að skila sér.Sveinn Margeirsson„Þessi verkefni tengjast ekkert umsóknarferlinu sem slíku heldur hafa þau sterka tengingu við byggðaþróun með því að auka verðmæti á mismunandi stöðum, nýta auðlindir og byggja upp hæfni hjá mannauði,“ segir Sveinn. „Ég hafði ekkert endilega gert ráð fyrir því að fjármagnið skilaði sér fyrr en í haust. En auðvitað þætti mér afar óheppilegt, í ljósi markmiða okkar og uppbyggingar í matvælaiðnaði almennt, ef verkefnin yrðu ekki framkvæmd.“ Þá var samþykkt í fyrra að veita Matís 1,9 milljónir evra, eða rúmar 300 milljónir íslenskra króna, til að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi sem hafa verið innleiddar í gegnum EES. Sveinn segir það verkefni komið af stað en fjármagnið fari einungis í tækjakaup á rannsóknatækjum og samstarf við þýska stofnun um matvælaöryggi, BfR. Því hafi aldrei verið gert ráð fyrir því fjármagni hingað til lands með beinum hætti. Þörungaræktun, uppsjávarfiskur og vistvæn nýsköpunVerkefnin sem Matís fékk styrki fyrir frá ESB eru: 1. Uppbygging þörungagarða á Reykjanesi og Suðurlandi 2. Vöruþróun með uppsjávarfisk á Austfjörðum 3. Vistvæn nýsköpun á Vesturlandi og Vestfjörðum ESB hefur úthlutað 500.000 evrum á hvort verkefni um sig. Veðurstofunni ekki verið sagt að halda sig til hlésVeðurstofan á von á 275 milljónum króna meðal annars til að innleiða lög um stjórn vatnamála og gera hæðalíkan af völdum flóðasvæðum.Veðurstofa Íslands fékk samþykktan 1,7 milljóna evra IPA-styrk, sem samsvarar 275 milljónum króna, í apríl í fyrra vegna verkefnis sem er nú þegar farið af stað. Verkefnið er fjórþætt og snýr að innleiðingu á lögum um stjórn vatnamála sem samþykkt voru á Alþingi árið 2011. Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri hjá Veðurstofunni, hefur ekki miklar áhyggjur af því að styrkurinn skili sér ekki. „Miðað við þær yfirlýsingar sem utanríkisráðuneytið hefur gefið er ég bjartsýnn,“ segir hann. „Það er ekkert enn komið af peningum, en stóran hluta sjáum við ekki neitt þar sem hann fer beint í útboð á vegum ESB og er algjörlega á vegum þess.“ Ingvar segir það rangt mat að fjármagnið sé í frosti hjá ESB. „Það er enginn búinn að segja okkur að halda okkur til hlés, það er bara frekar tímaskortur hjá sambandinu sem veldur því að þetta hefur ekki komist lengra,“ segir hann.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira