Innlent

Allir fengið framhaldsskólavist

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar
Verslunarskólinn var vinsælasti skólinn meðal nýútskrifaðra nemenda úr 10. bekk. Samanlagt sóttu 709 nemendur um í skólann.
Verslunarskólinn var vinsælasti skólinn meðal nýútskrifaðra nemenda úr 10. bekk. Samanlagt sóttu 709 nemendur um í skólann. Fréttablaðið/Valli
Ríflega 85% nemenda í 10. bekk fengu skólavist í þeim framhaldsskóla sem þeir helst kusu. Öllum nemendum sem eftir því sóttust hefur verið fundin skólavist næsta vetur.



„Það gekk mjög hratt hjá okkur að finna öllum skólapláss. Við kláruðum það sex dögum áður en sá frestur sem við gáfum okkur rann út,“ segir Svanhildur Steinarsdóttir hjá Námsmatsstofnun sem sér um innritun framhaldsskólanema.



Alls sóttust 4.141 nýútskrifaðir nemendur úr 10. bekk eftir skólavist í framhaldsskóla. Af þeim fengu 85,17% skólavist i þeim skóla sem þeir völdu í fyrsta vali og 12,36% komust að í sínu öðru vali. Um 100 nemendur komust ekki inn í þá skóla sem þeir völdu sér og var þeim þá fundin skólavist í öðrum skóla.



Greint var frá því fyrr í mánuðinum að sá skóli sem flestir nemendur hefðu sóst eftir námi í væri Verslunarskóli Íslands með 478 skráningar í fyrsta val og 231 skráningu í annað val. Næst vinsælastur var Menntaskólinn við Hamrahlíð og þar á eftir kom Kvennaskólinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×