Lítil Ítalía leynist á Laugaveginum Lovísa Eiríksdóttir skrifar 21. júní 2013 07:00 Nino, eigandi Piccolo Italia á Laugavegi, er spenntur fyrir sumrinu. Fréttablaðið/Stefán „Mér fannst vanta ítalskan stað sem býður upp á mat úr alvöru ítölsku hráefni,“ segir Ítalinn Antonino Neri sem nýverið opnaði lítinn ítalskan veitingastað sem nefnist Piccolo Italia (Litla Ítalía) á Laugavegi 100. Þar býður Nino, eins og hann er gjarnarn kallaður, uppá veitingar sem unnar eru úr ítölsku hráefni ásamt allskyns ítölskum vörum sem hann selur á staðnum. Nino flutti hingað til lands fyrir sjö árum þegar hann fékk vinnu á hóteli á Húsavík. „Ég ætlaði bara að vera hér yfir eitt sumar en þegar ég heimsótti Reykjavík þá varð ég dáleiddur af friðsemdinni og kyrrðinni í borginni,“ segir Nino sem elskar að ganga um götur borgarinnar án þess að eiga það í hættu að vera áreittur. Nino er upprunalega frá ítölsku eyjunni Sardiníu en fluttist ungur til Þýskalands þar sem hann vann sem kokkur í 25 ár. Nino segist hvorki sakna Ítalíu né Þýskalands og er búinn að festa rætur hér á Íslandi. Nino býr til pasta frá grunni sem er lýsandi fyrir ítalska maratgerð. Á Litlu Ítalíu er einnig hægt að fá ítalskan geitaost frá Sardiníu og mozzarella ost sem gerður er úr mjólk ítalskra vatna-vísunda, sem hvergi er hægt að fá annarsstaðar á landinu. Nino talar hvorki íslensku né ensku og segist tjá sig við viðskiptavini sína með höndum sínum og augum. „Fólkið hér á Íslandi er svo vinalegt og rólegt að það er ekkert mál að gera sig skiljanlegan,“ segir Nino sem er hæstánægður með reksturinn. „Fyrsta árið er náttúrulega alltaf erfitt en nú er Laugarvegurinn að lifna við og sólin farin að láta sjá sig,“ segir Nino sem lítur jákvæðum augum til framtíðar. „Ég er ekki í þessu til þess að verða ríkur heldur til þess að geta vaknað á morgnanna með bros á vör,“ segir Nino og bætir við að hann hlakki til að mæta í vinnuna á hverjum degi. „Mig er búið að dreyma um að opna minn eiginn veitingastað alveg síðan ég fluttist hingað til lands og nú er draumurinn orðinn að veruleika,“ segir Nino sem hlakkar mikið til að fylgjast með mannlífinu á Laugavegi í sumar. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
„Mér fannst vanta ítalskan stað sem býður upp á mat úr alvöru ítölsku hráefni,“ segir Ítalinn Antonino Neri sem nýverið opnaði lítinn ítalskan veitingastað sem nefnist Piccolo Italia (Litla Ítalía) á Laugavegi 100. Þar býður Nino, eins og hann er gjarnarn kallaður, uppá veitingar sem unnar eru úr ítölsku hráefni ásamt allskyns ítölskum vörum sem hann selur á staðnum. Nino flutti hingað til lands fyrir sjö árum þegar hann fékk vinnu á hóteli á Húsavík. „Ég ætlaði bara að vera hér yfir eitt sumar en þegar ég heimsótti Reykjavík þá varð ég dáleiddur af friðsemdinni og kyrrðinni í borginni,“ segir Nino sem elskar að ganga um götur borgarinnar án þess að eiga það í hættu að vera áreittur. Nino er upprunalega frá ítölsku eyjunni Sardiníu en fluttist ungur til Þýskalands þar sem hann vann sem kokkur í 25 ár. Nino segist hvorki sakna Ítalíu né Þýskalands og er búinn að festa rætur hér á Íslandi. Nino býr til pasta frá grunni sem er lýsandi fyrir ítalska maratgerð. Á Litlu Ítalíu er einnig hægt að fá ítalskan geitaost frá Sardiníu og mozzarella ost sem gerður er úr mjólk ítalskra vatna-vísunda, sem hvergi er hægt að fá annarsstaðar á landinu. Nino talar hvorki íslensku né ensku og segist tjá sig við viðskiptavini sína með höndum sínum og augum. „Fólkið hér á Íslandi er svo vinalegt og rólegt að það er ekkert mál að gera sig skiljanlegan,“ segir Nino sem er hæstánægður með reksturinn. „Fyrsta árið er náttúrulega alltaf erfitt en nú er Laugarvegurinn að lifna við og sólin farin að láta sjá sig,“ segir Nino sem lítur jákvæðum augum til framtíðar. „Ég er ekki í þessu til þess að verða ríkur heldur til þess að geta vaknað á morgnanna með bros á vör,“ segir Nino og bætir við að hann hlakki til að mæta í vinnuna á hverjum degi. „Mig er búið að dreyma um að opna minn eiginn veitingastað alveg síðan ég fluttist hingað til lands og nú er draumurinn orðinn að veruleika,“ segir Nino sem hlakkar mikið til að fylgjast með mannlífinu á Laugavegi í sumar.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira