Ég fékk blóð á tennurnar Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2013 06:00 Hólmbert Aron hefur verið frábær fyrir Framara að undanförnu og gerði þrennu í síðasta leik. Fréttablaðið/valli Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, hefur verið að finna sig einstaklega vel á tímabilinu og virðist loksins vera að springa út. Leikmaðurinn skoraði þrjú mörk gegn Þór í 7. umferð Pepsi-deildar karla og hefur því verið valinn leikmaður umferðarinnar af Fréttablaðinu. Hólmbert átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili þrátt fyrir mörg fín tækifæri með Fram en núna virðist leikmaðurinn vera að sýna sitt rétta andlit. „Þetta hefur verið að ganga vel hjá mér í sumar,“ segir Hólmbert. „Ég fann mig rosalega vel í síðasta leik og það í raun gekk allt upp. Liðið lék allt vel gegn Þór og ég fékk að njóta góðs af því.“Er stútfullur af sjálfstrausti „Ég hef alla tíð æft gríðarlega mikið og það breytist ekkert fyrir þetta tímabil. Aftur á móti finn ég fyrir því að ég er með miklu meira sjálfstraust núna en áður og það skiptir sköpum í fótbolta.“ Ríkharður Daðason var ráðinn þjálfari Fram á dögunum, eftir að Þorvaldur Örlygsson sagði starfi sínu lausu hjá félaginu, og virðist hann hafa komið með ákveðna innspýtingu í liðið. „Það hafði verulega góð áhrif á mig. Menn vilja strax sanna sig fyrir nýjum þjálfara og það fá allir blóð á tennurnar og vilja vera í liðinu. Ríkharður hefur verið viðloðandi Fram í nokkur ár og maður hefur fengið að kynnast honum nokkuð vel. Hann er frábær þjálfari sem á eftir að nýtast mér persónulega vel.“Stefnir út í atvinnumennsku „Það er markmiðið hjá flestum knattspyrnumönnum að fara út í atvinnumennsku og það hefur alltaf verið mitt markmið. Ég er aftur á móti nokkuð rólegur í þeim málum og hugsa fyrst og fremst um það að standa mig með Fram, það er númer eitt, tvö og þrjú og þá kannski opnast einhverjar dyr fyrir mér.“Lið umferðarinnar: Ögmundur Kristinsson, Fram Jordan Halsman, Fram Guðmann Þórisson, FH Sverrir Ingi Ingason, Breiðablik Andri Rafn Yeoman, Breiðablik Rúnar Már Sigurjónsson, Valur Ólafur Karl Finsen, Stjarnan Ólafur Páll Snorrason, FH Atli Sigurjónsson, KR Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram Óskar Örn Hauksson, KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, hefur verið að finna sig einstaklega vel á tímabilinu og virðist loksins vera að springa út. Leikmaðurinn skoraði þrjú mörk gegn Þór í 7. umferð Pepsi-deildar karla og hefur því verið valinn leikmaður umferðarinnar af Fréttablaðinu. Hólmbert átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili þrátt fyrir mörg fín tækifæri með Fram en núna virðist leikmaðurinn vera að sýna sitt rétta andlit. „Þetta hefur verið að ganga vel hjá mér í sumar,“ segir Hólmbert. „Ég fann mig rosalega vel í síðasta leik og það í raun gekk allt upp. Liðið lék allt vel gegn Þór og ég fékk að njóta góðs af því.“Er stútfullur af sjálfstrausti „Ég hef alla tíð æft gríðarlega mikið og það breytist ekkert fyrir þetta tímabil. Aftur á móti finn ég fyrir því að ég er með miklu meira sjálfstraust núna en áður og það skiptir sköpum í fótbolta.“ Ríkharður Daðason var ráðinn þjálfari Fram á dögunum, eftir að Þorvaldur Örlygsson sagði starfi sínu lausu hjá félaginu, og virðist hann hafa komið með ákveðna innspýtingu í liðið. „Það hafði verulega góð áhrif á mig. Menn vilja strax sanna sig fyrir nýjum þjálfara og það fá allir blóð á tennurnar og vilja vera í liðinu. Ríkharður hefur verið viðloðandi Fram í nokkur ár og maður hefur fengið að kynnast honum nokkuð vel. Hann er frábær þjálfari sem á eftir að nýtast mér persónulega vel.“Stefnir út í atvinnumennsku „Það er markmiðið hjá flestum knattspyrnumönnum að fara út í atvinnumennsku og það hefur alltaf verið mitt markmið. Ég er aftur á móti nokkuð rólegur í þeim málum og hugsa fyrst og fremst um það að standa mig með Fram, það er númer eitt, tvö og þrjú og þá kannski opnast einhverjar dyr fyrir mér.“Lið umferðarinnar: Ögmundur Kristinsson, Fram Jordan Halsman, Fram Guðmann Þórisson, FH Sverrir Ingi Ingason, Breiðablik Andri Rafn Yeoman, Breiðablik Rúnar Már Sigurjónsson, Valur Ólafur Karl Finsen, Stjarnan Ólafur Páll Snorrason, FH Atli Sigurjónsson, KR Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram Óskar Örn Hauksson, KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira